Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Búinn að

nota þá snilli að svissa á milli hársjampós og laxeroliu í stríðnispúkaskapnum sem gengur hér ljósum logum í vinnunni.En hvernig kæmi það út að svissa tonnataki og augndropum ? Nee held að það yrði aðeins of gróft, læt það vera,nenni ekki að flýja land.Allir hellar í Pakistan eru fráteknir.


Eins og

sést þá var skyggni grænt í dag.

köfun         kafari


Komin á

7 daga næturvakt.Maður verður orðin hæfilega ruglaður á sunnudaginn n.k. er þeim líkur Svo er eins dags frí,ein dagvakt og síðan vikufrí. Hvað gera skal þá vikuna er enn óráðið fyrir utan einn daginn,þá er skyldumæting í brúðkaup.Verð að mæta er svaramaður. Og verð í púkastuði.

Dagurinn fór í að busla pínu í stóru lauginni.Farið var í Garðinn.Af bryggjuendanum.Skyggni gott og dýralífið var fjölbreytt.Steinbítur ufsi og flatfiskar í meirihluta Tók upp stórt ígulker fyrir eina litla frænku sem er að koma sér upp safni af kuðungum skeljum og ígulkerum í mörgum litum og stærðum. Hún stefnir á að kafa þegar hún hefur aldur til.Harðákveðin í því. Komin með bakteríuna.

jibbíiii


mætti á

næturvakt eftir 4 daga frí. Fékk loks fréttir af síðustu hryðjuverkaárás í vinnunni sem tókst vel 100% árangur. Eins og sumir eflaust muna þá var sú snilldaraðgerð að skipta á hársjampói og laxerolíu. Það kom víst einhver úr sturtu bölvandi og ragnandi hótandi kjarnorkustyrjöld með nýja þykka reggí hárgreiðslu af nýjustu tísku.Hann er búinn að plana stóraðgerðir í hefndarskyni og yfirmaðurinn leggur ekki i að hafa okkur saman á vakt því þá yrði allt vitlaust í púkaskapnum á báða bóga. Þannig að vígbúnaðarpúkakapphlaup er hafið. Báðir bíða færis. Annars er bara allt gott að frétta.Að einhverjum óútskýrðum hlutum er vampírulagið fast í kollinum get bara ekki hætt að raula það.....

Tók helgarpásu

frá bloggi enda var mikið að ske. Þrjár grillátveislur á fjórum dögum + smá eurovisionátveisla.Engin megrun i gangi á þessum bæ. Hástökk helgarinnar var Serbía.Verð að viðurkenna að lítið var fylgst með kosningum Bara kosið og svo bara búið mál. Engin köfun var farin aldrei þessu vant en verð í fríi næstu helgi líka vegna einhvers ruglings í vaktarplaninu Svosem allt i lagi að fá 2 helgar í röð Þá verður kafað auk þess að ef veðrið verður svona eins og i dag þá verður örugglega farið í kaf í vikunni milli vakta en næturvaktir verða allsráðandi þessa vikuna eða þannig sko...Vonandi áttu allir góða helgi nema þá kannski framsóknarmenn....

Eirikur

hinn rauði tók þetta með prýði.En austantjaldsríkin í samráði átti salinn.Eina austantjaldalandið sem ekki komst áfram var Pólland. Greinilegt að austantjaldsmafían er með tögl og haldir og samráðsputtanna í þessu Skyldu þeir hafa farið á námskeið hjá íslenskum olíufélögum? En eins og einhver sagði forðum Það gengur bara betur næst.

Bæn.

Bjór minn vor

þú sem ert í flöskum

frelsist þinn tappi

tilkomi þín froða

freyði þinn humlur

svo í glasi sem í munni

svalaðu í dag mínum daglega þorsta

og skeyttu ei um vísaskuldir

svo og líka hjá þyrstnautum mínum

eigi leið því oss í Astró

heldur ei í Nasa

því að þitt er valdið

gleðin og stuðið

að eilífu

Carlsberg Thule Faxason


Svo er sagt

að maður myndi reka við stanslaust í 6 ár þá myndi myndast gas sem myndi jafngilda krafti atómsprengju. Sem sagt við vorum þá löngu búin að finna upp atómbombuna bara vissum bara ekki af því.c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_atombomb.jpg

Nýtt deittrix

Sittu nálægt henni eða honum. Farðu að raula nokia hringitóninn sem allir þekkja sem eiga nokia. Um leið skaltu leita af símanum til að svara. Taktu uppúr vasanum kókflösku (má vera annar drykkur) svaraðu en réttu svo honum eða henni flöskuna með þeim orðum að þetta sé til hennar/hans. Annaðhvort svínvirkar þetta eða þá að þú ert á hraðferð á næsta geðveikrahús.

Prófið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband