Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Þingvellir

með  augum  kafara                 með augum  annarraneðanvatnsyfirborðið

myndir úr Silfru

silfrasilfra 2Silfra 3

Fór á

Þingvöll í gær í góða veðrinu. Með einn á áttræðisaldri.Breta sem flaug Spitfire á unga aldri og fékk áhuga á köfun eftir að hafa verið skotin niður yfir Ermasundinu einn daginn.Byrjaði þó ekki í köfun fyrr en eftir stríð Löngu eftir stríð.Hafði heyrt um Silfru og langaði þangað niður svo barnabörn gáfu honum ferð hingað til lands. Hann var mjög ánægður með ferðina.Og maður fékk smá innsýn á líf orrustuflugmanns í seinna stríði í leiðinni. Líftími var talin 3 mánuðir,sumir voru skotnir niður í fyrstu ferð aðrir aldrei Þessi áttræði var skotin niður einu sinni Var að elta Dornier sprengjuvél og sá ekki vélina sem var til fylgdar sem laumaði sér afturfyrir og pumpaði hann niður. Er síðan búinn að kafa um allann heim.Auk þess að halda fyrirlestra um seinna stríð.

þingvallavatn


3 góðir

á miðvikudagsmorgni:

Brauðrist,gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimir elska.Brennir brauðið sjálfvirkt.

Notaðir bilar,því að fara annað og láta svíkja sig Komdu til okkar.

Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur.

 


Það

fyrsta sem manni dettur í hug í sambandi við :

USA: áður var það villta vestrið með öllum sínum ævintýrum,þrælastríðið,Kennedy John Wayne og Presley Í dag heimskasti forseti forever,yfirgangur frekja og mannréttindabrot.

Bretland: Áður riddarar miðalda,heimsveldið og litríkt kóngafólk Núna fylgisveinar Usa,

Ísland: Hluti af danska konungsveldinu sem kúgaði landann Í dag er landinn enn kúgaður en af olíufélögum og öðrum stórfyrirtækjum.

Færeyjar: Áður ekkert í dag ekkert


Stefnt á

4 daga frí eftir þessa vinnutörn sem endar kl 21:45 í kvöld. Náttúrulega liggur ekkert fyrir til að gera á frídögunum annað en það að ég ætla að vera alveg extraduglegur og taka bilinn i gegn en það tekur bara hluta af degi. 

Gærdagurinn eftir aukanæturvakt fór eiginlega í ekki neitt bara afslöppun heimavið og smá rúnt uppí breiðholt. Semsagt mjög rólegt hjá mér. Og í dag er það bara vinnan. Á morgun spurning? 


Mættur á auka

næturvakt á fríhelgi.Með dúndrandi hausverk síðan upp var komið á yfirborðið fyrr í dag Fórnaði mér fyrir frænkurnar sem lengi hafa langað í ígulker og kuðunga í safnið sitt og þar sem dagurinn var ekta fyrir busl var farið. Batteriið í köfunartölvunni kláraðist í miðjum kliðjum Hún gerir allt fyrir mann reiknar botntíma og lætur vita ef hratt er farið upp. Líklega hef ég farið aðeins yfir hraðamörkin því ég var komin með hausverk um leið og yfirborðinu var náð sem hefur aukist síðan Auk þess mætti halda að maður væri i sauna Allir gluggar í vinnunni opnir en samt lekur svitinn...En þær frænkurnar voru glaðar yfir feng dagsins og það er númer eitt....

Þessa stundina

hefur fækkað töluvert í liði geitunga.Þeir sem hætt sér hafa inn hafa allir með tölu týnt lífi á gróflegann hátt Einnig eitt stk hunangsfluga í yfirstærð sem kom askvaðandi inn eins og B-12 en var grandað. Geitungar fallnir eru 5 þessa stundina. Farin að halda að það sé bú hér í nágrenninu. Stefnir í stórstyrjöld.

 


Þar sem

föstu-flösku-dagur er í dag og komandi sólskinshelgi á næsta leiti og ég tek næturvakt á fríhelgi,auk þess kominn með þennan fína silfurkross endurheimtann af botni Atlanshafsins,þá ætla ég að óska vinum og vandamönnum og bloggvinum nær og fjær gleðilegrar helgar.

Að vísu er hundfúlt að vera í vinnunni í svona góðu veðri Ætti að setja í lög að þegar hitastig væri uppfyrir eitthvað vist stig þá ætti að gefa frí þann daginn eða þá hluta dags.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband