Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Var að

glápa á imbakassann í gærkvöldi á nokkuð góða mynd um flugræningja sem rændi þotu og flaug til Moskvu.Með gamla Heston í flugstjórasætinu.En greinilega gerð í kalda stríðinu. Svo engin aðgangur að rússneskum tólum. Rússneskar þotur sem áttu að vera MIG-29 reyndust franskar Phanton, rússnesku hertrukkarnir voru greinilega framleiddir í Ford verksmiðjunum og Willisinn birtist óbreyttur nema að því leyti að lítil rauð stjarna var á hliðunum. Volvo og Jagúar áttu svo líklega að vera ríkisreknar Volgur Meira að segja vopn rússanna voru M-16 og önnur amerisk vopn. Greinilega Hollywood að verki  hehehe.

felumynd dagsins

Hvar er höfuðið af manni falið í baunahrúgunni?

felumynd


Betra er

að ráða góða menn en ráðamenn

Ein ný að

byrja hér sem sumarafleysing og gettið hver það er.Engin önnur en ítalska mærin sem lenti í kjallaradraugaganginum í síðasta hrekki. Búin að jafna sig en er samt mjög varkár held að hún treysti mér ekki alveg Skrítið.

Og systurnar tvær sem sagt frænkur mína hótuðu því við pabba sinn að fara ekki í bústaðarferð eftir 2 vikur nema þær fengu að sitja í mínum bíl Reyndar var búið að skipuleggja sætaröð en þær fengu það í gegn að því var breytt. Sú þriðja rær nú öllum árum að fá að komast með líka í mínum bíl. Er alveg hættur að skilja í þessum vinsældum.

 

 


minnsta kosti

17-18 gráðu hiti og ég að vinna.Synd.Ætti að setja í lög að gefa frí á heitum dögum Þeir eru svo fáir hér á landi. Reddaði þó smá útiveru með því að slá garðinn: c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_botninn_sleginn.gif Svo er ég að hugsa um að gerast góður og leyfa að ræna mig í kvöld eftir vinnu Er meira segja búinn að velja þjófinn.Það er ein bensindæla hér á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkraþjálfarinn breytti um stíl búinn að finna nýjar aðferðir í sínum vikulegu píndingum.Svo var það hrekkurinn sem klikkaði og klikkaði ekki Eiginkona eins vinar vildi hrekkja manninn sinn og ég og annar tókum að okkur tilræðið. Þau búa i blokk á 6 hæð svo við fiktuðum pínu í lyftunni með leyfi húsvarðar.Lyftan stillt þannig að´hún fór beina leið niðri kjallara sama á hvaða bjöllu væri ýtt á. Þar sem hann er smá svona draugahræddur komum við upp smá draugagangi. Nema það allt gekk i sögu í byrjun þar til hann átti að koma heim úr vinnu Kom nefnilega seinna en vanalega svo ung nýflutt ítölsk mær lendir í því að fá far niðrí kjallara og lendir semsagt í því sem hann átti að lenda í hefði hann bara komið heim á sínum vanalega tíma. Var samt furðufljót að jafna sig enda rómverji í báðar ættir. En eins og einhver sagði forðum Það tekst bara betur næst..

Hitti Portúgala

í dag sem heilsaði mér þó ég kannaðist ekkert við hann. En eftir smá upprifjunarspjall kom í ljós að hann var að vinna fyrir nokkrum árum á flutningaskipi sem meðal annars kom hér við til að taka ál í Straumsvík. Blandaður hópur vann á skipinu Egyptar Portúgalir,menn frá Marokkó og Indónesiu. Marokkóbúarnir höfðu sett út net til að athuga um einhverja veiði. Sama dag var félagsferð hjá okkur neðansjávarlífverum. Í lok köfunar myndaðist löng biðröð í að komast upp bryggjustigann á enda bryggjunar Bara einn i einu gat farið upp og þarsem ég var aftanlega í röðinni fór ég meðfram skipinu og dólaði þetta á 3-5 metrum Í sama mund voru Marokkóbúarnir að hífa upp netið Ég sá leik á borði kafaði í netið og upp. Eftir að netið var komið innfyrir borðstokk og pokinn opnaður skaust ég út og viðbrögðin hjá þeim marókkóbúunum var það að öskra í kör og hlaupa síðan um allt skip ákallandi Allah í allar áttir. Sá portugalski sagðist aldrei hafa gleymt þessari óvænta innliti. Allavega var ég fyrstur á þurrt tróð mér semsagt framfyrir.

Átti stutta

köfun rétt fyrir vinnuvakt í dag. Allt gekk eins og átti að gera nema það að félaginn fékk nánast óstöðvandi hiksta þarna niðri og ég átti alltaf erfitt að halda munnstykkinu uppí mér.Fékk kast í hvert skipti sem hr hiksti hikstaði. En báðir sluppu við drukknun. Allavega í þetta sinnið.

Síðast er ég vissi var hann enn að hiksta.LoL


blogg

á þjóðhátíðardegi. Ágætur dagur hér þó svo að ég væri að vinna. Skrapp með myndir til tveggja frænkna sem ekki gátu beðið eftir myndum úr afmæli gærdagsins sem fór vel fram Ekkert karókí bara spjall og fáeinar pósur fyrir framan myndavélina. Þær stöllurnar vildu endilega að ég færi með niðri bæ en eins og áður var sagt VINNA. Geri það bara næsta ár....að vinna ekki 17.

Næstum því vikutörn er framundan með löngum vöktum síðan tekur við næturvaktir í heila viku.En það styttist óðfluga í sumarfríið og krókódílanna. Þeir bíða örugglega spenntir í að fá að kjammsa á íslendingi hehehe.....

Svo svona af tilefni dagsins: GLEÐILEGAN ÞJÓÐHÁTÍÐARDAG...


Fór í köfun í gær

meira að segja 2. Ekki á Þingvöll í þetta sinnið. Hvalfjörðurinn var fyrir valinu í fyrra skiptið.Þrátt fyrir gott veður og sléttan sjó var skyggnið niðri lítið nánast ekkert kafað var á þrjóskunni.Fljótt týndi ég buddyinum þar að segja félaganum sem var kvenkyns í þetta sinnið. En fann hana aftur á vafasaman hátt eða þannig. Var nefnilega búinn að týna henni og var að fara meðfram kletti í engu skyggni þegar ég snerti eitthvað sem var á hreyfingu eitthvað stórt sem var ekki selur hann hefði bitið þetta sló.Þannig að munnstykkið fór út.Ég rykkti þá á móti og hélt þá á gleraugum Þá kom hægri fótar sundfit beint á trýnið,svaraði með hægri fótar sundfiti. Að lokum var bara eitt til ráða að fara upp Kom þá í ljós að þetta var félaginn. Í land var farið og haldið á nýjar slóðir Grundartangi rétt fyrir utan verksmiðjuna. Nóg af botnlífi og skyggnið gott.Myndir koma seinna....

Las í fréttum um tölvuvandamál geimfara Ætli þeir séu að notast við Microsoft hehehe?

Og í dag vakt til 1800 og skyldumæting í afmæli eftir það. Og þar til næst,eigið góða helgi öllsömul....


Þá er að blogga

þó svo ekkert merkilegt hefur skeð síðan síðast.Sjúkraþjálfarinn var búinn að stúdera greinilega miðaldirnar frá því síðast allavega komin með nýjar aðferðir í píndingarstarfsseminni. Frænkurnar allar þrjár sameinuðust um það að lokka mig með sér í húsdýragarðinn sem lauk með algjörri ísátsveislu og pulsuáti. Ein litil köfun var tekin,sótt sjávarfang á grillið. Og billinn fékk sitt bað og er þá allt upptalið sem skeð hefur siðan síðast.Hef bara verið góði strákurinn eins og ég er alltaf.......nema á sunnudögum milli 3-5........

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband