Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

ein

óskemmtileg bernskuminning.....Þrisvar í skítinn á einni viku...Fyrst var það í stríðsleik.Elti einn inni gamalt fjós ætlaði sannalega að ná honum en það endaði á annan veg.Rétt komin inn fyrir dyr þegar ég flaug á hausinn rann eftir blautu gólfinu..hlandblautu.. og endaði í flórnum óvininum til mikilla skemmtunar. Kom illa lyktandi heim og ekki vinsæll..Annað sinnið í sömu vikunni :Ég og annar prakkari á sama aldri höfðum verið a' glápa á imbakassann og séð mynd um fallhlifastökk og ákváðum að reyna Bjuggum fallhlifar úr strigaefni og nælonböndum. Klifruðum uppá hlöðuþak og stukkum framaf Gekk vel i fyrstu tilraunum en í einu stökkinu hjá mér lenti égí vindhviðu sem henti mér afturábak niður hlöðuþakið hinummegin og beinustu leið í útiflórinn Sem þýddi bað hjá múttu sem ekki var par hrifin..Í lok vikunar var afmæli klæddur upp i betri föt en þurfti að atast úti kálf sem lét mig hendast þið vitið hvert..........Nú megið þið alveg hlæja..mér er alveg sama kem aldrei útúr kústaskápnum aftur alveg sama hvað hver segir.......Tounge

stríðsleikur....

Það var vinsælt í den að leika atburði seinna stríðs í minu ungdæmi...eitt skipti vorum við strákarnir að leika Breta á móti Þýskurum Ég varí liði germana...vorum búnir að finna upp nýtt og skætt vopn. Hálfgerða vélbyssu handsnúna sem skaut kartöflum en var þung og þrýstiloftssprengivörpu sem notuð var að þruma skemmdum kartöflum á óvinaliðin sem hafði þau áhrif að sá sem fékk drit úr henni missti yfirleitt alla löngun til að halda áfram......Við vorum á undanhaldi hröðu seint á ágústkvöldi og flúðum í gamalt yfirgefið steinhús sem var illræmt í þorpinu vegna þess að þar átti að vera reimt. Aðstaðan var þannig að þegar inn var komið var smágangur inn og tréstigi uppá aðra hæð eldhúsið var til hliðar við útidyrnar. Við komum okkur fyrir með þessa þungu kartöfluvélbyssu þar og pumpuðum á bretanna grimmt. Svo heyrðist skruðningur fyrir ofan og tramp niður stigann Allir inni urðu hræddir engir vildu taka sénsinn að fara fram svo vélbyssan flaug út um eldhúsgluggann og við allir á eftir. Þeir sem voru útivið í hlutverki Breta brugðu við þessa útrás höfðu ekkert svar og lögðu á flótta...Þess má geta að á þessu undanhaldi beggja liða hlupu sumir úr liði þýskara miklu hraðar en hinir og voru komnir langt framúr þeim. Þetta hús brann svo fáeinum mánuðum síðar án neinna skýringa....


hehe

samkvæmt nýjustu fréttum þá eru bankar og fyrirtæki ekki ein um útrás á erlendri grund Íslenskir draugar og mórar komnir í slaginn líka hehehe

Önnur bernskuminning

Skurðir lágu um all þorp misstórir og misdjúpir. Þar voru háðar margar sjóorussturnar á allskonar fleytum. Einn daginn eftir að bátur sá sem ég var á hafði horfið niðri djúp eins skurðarins eftir frækna sjóorusstu í stíl sjóræningja ákváðum við að byggja stærstu fleytu staðarins Sem tók mánuð Var svo breiðað við gátum eingöngu siglt á breiðust og dýpstu skurðunum. Vel vopnum búin og fáir sem lögðu i okkur. Einn skurður var sem úthaf og tengdist á sem siðan rann í sjó Dag einn var forvitnin yfirsterkari og við ákváðum að sigla þennan skurð og sjá hversu langt við kæmust Allt gekk vel uns við komum að ánni þar tókum við uppá því að sigla á brúarstólpa svo leki kom að...Ferðin endaði svo þannig að þar voru endalok fleysins ráðin Eins ogTitanic forðum endaði Titanic skurðanna sína ferð á botninum og 5 áhafnalimir komu blautir og kaldir og svangir til sins heima eftir ævintýraferð á ókunnar slóðir..titanic

Ein

bloggvinkona var minnast á að gæludýr barnanna hefðu fallið frá og til stæði vegleg jarðaför Sem minnti mig á þegar ég var barn og hundur á nágrannabæ dó. Hundur þessi var vinsæll af börnunum á svæðinu en gamall orðinn og slitinn Þegar hann fannst dauður var látið vita á öllum bæjum með sérlegum sendiboða. Við krakkarnir sáum um að smiðuð var vegleg kista og ein stelpa fórnaði sænginni sinni til að fóðra að innanverðu Mamma hennar varekki par hrifin afþví uppátæki er hún komst að því. Á handvagn var svo kistan sett á og haldið til kirkju en prestur staðarins aftók alveg þeirri beiðni að jarða í kirkjugarðinum svo valin var annar staður. Greftunin var samt sem áður gerð án prests en kona prests mætti afturámóti. Ekki var skotið 21 heiðursskoti en 6 örvum i staðin. Degi lauk með coca cola drykkju við verslunina.......

Tæknileg mistök....

Tók eftir því að eftir eina færsluna hjá mér,þar sem ég kom með reiknisdæmi um aldur mánuði vikur og so on (smá enskusletta) fóru nokkrir bloggvinir að senda afmæliskveðjur.Málið er þó það að ég átti ekki afmæli i gær heldur á ég afmæli í desember enda bogamaður......Að visu er alltaf gaman að fá afmælisóskir takk fyrir það en skemmtilegra að fá þær á réttum degi...Er beðist velvirðingar og fyrirgefningar á þessum tæknilegu mistökum sem komu upp....

Hef aldrei

fattað þetta með verðlag á Íslandi Að hverju allt þarf að vera miklu dýrara hér en annarsstaðar. T.d fiskur Það er kannski dýrt að veiða hann,skip+áhöfn en samt...hann vex frítt allt i kringum okkur og ekki þurfum við að flytja hann inn svo engir innflutningstollar.....samt er hann rándýr í kaupum miklu dýrari en t,d í Tékklandi þar sem allur fiskur er innfluttur þar sem landið liggur hvergi að sjó.....steini frændi

hahaha

Æfing íslenska flughersins....

flugher náðist loks á mynd......


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband