Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Heitt í dag

svo gott var það að taka smákælingu niðrá 15 metrunum í Gullkistuvíkinni hjá leyfunum af gamla Laxfossinum sem liggur þar. Var svo að ganga frá hinum og þessum málum svona rétt fyrir brottför. Annars verður stíft prógramm í ágúst Parisarferð sunnudaginn n.k Þar á undan er húsblessunn hjá systur konunar semsagt á laugardeginum Strax eftir heimkomu verður bústaðarferð og í kjölfarið 2 skírnarveislur og síðan aftur á erlenda grundu Allir dagar skipulagðir og allt klárt.

í kafi


Ruglingur á næturvöktum

Engin alvarlegur nema bara það að ég var búinn að skipta næturvakt fyrir einn samstarfsmann en svo mættu báðir eldhressir En hlutunum var reddað,endurskipulagt og hann tekur vakt annað kvöld.Hluti dagsins i dag fór í að horfa á gamlar klassamyndir,endurnýja gömul kynni af þeim. Þær voru Das bot og allar mummysmyndirnar. Keppti við eina frænkuna í einhverjum tölvuleik sem gekk út á rekstur á veitingarstað Hún græddi á tá og fingri,ég keppinauturinn fór á hausinn.

Sveitt skírnarveisla

Mætti í skírnarveislu í gær.Þar sem veislan var haldin var aðeins einn gluggi sem hægt var að opna svo þetta fór að virka sem vel heitt finnskt sauna mjög fljótlega. En gaman þó.


Kom

myndavélaæði af stað hjá frænkunum í dag. Dagurinn byrjaði rólega enda komin af  næturvakt Lagði mig til hádegis. Þurfti að skutlast hitt og þetta,Fastur liður eftir næturvakt.Meðal annars í Rúmfatalagerinn. Rak augun í ekta tækifærisgjöf,myndavél á lyklakippu sem getur tekið um 300 myndir videó og tengst við tölvu sem netmyndavél. Eða bara notuð sem lyklakippa. Fékk hugmynd sem var framkvæmd enda þekktur fyrir að fá allskonar hugmyndir sem venjulega eru framkvæmdar á staðnum oft með ófyrirsjánlegum endi en það má segja að þessi sló i gegn. Þrjú stk keypt. Hitti frænkurnar stuttu seinna. Gaf þeim sitthvora vél og æði greip um sig enda fyrstu vélar þeirra allra og þær búnar að tuða um vélar síðustu 5 afmæli eða jól. Einfaldar vélar en samt ótrúlegar góðar miðað við stærð.Nú hlaðast myndir inn á ótrúlegum hraða hjá þeim öllum.Og allt mér að kenna.Eða þakka.

Eitt af

verkefnum dagsins það að segja gærdagsins var að púsla aðeins til í geymslunni. Fann þar vel rykugann kassa og lét verða að því að opna hann. Fann þar mína allra fyrstu skólatösku frá í den eða frá þeim tíma þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í barnaskóla. Dökkbrún og lítil með mynd af mikka mús á trommum,félagi hans andrés önd með rafmagnsgítar og andrésina á mikrófóninum. Sem sagt þrjú á palli. I töskunni fann ég svo pennaveski grænt á litinn með vel nagaðan blijant ásamt strokleðri einnig vel nöguðu. Yddari var þarna líka reynar ónagaður. Svo var teikning. Sem ég held að hafi átt að sýna hest, er samt ekki með það alveg á hreinu. Annað sem i kassanum var,var bók um dýrategundir gömul útgáfa gefin út um aldarmótin 1900. Sem ekki myndi falla vel inní skólakerfið i dag. Gamall farmiði með Arnarflugi sáluga fannst einnig Hringferð svokallað pólarflug,flogið frá Íslandi yfir Grænland og yfir pólinn og lent á Svalbarða á bakaleið.Dagsferð.

Þá er bara að opna næsta og sjá hvað þar er að geyma.


Ætlaði að stefna á

rólegan dag svona fyrir næturvakt en dagurinn fór í að ná í þetta, skutla þessu stilla þetta og svo framvegis. Algjört þrælahald en svona er þetta,allir að nota mann áður en maður fer út en vika er í það.

Annars ekkert að ske


stalst

í djúpið og nældi i fáeina krabba í pottinn.Fínt að hafa smá aukabita á diskinn sem meðlæti með einhverju öðru. Köfunartölvan svarti kassinn okkar kafaranna slökkti á sér í miðri köfun með háu viðvörunarvæli. Rafhlöður búnar svo nú er bara að senda póst og panta slatta að utan. Ódýrara en að kaupa hér. Getur fengið 3 fyrir sama og 1 hér.

Allt tilbúið fyrir Parisaferð nema gjaldeyriskaup eru eftir. Gluggafjandinn verður kominn upp tímanlega eða svo lofaði smiðurinn þegar ég náði i hann.

Og klukkan tifar og lifið heldur áfram veginn


Aðstoðaði við

uppsetningu á einu stk trampólini,tveimur Ikeaskápum og einum Rúmfatarlagersskáp um helgina svo engin timi gafst til að vafrast um á netinu.Það má því segja að þetta hafi verið hell weekend fyrir mig án ameriskra  öskrandi sérsveitamanna.Búinn að prófa þann pakka fyrir löngu.Reyndar voru það þá ekki ameriskir öskurapar heldur asiskir litlir tittir og staðurinn var einhversstaðar í frumskógum Filippseyja og það var ekki helgi heldur ein vika af hreinu heitu helviti.

Rafrænir farseðlar bárust í dag Vantar bara pappirinn til að prenta út og redda því i vikunni eða bara á morgun.

Og glugginn er ennþá i lamasessi þar sem i ljós kom að skemmdir voru örlitið meiri en sýndist i fyrstu Fékk smið á staðinn sem tók mál og ætlaði að redda skjótt hlutunum en það var fyrir langa löngu. Pantaði líka boli hjá Nova í byrjun júní átti að fá afhent um miðjan júni og nú er júlí senn að ljúka og þeir ekki komnir enn. Ætlaði að gefa frænkum boli áður en ég færi út en sýnt er að þeir verði kannski tilbúnir eftir heimkomu.


Maður

þarf  ekki að skokka á ljósastaur til að verða blár og marinn eins og einn skólabróðir minn gerði forðum,og sagt er frá í síðustu færslu.

Að eigin raun veit ég um aðra aðferð. Köfun þar sem þurrgallinn virkar ekki alveg eins og á að gera. Við dælum lofti i gallann eftir því sem við förum dýpra Til að þrýstijafna en í þetta sinnið á cirka 20-25 metrunum hætti loftpumpan að virka og ég nánast vagumpakkaðist inn i gallannum vegna þrýstingsins utanfrá. 

Þannig að maður var blár og marinn hér og þar þegar upp var komið.


Eitt sinn

á síðustu öld þegar ég var enn í gaggó, skeði hlutur sem enn er hlegið af.Ég get af algjörum púkaskap hlegið enn af þessu og sá sem varð óvænt aðalleikarinn í þessu máli er nýfarinn að hlæja af þessu sjálfur Áður hló hann ekki,ekki einu sinni brosti.

Málið var að við í leikfimistíma vorum látin hlaupa hringinn í kringum Tjörnina frá Hagaskóla og til baka aftur. Jamm var í Hagaskóla (er samt ekki KR-ingur og hef reyndar aldrei stutt þá)

Á einum kaflanum á bakaleið var ákveðið að fara í kapp út að skóla.Gefið var í og allt í botn,allt gekk eins og átti að í svona skólahlaupi. Þar til hávært dunkhljóð barst allt í einu gegnum loftið. Einn af hlaupurum lá kylliflatur og skýringin var sú að hann í miðju hlaupi fór að horfa á eitthvað annað og endaði á saklausum ljósastaur sem gat ekkert gert að staðsetningu sinni Í stað þess að athuga þann sem i valnum lá var byrjað á því að hlæja sig í botn.

Það var reyndar alt i lagi með gaukinn fyrir utan hausverk og fjólublátt andlit næstu vikurnar. Og enn er hlegið.


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband