Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Áframhald á lestri

draugafræða á næturvaktinni. Eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni.Svo er líka ágætt að vita eitthvað um málið ef maður skyldi svosem rekast á dömuna (white lady) þarna úti hehehe og fara á spjallið. Annars fara víst tvennar sögur um þetta Sumar frásagnir lýsa henni sem meinlausri aðrar sem fyrirboða slysa og dauða og er þá sá eða sú sem sér hana í hættu. Og ef maður nefnir hana við innfædda fara þeir á flæmingi og vilja helst ekki heyra hana nefnda eða tala um hana.Úti fer engin út einn af ótta við hana,hér á landi vilja filippseyingar ekki tala um hana því þá er maður að bjóða henni heim. Svo hvorri sögninni á maður að trúa.? Svo er ein útgáfan sú að í lagi er að sjá hana á meðan þú sérð ekki framan i hana ef svo ertu feigur eða lendir i slæmu óhappi...svo hvort er þá betra króksar í vatni eða vofa á röltinu?

white lady  


Fór á

draugasíður svona til að hafa eitthvað að gera á næturvaktinni. Var að afla mér upplýsinga um þessa white lady sem hrellir Filippseyinga svona uppúr skónum. Virðist birtast út um allt en þó sérstaklega á þremur stöðum.Á einum þjóðvegi á leið úr höfuðborginni hrellir hún ökumenn birtist óvænt i aftursætinu ef þeir eru einir á ferð. Svo á skógivöxnu svæði hmm þá veit maður það. Og svo er það í höfuðborginni á einni götunni aðalega eftir sólsetur Engin vill labba þá götu einn. Samt virðist hún vera meinlaus og á það til að birtast tala við vegfarandann og hverfa síðan Í þó sumum tilfellum er hún í fantastuði...

Sagan segir að þetta sé ung stúlka sem var myrt af japönskum hermönnum í seinna stríði. Er í gamaldags hvítu dressi með sítt svart hár og fríð sýnum. Þeir sem rekast á hana vinsamlegast........

Held ég haldi mig samt sem áður nálægt króksa þegar á staðinn er komið.....


annar draumur

Dreymdi það eitt sinn að ég væri staddur í Tíbet eða Nepal Stóð á palli ásamt 2ur öðrum allir klæddir í einhverskonar þjóðbúninga,allir með hljóðfæri og sungum á máli innfæddra Um hvað veit ég ekki en það sýndist allavega fara vel í áhorfendur.....hehehehe

Draumur næturinnar

var bara nokkuð góður sat að snarli með 3ur fyrrverandi drottningum Egyptalands þeim Neferiti Kleópötru og svo einni sem var nafnlaus....Nú vantar bara draumráðningabók til að skilja.....cleopatra

nýjasti

nokiasíminn á markaðinum :  síminn

Bústaðarferð

sem fór úr böndunum....vegna fikts....

Byrjaði eins og átti að byrja. Hópur vina að fara í bústað í Munaðanesinu að vetralagi..Síðan eftir bjórdrykkju var spil dregið upp, andaglas Reyndar tók ég engan þátt í því heldur ekki þáverandi kærasta....Við vorum i næsta herbergi að tefla og ég að skíttapa. Svo við vorum ekkert að pæla i því sem fór fram frammi....Fljótlega fór ég í svefn enda verið að gera margt fyrr um daginn man ekki hvað. Og svaf fast alla nóttina að mér fannst en vaknaði þreyttur og einsog lurkum laminn..Kærastan og vinkona hennar voru inni herberginu er ég vaknaði ósofðar. Líka aðrir bústaðargestir sem sváfu litið sem ekkert...ég man ekkert eftir nóttinni annað en hafa sofið En kærastan fyrrverandi og vinkona fullyrtu annað Rétt eftir að ég fór i svefn blikkuðu öll ljós í bústaðnum sem hræddi liðið svo það hætti í andaglasinu...alla nóttina var ég á iði það miklu að þær stöllurnar réðu varla við að halda mér Útskýrir þreytuna og hitt...róaðist undir morgun og sagði vist upphátt að nú væra allt komið i lag en það man ég ekki að hafa gert Eina sem ég man er að hafa bara sofið fast Fljótlega eftir þetta var lokað fyrir...en hefur verið að opnast smá saman á siðustu mánuðum.....


annað dulrænt...

Úr því einn bloggvinur nefndi að hafa heilsað fleirum en voru á staðnum rifjaðist upp fyrir mér ein jól á yngri árum Vorum hjá afa þessi jól og það var snjókoma af gömlu gerðinni ekta snjóbylur..Ég var sendur í býtibúrið að sækja kökur...Gluggi var beint á móti er maður kom þar inn Ég var var við hreyfingu útivið rauk á útidyrnar og opnaði Sá þar mann og konu ásamt 2ur börnum og náttúrulega benti ég þeim að koma inn sem þau þáðu Hentist siðan inn í stofu og kallaði hátt að það væru komnir gestir...gestir sem engin sá eða var var við....nema ég. Amma gamla sem ekkert sá en átti það til að skynja eitthvað sagði seinna að trúlega hefðu þetta verið svokallað huldufólk á ferðinni og með þessu að bjóða þeim inn hefði ég kallað yfir mig heppni sem er að mörgu leyti rétt Hef verið heppinn hingað til með flest sem ég hef tekið uppá að gera......

Var að horfa

á BBC prime svona rétt fyrir næturvakt. Á þátt sem nefnist Haunted.Frásagnir fólks sem lent hefur í hinum ýmsu málum bæði slæmum og góðum kannski mest slæmum....kannski ekki réttur þáttur svona fyrir nætuvaktarbrölt......

Þáttur kvöldsins minnti mig á það sem kom fyrir mig á yngri árum c.a 7-8 ára.'Atti heima í sveit þá.Einn heima enda foreldrar að vinna báðir í sláturhúsi staðarins enda sú vertið í fullum gangi. Áttum heima í stóru 2hæða húsi og hluti efri hæðar var enn ófrágengið..Var niðri að leika mér í og við teppalagðann stiga sem lá upp. Heyrði allt i einu skell eins og skápahurð væri skellt en fataskápur af stærri gerðinni var einmitt uppi síðan kom þessi svakalegur kuldi og fýla römm...síðan heyrðist eins og einhver eða eitthvað koma niður stigan þungt þó svo hann væri teppalagður Mér fór heldur betur að líða illa þaut inn í svefnherbergi foreldra og undir rúm staldraði stutt þar og þaut út í garð..fannst þar seinnihluta dags á náttfötunum. Í 3 daga dvaldi ég síðan hjá afa á nærliggjandi bæ þar sem ég neitaði alfarið að stíga inn fæti inn i húsið fyrr en þá.

Eftir þetta fæ ég oft á tilfinninguna ef ég er einn að horfa á eitthvað svona að einhver eða eitthvað standi fyrir aftan mig finn yfirleitt smá gust og kulda sem hverfur um leið og einhver annar er nálægt...Hingað til hef ég ekki látið athuga málið hvað þetta var eða er.....


Er hægt að

skjóta hraðar en skugginn ?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband