Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Einn

bloggvinur nefndi fallhlifastökk í athugasemd. Það er eitt afþví sem ég hef prófað.En endaði i kafi eftir 30 stökk og hef verið þar síðan. Man fyrsta stökkið eins og það hefði gerst i gær. Eftir 3 daga námskeið var loks komið af því. Mætt á völlinn og gert klárt. Kennarinn skipulagði röðina inn í vél og benti mér á að vera síðastur inn Égvar harðánægður með það gæti þá séð hvernig hinir færu að eða þannig Fattaði það svo i vélinni á leið upp í stökkhæð að síðastur inn væri fyrstur út....maginn fór í hnút hjartað dældi klikkað og sturtusviti fór að stað þegar dyrunum var lokið upp og kennarinn benti mér á að koma. Síðan var tekið sæti í dyrunum með fæturnar útfyrir línu komið fyrir því þetta var staticlinustökk.Og þegar merkið kom lét maður sig falla út Jörðin kom á móti síðan högg og línan opnaði fallhlífina Síðan var svifið niður og notið útsýnisins.Lending var mjúk. Og maður var tilbúinn að fara aftur og aftur eftir þetta En einn daginn fór maður i kaf og verið innan um fiska og aðrar furðuverur síðan

Annar góður bloggvinur nefndi köfunarveiki.Ég hef verið heppinn með hana aðeins einu sinni fengið smá snert af henni og það var kvalafullt  Gerði þá skyssu að fara ekki til á næsta spitala (var þá erlendis) strax heldur liðu fáeinar klukkustundir á milli Loks þegar ég fór var mér strax hent i þrýstiklefa og dúsaði þar um tíma Þetta kæruleysi kenndi mér að kæruleysi i þessu sporti gildir ekki og hef passað mig æ síðan...

Verð að stoppa núna annars missi ég af bloggvinasápuóperunni poppið er tilbúið gosflaskan opin og spennan er orðin.....


Málinu reddað

Gæjinn frá því i gær komst eftir allt saman i köfun.Skipt um slöngu loft sett á kúta og farin kvöldköfun. Meiriháttar köfun þótt notað var við ljós. Lentum í fiskitorfu en vegna myrkus gátum við ekki fundið út hvaða fiskar voru þar á ferð.Undir lok köfunar rákumst við þó á aðra tegund stærri á útleið ervið vorum á innleið Voru það aðrir sömu tegundar að fara að svamla. Eftir smá kurteisisheils var farið i sitthvora áttina.

Siðasta færsla hefur greinilega slegið i gegn 15 stk athugasemdir allt kvenfólk.....Ein spurði um kæruleysi eftir 600 ferðir. Ekki hjá mér..Í þessu sporti er kæruleysi banvænt. Eftir 600 ferðir allskonar tegundir kafanna er maður búinn að prófa margt og sjá margt og séð hvað kæruleysi getur gert þannig allavega hjá mér er kæruleysi ekki á dagsskrá.


stutt

neðansjávarferð enda kalt þó svo ég fyndi ekkert i því í þurrgalla og með heilgrímu en hinum var kalt auk þess að það fór slangan hjá honum með hvelli og loftið tæmdist á augabragði Vorum á 13-14m dýpi þegar hvellurinn kom Lokuðum fyrir allt loftstreymi hjá honum svo fór hann á varalungað hjá mér á leið upp.Þannig að köfunin var ca 25-30mín í heildina.Tvöföld píning á bekknum og i tækjum hjá Sjúkró og þó það sé bölvanlega sárt á meðan er þetta gott eftirá..

næturvakt

að ljúka og smá pínuponsaukavakt að byrja svo er það kvalarinn dr Mengele (sjúkraþjálfinn) Stefnt á köfun eftir þá meðferð og í þetta sinn i þurrgallannum Það verður langt i það að blautgallinn verði notaður. Ætla með einum gömlum vini sem rétt nýkomin er með réttindi frá rauðahafinu ( tók námskeiðið þar) svo þetta verður auðveld köfun á auðveldum stað enda enn á barnsskónum eða öllu  frekar barnsfitunum..niunda ferðin hans á móti ca 600 og eitthvað hjá mér en það verður fjör.....Svo er maður komin i 3 daga frí  og getur farið að prakkast eitthvað....Lifið heil i dag.....og passið ykkur á svifrykinu slæmt fyrir lungun eða þannig..

Mín reynsla

af lögregluofbeldi er sú að i raun lenti ég sjálfur ekki i henni en varð vitni í 2 skipti Fyrra tilvikinu var ég ásamt félaga á göngu í Manila þegar herjeppi með herlögreglu innanborðs kom og við án skýringa vorum teknir stungið inn i klefa ásamt 11 öðrum af báðum kynum. Einhverskonar yfirheyrslur fóru fram á ganginum sýnilegum öllum semsagt stóll og barsmiðar svipað þeim í bíómyndum. Ekki lenti ég i stólnum og heldur ekki innfæddur félaginn minn.Það var reyndar alveg nóg að verða vitni af öllu saman...en við dúsuðum þarna yfir nóttina og sleppt um morguninn...

Hitt skiptið var það götulögreglan á ferð og náði ég því á myndband óvart....Þannig var það að við vorum að koma útúr kirkju sem er safn eftir skoðunarferð og af rælni set ég upptökuvélina af stað um leið og út er komið Þar var leigubill við tröppurnar leigubilstjórinn var i einhverju stappi við 2 lögregluþjóna liklega vegna lagningar bilsins eða eitthvað nema það að þeir byrjuðu að berja manninn með kylfum og byssuskeptum og ég filmaði Einhver innfæddur stór rumur tók eftir því að ég væri með á upptöku og nánast grýtti mér inn í kirkjuna og þar með bjargaði mér því hefði lögreglan fattað það að þeir væru í upptöku væri ég líklega ekki að blogga i dag en upptökuna á ég og geymi....


Lögregluofbeldi

á Islandi hefur alltaf verið til staðar en er kannski orðið grófara en áður hefur þekkst,kannski farnir að taka þá amerisku sér til fyrirmyndar síðustu atburðir sýna það kannski best..Ég hef undanfarin ár umgengist útlendinga af hinum ýmsu þjóðernum og kynþáttum Flestir þeirra sem hafa lent í lögreglunni hér bera henni góða sögu en aðrir hafa aðra sögu fram að færa og hefur það í öllum tilfellum verið um svart fólk að ræða. Hvernig er þetta með lögguna komast allir inn ? Er ekkert tékkað á bakgrunni sakaskrá eða geðheilsu viðkomandi Sumir sem í búningi eru i dag ættu allsekki að vera þar sem þeir eru. Væru ekki hleypt i svona störf nema þá kannski hjá stóra bróður i vestri...Það þyrfti og ætti að fara hreinsun fram á þessu rasistafantalögregluliði í þessu landi....

Skrapp

á hafsbotninn eftir vinnu og fyrir myndatöku hjá tönnsu en hún heimtaði barasta mynd af mér í svarthvitu eða þannig Þar sem þurrgallinn var í smá þurrki eftir smáóhapp tók ég fram semidrygallann minn (blautgalli) og skellti mér úti í honum.r búinn að gleyma hvernig það er að koma á þurrt i svoleiðis galla.....en það var sko frystikistukuldi af verstu tegund sem verður seint endurtekið Held mér við þurrgallann það sem eftir er.....

Moggabloggið er orðið svifaseint og fullt af villumeldingum spyr eins og einn bloggvinur hér á bæ :Ætli netlöggan sé með lélegt netforit og seinki þessvegna kerfinu....eða er bara moggatölvurnar orðnar svifaeinar..Hvað sem það er þá kallar þetta á breytingar svo þetta gangi fljótt fyrir sig.....fjör


Kæru farþegar

grín vinsamlegast spennið sætisólar.Við lendum eftir örskamma stund eða um leið og við vitum hvar við erum.........

Átti

frekar óþægilega köfun eftir næturvaktina.Vorum komnir á ca 20 metra dýpi í góðu skyggni og allt lofaði góðu....en þá byrjaði maginn að gefa merki og innan örfárra sekúndna fór afturbrennarinn af stað og skaut útúr sér blautu brúnu.......segi ekki meir Var i þurrbúningi þarf ekki að útskýra held ég meir. Þannig að köfunin var stutt og blaut. Gruna tertufjanda um málið.

Hreinlífi

er læknanlegt.

Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband