Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hryðjuverk

Eins gott að ég er í fríi næstu 4 daganna.Hugmynd af hrekk fæddist,reyndar átti ég kannski ekki alveg hugmyndina en sá leik á borði og ákvað að koma hlutunum í verk en því miður mun ég ekki sjá viðbrögðin því fórnarlambið sér um næturvaktirnar þessa daganna. Hann náði skoti á mig nú fæ ég að svara. Hann nefnilega fer í sturtu á hverri vakt.Ég gerðist svo góður að tæma sápubrúsann hans. Sem sagt ekkert hársjampó.Í staðin gæðavara sem nefnist á ylhýra LAXEROLIA.

Svo með öðrum orðum Hvað kostar farmiði til Suðurskautslandsins? Bara spyr.....

Hugmyndin kom frá einum bloggvini svo hehehe kemurðu með á suðurskautið  hehehehe?


Þjálfinn

notaði aðrar aðferðir en venjulega í morgun Búinn greinilega að stúdera spænska rannsóknarréttinn vel hehehe. Annars gekk þetta bara fljótt og vel fyrir sig i dag.Mætti síðan í vinnu og verð til 22 í kvöld eða 21:45 ef maður á að vera nákvæmur. Síðan er bara 4 daga frí,meira að segja helgarfrí.Svo nógur tími fyrir bón og þvott. Einhver mávurinn þurfti endilega að drita eðalvagninn út rétt eftir síðasta þvott.Ílla gert af honum,nú er bara að finna út hver hann var með nýjustu tækni DNA og skjóta hann svo....svo á morgun er aftur þvottur. Því ekki spáir hann náttúrulegri þvottastöð:rigningu.

Og loks eftir að hafa legið undir feld eins og einn forðum daga er ég búinn að ákveða hvað kjósa skal og verður það í þetta sinn X-....


Var spurður

í gær af einum mjög forvitnum hehe að því hvað væri það versta sem ég hefði lent í í köfun. Ég var alltaf að lenda í hinu og þessu sérstaklega í byrjun og það var bara fun eins og sagt er Kannski það versta var uppá yfirborðinu,á þurru eða þannig Í Vestmannaeyjaferð.

Vorum á útleið.Þegar afturendinn gaf merki um að þurfa að tæma.Svo ég fékk einn til að opna gallann, smeygði honum niður,og gerði klárt fyrir losun. Ekkert wc um borð svo það var bara borðstokkurinn svo afturendinn útfyrir.Á sama tíma og ég var búinn að koma mér fyrir tilbúinn að tæma kom hvalaskoðunarbátur og þurfti endilega að fara framhjá þeim megin sem ég berrassaður var að losa gróðurhúsaáburðinn. Smile


Það

er greinilegt að sumarið er komið hér á höfuðborgarsvæðinu.Og þrátt fyrir frí í vinnunni er ég löngu komin á fætur. Stefni á það takmark að bóna eðaldrekann í dag og koma grillinu í gagnið. Semsagt sumarverk.

Fór á smá pöbbarölt með gömlum félögum úr köfuninni sem reyndar eru hættir að svamla í stóru lauginni.Rifjaðar voru upp ferðir hér áður fyrr. Til dæmis ein úr félagsferð til Vestmannaeyja. Í einni ferðinni þar fyrir langalöngu þá lentum við nokkur í sterkum yfirborðsstraumi svo við fórum á flakk.Ég hafði breta sem köfunarfélaga kvenkyns. Gúmmibátur var sendur af stað til að ná í flökkukindurnar og var engin að eyða tíma i að klifra um borð heldur hangið utaná Svo ég náði gripi með annari hendinni en tosaði i bretann með hinni þannig að báturinn togaði mig ég togaði í þá bresku Rétt áður en við komum í hlutlausann sjó fann ég að ég var að missa takið svo ég sleppti þeirri bresku til að ég gæti hangið á bátnum Síðast sást til ferðar þeirrar bresku að hún stefndi hraðbyri í átt að Surtsey. Nei nei hún var sótt eftir að okkur var skilað um borð í köfunarbátanna.En hún var móðguð út í mig fyrir að hafa fórnað sér að það sem eftir var helgar talaði hún bara ekkert við mig.

Sko þessir Bretar.....


fór í

alien myndatöku og þetta var útkoman .....

Hvað gerir maður

í íslenskum skógi sem maður hefur villst í ?


fyrsta grill

sumarsins var í vinnunni í gær. Það var grillað á fullu gasi.Enda ekki vanaleg vakt heldur var það stóridómur. Semsagt við gátum skammað yfirmanninn fyrir eitthvað og öfugt hehe. Og ef við vildum breytingar þá var það tíminn að óska eftir þeim. Fyrir vakt eyddi ég tímanum í stóra reðurtákninu í Smáralindinni hehehe Séð úr lofti er það eins og .............

Í dag er maður í fríi fyrir utan það að mæta hjá spænska rannsóknarréttinum í ca klukkutíma og síðan að borga sekt sem ég nældi mér í,ekki frá þeim svartklæddu heldur frá þeim bláklæddu (stöðumælagúru).

Af púkahryðjuverkum er ekkert að frétta Hef verið góður síðan síðaast enda ekki komið nein skipun frá Binna Lada hehehehe....ef stefni fljótlega á eitthvað stórt.


Vinnan

er böl hinnar drekkandi stéttar

Enn

breytist ferðalagsskipulög. Búið er að lengja væntanlegan krókódílafrumskógarferð um viku.Desemberferðin fellur niður.Í staðinn ætlum við sami hópur eða þeir sem ekki verða etnir í ágúst að fara  ferð í marsmánuði á næsta ári langt inn í frumskóga Nýju Gineu og eyða 3 mánuðum á þeim slóðum.Ekki er um köfunarferð um að ræða heldur hreinræktuð frumskógarferð af bestu tegund og ég fæ að fljóta með sem myndatökumaður.

Hrekkur

gærdagsins var meiriháttar hryðjuverkaaðgerð.Einn félagi minn nýbúinn að kaupa nýjan fjölskyldubifreið en veikur fyrir bifhjólum ákvað að hrekkja konuna sína heldur betur og fékk mig í málið enda sérfræðingur i púkaskap. Reddaði bifhjóli.Földum fjölskyldubilinn.Svo þegar konan kom heim sá hún myndarlegt bifhjól standa við íbúðina en engan bil. Félaginn sagði svo að hann hefði ákveðið að skipta á bilnum og hjóli. Sú var allsekki sátt og var á augabragði alveg tilbúinn í grimmar hernaðaraðgerðir og senda kauða í hraðferð á gjörgæslu. En róaðist pínu þegar í ljós kom að billinn var á sínum stað og þetta var allt saman einn stór hrekkur.Hún sakar mig að vísu að hafa átt hugmyndina af þessu,mig sárasaklausan sem gerir engu mein ekki einu sinni silfurskottu.

Önnur saga af sama félaga..Á heimleið úr köfun einn sumardag ákvað hann að hringja í kellu og bjóða henni út. Hún dressaði sig upp.Og þegar í bæjinn var komið var hún sótt og haldið niðrí bæ Þar var farið beinustu leið á bæjarins bestu og keyptar SS-pylsur með öllu. Ein var í mjög hættulegu skapi það sem eftir var dags...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband