Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Köld köfun.

a_yfirbor_inu.jpg  brr_783346.jpg

Bótax-vampíra..

Krakkar sérstaklega þau yngri láta allt vaða stundum.Varð vitni af því um daginn.Það var kaffisamverusull og ein kvenkyns var og er nýkomin að utan. Og fékk sér bótaxmeðferð. Eitthvað var verið að ræða um slíka meðferðir þegar ein litil 5 ára sem á það til að láta allt flakka sem og hún gerði kom aðsvífandi og kallaði hárri röddu : Svo þú ert þessi bótax vampíra sem mamma var að tala um Dúnaþögn varð í hópnum og móðir þeirrar litlu sökk í sófann. Það var snarlega breytt um umræðuefni...Smile

Og nú

berjast þau um bestu sætin eins og svangir úlfar..
mbl.is Ásaka hvert annað um hroka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími á smá blogg

þó svo ekkert sé að ske, það að segja hjá mér. Skrapp til tönnsu sem var alveg himinlifandi að fá mig í stólinn enda rétt tvö ár síðan hún fékk að kvelja mig í stólnum. Hún hafði mig í sirka klukkutíma á bekknum enda var um endajaxl að ræða. Viðgerð tókst vel. En ekki er ég þó laus mála því hún fann eina litla skemmd sem hún vill fylla í áður en ég verð alveg frjáls við borinn.

 


Ég verð að

viðurkenna að ég hélt að sem kafari hefði ég hitt eitt þrjóskasta dýr á jarðríki eða allavega neðan sjávarmáls. En það er marhnútur, sem getur verið þrjóskur og heimskur með eindæmum. Enn....

 Eitt er það þó sem slær honum þó við. Það er landdýr af tegundinni Homo sapiens,heitir Geir og titlar sig forsætisráðherra þó svo að það er löngu búið að benda honum á að hann sé búinn að fá uppsögn frá meirihluta þjóðarinnar.

Samt situr hann sem fastast gerir ekkert að viti sem væri að viðurkenna sín mistök og taka pokann sinn og boða til kosninga Ekki í vor eða síðar heldur núna strax.

Því fyrr því betra.


Bandarikjamenn

skiptu um forseta í gær og um leið um ríkisstjórn og til lukku með það Á sama tíma sitjum við uppi með sömu viljalausu,veruleikafirrtu ríkisstjórn sem hugsar bara um sig og sína en ekkert um fólkið fyrir utan. Ég var að tala við einn franskan í gær sem hringdi í mig. Sá starfar við litla sjónvarpsstöð þarna úti. Hann sagði að þetta ástand væri þar væri búið að draga forsætisráðherra fjármálaráðherra og dabba seðlabankaeinræðisherra fyrir löngu út á götu með valdi og afhausa þá. Fyrir mína parta mætti alveg gera það Það að segja að henda þeim út með valdi. Valdi fólksins. En kannski sleppa því að afhausa eingöngu að henda þeim út. Þegar konungur Frakka missti sitt var það vald fólksins Þegar Markos sem þá var einræðis og lífstíðarforseti Filippseyja missti sín stjórnarvöld var það vald fólksins.Er ekki tími til kominn að sýna vald fólksins á Íslandi.

Lifi byltingin.


Ein sem virkar

gata_774851.jpg

Var á botninum

eins og oft áður  nema það að í fyrsta og vonandi i það síðasta skipti, fékk ég tannpínu neðansjávar. Þegar maður er neðansjávar þá magnast allt. Allt sem þú sérð er 25 % stærra en það er í raun og maður heyrir hljóð sem er marga  kilómetra frá þér. Þannig að allir verkir sem myndu vera smámál á þurru landi verða stórt vandamál neðansjávar sem þýðir að blessaður tannverkurinn var 2-3 sinnum meiri en hefði verið í raun Fylling gaf sig og braut úr tönninni í leiðinni. Svo tannsa fær að gera við á tvöföldum taxta eða þannig

köfuntannlækningar


Loks

látið verða af því að blogga á nýju ári.Eða þannig. Skellti mér í Hvassahraunið á slóðir fiska og ígulkera.Sléttur var sjórinn og skyggni ágætt. En drullukalt var á yfirborðinu enda aðeins -4 stig.En þurrgallinn hélt heitu og þurru. Skroppið var niður á 20 metranna í hvitan skeljasand þar sem einn stakur forvitinn karfi tók á móti okkur og var meir og minna utan í okkur allann botntímann sem við dvöldum í þyngdarleysi og þrýstingi.

Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband