Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

kominn á

næturvakt eftir annasaman dag en samt skemmtilegann. Eftir  vaktina og allann draugalesturinn síðustu nótt fór ég til dr Mengele (sjúkraþjálfinn) þar sem hann notaði aðferðir spænska rannsóknarréttarins á mig tvöfalt og hafði gaman af...Síðan fór ég í heimahöfn í fataskipti og svoleiðis og fór síðan aftur á flakk með viðkomu niðri bæ nánar tiltekið á Hressó fékk mér tvöfaldan expressó svona smá eldflaugaeldsneyti. Þar hitti ég bloggvin öllufremur bloggvinkonu hana Kléopötru drottningu í raunheimum. Þaðan var svo haldið á annann fund sem stóð stutt. Og nú kominn á aðra næturvakt þá síðustu i þessu holli. Meiri draugalesning ? kannski.....

Svona leit maður

út á víkingaöld hinni fyrri.Spurningin er hvar er ég í hópnum hehehe.

mynd.....


Fór á

draugasíður svona til að hafa eitthvað að gera á næturvaktinni. Var að afla mér upplýsinga um þessa white lady sem hrellir Filippseyinga svona uppúr skónum. Virðist birtast út um allt en þó sérstaklega á þremur stöðum.Á einum þjóðvegi á leið úr höfuðborginni hrellir hún ökumenn birtist óvænt i aftursætinu ef þeir eru einir á ferð. Svo á skógivöxnu svæði hmm þá veit maður það. Og svo er það í höfuðborginni á einni götunni aðalega eftir sólsetur Engin vill labba þá götu einn. Samt virðist hún vera meinlaus og á það til að birtast tala við vegfarandann og hverfa síðan Í þó sumum tilfellum er hún í fantastuði...

Sagan segir að þetta sé ung stúlka sem var myrt af japönskum hermönnum í seinna stríði. Er í gamaldags hvítu dressi með sítt svart hár og fríð sýnum. Þeir sem rekast á hana vinsamlegast........

Held ég haldi mig samt sem áður nálægt króksa þegar á staðinn er komið.....


Ein góð

Fann hér eina gamla af mér 5 ára undir stýri.....

ég 5 ára  Tounge


Var spurður

um mitt fyrsta þá náttúrulega það allra fyrsta í púkaskap og ævintýramennsku..Reyndar er ég ekki alveg viss um það hvað var fyrst. Kannski þau fyrstu alvalegu sem ég man eftir var það að mér tókst eitt sinn að troða mér milli þils og veggjar í húsi sem verið var að byggja Vegginn sem var nýbúið að setja upp þurfti að brjóta að mestu aftur niður Þökk sé mér hihihihi. Og í sveitinni í den tók ég traktor rauðann Fergison traustataki og ók niður fáeina staura og endaði á vegg kartöflugeymslu Var 8-9 ára...Að vísu var ég byrjaður á léttum prakkaraskap löngu áður.

Vinnufélagar

voru alveg með mig er ég mætti á vaktina (næturvaktina) Þegar ég var nýbúinn að leggja skriðdrekanum( þessum 70 tonna) byrjaði titillag Indiana Jones að hljóma um allt svæðið. Ekki bara það fékk ekta indiana hatt og svipu að gjöf. Eða eins og yfirmaðurinn orðaði það Úr því maður er að fara í ekta frumskógarrúnt verður maður að vera í stíl.

Annars var dagurinn bara venjubundinn,sjúkraþjálfarinn var á nálum svo ég var ekkert að prakkast i honum Konan hans er alveg í því að fara að eiga. Svo ég var bara stilltur og prúður eins og ég er alltaf. (nema á sunnudögum milli þrjú og fimm) Nýr prentari og skanner keyptur hinn gafst upp...flúði land. Og nú er ég á næturvakt....


mættur á

bloggið. Búinn að fá dagsetningu á sundtímanum með hr krókódíl og vinum hans Líklega að öllu óbreyttu verður farið þann 18 ágúst. Mánaðarferð ínn á næstum ókannað svæði í regnskógi á Filippseyjum. Síðan þetta spurðist út þarna úti hafa innfæddir verið bæði með og á móti. Mest ber þó á því að varast hitt og þetta Ljóst er að krókódilarnir verða bara minnsta vandamálið Snákar og stingkvikindi  verða aðalvandamálið á daginn Leðurblökur á svæðinu verja okkur að mestu á næturnar,sama má segja með ofvöxnu köngulærnar. Svo er það nýjasta nýtt. Lika verðum við að passa okkur á að verða ekki á leið konu nokkurar sem nefnist White lady,einskonar vofa hvítklædd sem ekki er gott að lenda í.En þetta er þekkt um alla Asíu og asíubúar hræðast mjög. Þannig það lítur út fyrir að miðað við þetta þá er króksi bara gæludýr í samanburði.....Þá er bara að finna svipuna setja upp hattinn og raula titillagið úr Indiana Jones og henda sér í stíl Stewe Irwin á næsta krókódil og vona að engin stingskata sé á svæðinu...

nýjasta nýtt

Einn dottinn út.(sko ekki ég) Hætti við er hann frétti að næstu nágrannar okkar i frumskógarferðinni væntanlegu yrðu krókódilar snákar og fleiri skemmtileg kvikindi.Svo laus staða. Auglýst eftir persónu sem taka vill að sér að vera krókódílafæða og sem vill einnig taka að sér að vera bitin af snákum eðlum og fleiri kvikindum. Þarf að vera heilsuhraust.Grin vatnalíf

Alltaf gaman

að fá að heyra hvað maður tók sér fyrir hendur á yngri árum. Hitti eina eldri konu sem passaði mig i nokkur skipti og hún notaði tækifærið að rifja upp hinar og þessar sögur Ein var t.d þannig að ég var settur í pössun hjá henni ásamt öðrum krökkum á sama aldri ca 3-4 ára. Farið var í feluleik og ég fann einn góðann.Þvottavélin varð fyrir valinu þar sofnaði ég og svaf vært. Á meðan var barnapían foreldrar auk foreldrar hinna barnanna og löggan að leita af mér um allt nágrennið Ég vaknaði siðan á mínum tíma og gaf mig fram grunlaus um allt það sem svefninn leiddi af sér

Annað skiptið hafði ég fundið girni með þríkrók á endanum öngull sem er þrískiptur,tróð þessu uppí mig,barnfóstran sá girnið og kippti í. Það má segja að ég beit á......

Þá afrekaði ég það að troða mér inn í heyblásara og festast svo rækilega að það þurfti að logsjóða blásarann í sundur part af parti til að ná mér út.


Siðasti timi

hjá tönnsu.Nú má króksarnir fara að vara sig.Það verður sko samkeppni í frumskóginum um hver bitur best og mest og ég ætla að taka þátt í.Verð að gera það annars fær maður samkeppnisráð á eftir sér sakaður um samráð eða eitthvað....Ætlaði að taka smá æfingabit svona í lok þess að tannsa er búinn með sitt en hún vék sér undan öllu biti enda vön orðin.Búinn að þjálfa hana vel.Reyndar fékk ég óstöðvandi hláturkast i stólnum Hún fékk nefnilega hrerra sem mældist 5 á ricther og hún rúllaði af stólnum sem hún sat á svo ég sprakk.Reyndar er ég enn hlæjandi og ekki búinn enn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband