Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Dagurinn

í dag eftir vakt fór að mestu í mætingu í barnaafmæli.En þegar dregin var fram útbúnaður sem karókí nefnist var ákveðið að flýja staðinn og næsta nágrenni og leitað á náðir steinbíta og fleiri sjávardýra Skroppið var í Hvassahraunið og síðustu 3 klst fyrir næturvakt notaðar í busl og skvettur í Norður-Atlantshafi. Fleiri voru á hafi úti því við hittum kajakræðara og síðan einn kanó.Og einn sem var bara á sundinu á skýlunni einni Honum reyndar brá heldur betur er við allt í einu birtumst við hliðina á honum Gerðum smá usla í hópi máva er við komum upp í miðjum hópnum. Eftir sundsprett dagsins var farið heim á leið þar að segja hann heim ég að vinna.

lending  grásleppa krabbi.


Eyddi deginum

í Hvalfirði.Þrátt fyrir næturvaktarbrölt var bara of gott veður til að hanga inni að lúra svo lúrinn var aðeins ca 2 stundir. Kafað og buslað í Hvalfirðinum megnið af deginum og það meira að segja í blautgalla en alltof heitt var til að vera í þurrbúningi.

Ekki hægt að kvarta við veðurstofuna um veðrið þessa stundina. Meiriháttar sumargrillveður.Og meðan ég man:

Góða helgi hvar sem þið eruð á jarðarkúlunni.


myndagáta dagsins

eða öllufremur kvöldsins: Hvar er þetta á landinu?

 004


Þetta

mun víst kallast bananaklám:

 

                       bananaklám
 


Var

hjá sjúkraþjálfaranum í morgun eftir næturvaktina Sá er búinn að gefast upp á gömlu píndingaaðferðunum og búinn að finna upp nýjar.Fékk reyndar smá hefnd hehehe Eftir að hann var búinn að klappa mér og pína skrapp hann í golf ásamt vinnufélaga sínum Á meðan tældi ég konuna hans hehe á slóðir krabba og fiska. Hún mætti með sína eigin myndavél digital og kláraði plássið Tók yfir 100 myndir á ca klukkutíma enda margt að sjá eins og skötusel,karfa,ufsa krabba kuðunga hörpudisk steinbít og meira að segja marglyttu sem pósaði. Og veðrið var og er meiriháttar. Sjórinn var bara heitur og notalegur og engin alda.

Semsagt sældarlíf á milli næturvakta.

 


Einn félagi

minn kom með þá hugmynd að skreppa vestur nánar tiltekið á Djúpuvík að reyna að ná upp stóru akkeri upp. Hann er nefnilega komin á jeppa með öflugu spili og vill prófa. Ég minnti kauða á síðustu tilraun fyrir fáeinum árum Þá var hann á jeppa föðursins með spili. Allt gekk vel þar til átti að draga akkerið upp Niðurstaðan úr þeirri tilraun var að akkerið haggaðist ekki millimeter á botninum og við 2 sem niðri vorum rétt sluppum við að fá spilið ásamt grillinu af jeppanum og stuðaranum í okkur En nú er hann til í aðra tilraun örugglega með sama árangri hehehe.....

Fór reyndar á flot í dag,flúði á slóðir marglyttna og fiska því karókiæðið hélt áfram í dag með sama kattabreimsstórskotaútgáfunum Aðallag dagsins var Titanic og það var í útgáfu sem ekki er hægt að lýsa. Friður var á botni Atlanshafs. Fínt að eiga griðastað á hafsbotni.


Lenti í þeim ósköpum

að karókí söngvakeppni var haldin á heimaslóðum.Ein hljómaði eins og vanstillt loftvarnaflauta önnur eins og breimandi köttur og sú þriðja get ég eiginlega ekki lýst. Fjórði aðilinn sem reyndar var hann (ekki ég kem ekki nálægt svonalöguðu) hljómaði eins og falskur bassa hvalur. Öll saman í einu lagi hljómuðu einsog heilt stórskotalið úr fyrra stríði. Eyrun voru og verða lengi að jafna sig á þessu.

Ævintýraleg

köfun i gær áður en mætt var á vakt. Kafað var við Saurbæjarkirju að þessu sinni.Allt gekk eins og átti að ganga Dóluðum niðrá 17 metrana eftir klettavegg.Í ágætu skyggni.Svo kom að því að fara neðar á meira dýpi. Þá heyrðist smellur,sylgjan á vestinu opnast og kúturinn laus.Eftir smá veltur á niðurleiðinni náði ég þó taki á kútfjandanum rétt áður en ég magalenti á botninum Félaginn tók síðan við að koma honum á sinn stað aftur. Héldum síðan köfuninni áfram eins og ekkert hafi í skorist. Á uppleiðinni aftur á móti kláraðist loftið hjá félaganum svo hann fékk loft frá mér enda nóg eftir hjá mér. Að vísu var það selt á uppsprengdu olíufélagsverði  hehehe  nei nei hann fékk það frítt auðvitað.

Og 7 daga næturvakt framundan eða með öðrum orðum ekkert spennandi.


Breyttir tímar

Hér áður fyrr gat maður keypt sér syndaaflausnarbréf og maður var saklaus orðinn Í dag nefnist það kolefnisaflausn og allir eru glaðir með sitt..Smile

loks

tími á smá blogg. Mikið að gerast um helgina<svo engin tími fyrir bloggið.Laugardagurinn var að vísu með þeim rólegri. Var á þurru landi þann daginn og reyndar í gær líka. Bloggvinahittingur var á laugardagskvöldinu en þá hitti ég eina bloggvinkonu ásamt eiginmanni og dóttur.Komu í mat. Myndavélin gleymdist en gestabókin ekki. Mikið rætt um heima og geima. Seinna var<svo farið í heimsókn þar sem ein litil frænka beið. Það endaði þannig að ég var dregin um allt nágrennið í hverfinu í að skoða blóm.

Sunnudagurinn fór í Smárarlindartúr með frændum og í Húsdýragarðinn. Þá er helgin upptalin og vinnuvikan tekin við, og 7 daga næturvakt. Ekki spennandi. 

 


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband