Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Farið í örstutta

neðansjávarferð á vinnutima enda kafað fyrir vinnuna.Sóttur var krabbi og skel fyrir grill sem stendur til að hafa eftir fundinn á morgun. Gott skyggni var allavega í byrjun,sléttur sjór og bara hin bestu skilyrði fyrir köfun. Kafaði með heilgrímu Það útskýrir kannski að hluta þetta með skyggnið.

Það nefnilega skeði undir lok köfunar.Skyggnið var ca 10-15 metrar en breyttist snögglega í ca 0m. Ég fékk nefnilega einn stórann. Risahnerra 8 á righter með öllu tilheyrandi.Ekkert vandamál með svona venjuleg köfunargleraugu stoppar bara og þrífur. Með heilgrímu er annað mál. Ekkert hægt að gera annað en að missa gott skyggni innanfrá og........lesendur geta fundið út restina......

   


Eftir

ca 7 klst hefst vikufrí.Helgin fer í brúðkaup og ferðalög á landsbyggðina.Virku dagarnir eru enn nokkuð óákveðnir fyrir utan einhvern fund á morgunn náttúrulega  vinnutengt.Annar fundur stuttur ekki tengdur vinnu er svo á fimmtudag.Og spænski rannsóknarrétturinn á föstudaginn Milli funda fyrir og eftir er tíma sem en er ekki búið að fylla uppí hugmyndir vanta algjörlega....

 


Næturvaktartímabili

senn að ljúka eða eftir ca 2 klukkustundir.Við tekur frí það sem eftir er dags svo ein dag-kvöldvakt síðan langt frí eða ein heil vika. Sem verður notuð í eitthvað skemmtilegt Í hvað kemur bara í ljós. Ekkert er ákveðið nema laugardagurinn en hann er frátekinn vegna brúðkaups. Og eins og þið sjáið tók ég til við smá breytingar á útliti,bara að prófa eitthvað nýtt Hvort þetta verður til frambúðar kemur bara í ljós.

Lifið heil þar til næst..og gleðilegan mánudag og nýja vinnuviku.


Heilir 87

dagar þar til að ég fer út til að gerast krókódílafæða í einhverjum frumskógi.Fyrir 10 árum hefði ég hlegið ef einhver hefði sagt að ég færi í slíka ferð. Ég hló líka þegar gömul kona sagði mér að ég ætti eftir að eyða tíma mínum á köldum óþekktum stöðum neðansjávar eitt sinn.Þá var köfun ekkert á stefnuskránni.Það var ekki til í mínum heimi en nú er ég búinn að læra það að segja aldrei aldrei. Aldrei ætlaði ég í köfun en það skeði Aldrei ætlaði ég að fara útí það að læra hernað en búinn að taka grunnþjálfun.Aldrei datt mér í hug framandi ferðir en er búinn að fara eina, er á leið í eina og fyrir liggur önnur ferð á næsta ári langt inn í frumskóga Nýju Gineu í 3 mánuði innan um fyrrverandi mannætur og jafnvel núverandi. Sami hópur fer þá ferð og fer í ágúst.Og leiðangurstjórinn er þegar búinn að gefa það í skyn að besti vinur þinn á Gíneu sé riffillinn hvað sem það þýðir. Spennandi. Aldrei ætlaði ég heldur að taka uppá því að blogga en það skeði.Svo aldrei að segja aldrei...

Eftir að

hafa verið dregin í Bónusinnkaup í hávaðaroki á Seltjarnarnesinu,alltaf gola þar var skroppið á Þingvöll. Í köfunarferð. Farið var í kattagjá þaðan í Peningjagjá undir hraunið óg áfram innundir Semsagt hellaköfun af bestu gerð.Verð að játa að ég var pínu nerfus enda aldrei farið þessa leið en Finnarnir sem ég var með voru og eru vanir hellakafarar. Upp komum við rétthjá ráðherrabúðstaðnum og gerðum fáeina túrista og annað göngufólk pínu skelkað er við uppúr þurru birtumst þar sem ekki var von kafara. Ætluðum undir bústaðinn að njósna um væntanlega Þingvallastjórn hehehe. Eftir ferðina var komið við í ísbúð og bragðað á shake og með því. Rólega tekið svo á því fram að vakt.

þingvallavatnhellaköfun


Það er fjör...

nýtt loftfar vorum að prófa nýtt loftfar...

Spurning

helgarinnar : Hvar er þessi foss og hvað heitir hann ?

foss


mynd dagsins

gróður tekin við Íslandsstrendur.

Búinn

að taka eftir því á þessum næturvöktum að stöð 2 er barasta hundleiðileg Höfum aðgang að henni i vinnunni og það eru alltaf sömu kvikmyndirnar sýndar aftur og aftur Svo fara þær á bíórásina í sömu endurtekninguna þar Þar sem ég er ekki með stöð 2 sjálfur veit ég ekkert hvað fólk er að borga fyrir þetta. Samt skítt. Gerfihnattastöðvarnar eru miklu betri mæli með þeim..

Svo er hér það sem upp var tekið í síðustu ferð Líkist grjóti en ekkert sambærilegt finnst í steinabókum ...

P5180001


Skrapp

eins og oft áður á botninn eftir næturvakt í morgun. Fórum í Flekkuvíkina,stað sem ég hef reyndar ekki komið í fáein ár. Fórum meðfram brekku niðrá 35 m og skyggnið var mjög gott þrátt fyrir að vera þó dálitið dimmt. Fjölbreytt dýralíf allt í kring steinbítur karfi igulker hellingur af skel og mikið af krabba. Á uppleið byrjaði að leka gallinn hjá buddyinum svo fyrir hverja 3 metra upp var einn niður eða þannig. En upp komst hann. En var álika djúpsigldur á yfirborðinu og gamall rússneskur díselkafbátur. Hirti upp ígulker og steina fyrir frænkuna en safnið hennar stækkar nú ört.Líka hirti ég upp eitthvað sem er hart sem steinn en lítur samt ekki út fyrir að vera þekkt tegund af steinum,grænt á lit, finnst ekkert sambærilegt í steinabókum.

Þrír dagar eftir öllufremur 3 næturvaktir þá loks frí og það langt frí 6 dagar...

krabbi.  steini frændi  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband