Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Frumskógarferð

verður að öllum líkindum flýtt eftir nýjustu fréttum. Í stað þess að fara átti í desember á þessu ári bendir nú allt til þess að farið verður í ágúst. Allur búnaður er þegar komin á áfangastað aðeins vantar liðið á staðinn til að byrja á verkefninu Allavega er staðan i dag svona...

frumskógur


Mættur á svæðið

eftir hörkuhelgi.. Laugardagurinn og reyndar helgin átti að vera fríhelgi en það breyttist pínu.Laugardagurinn fór í aukavinnu sem þýddi það að ég þurfti að redda mér mörgæsagalla með slaufu hið snarasta Svo átti þetta að vera 3tíma aukavinna sem breyttist i 6 tíma. Sunnudagurinn fór í afmælisboð og köfun.Þegar liðið tók fram karokee læddumst við 2 út og flúðum niðrá hafsbotn burt frá öllu söngli. Svo fyrir utan allt þetta var tölvan í smá uppreisnarhug og neitaði alfarið að hleypa mér á netið en búið er núna að berja niður allann uppreisnarandann úr henni...

Var á björgunarkafara

námskeiði i Rauða hafinu og boðið var óvænt uppá kafbátaæfingu en þar voru Frakkar á ferð. Okkur var troðið um borð haldið úr höfn og niðrá 25 metra dýpi Þar fór fyrst fram eldvarnaræfing sem við reyndar tókum ekki þátt í heldur frekar þvöldums fyrir. Þar næst var æfing i að yfirgefa bát neðansjávar en í því tókum við þátt í Farið var i klefa öllu lokað og innsiglað og sjó síðan hleypt inn Lúgunni svo opnað og einn i einu skotið út....Eitthvað misskildi ég boðin enda fór allt fram á frönsku sem ég náttúrulega kann ekki bofs i þannig að þegar upp var komið heyrði ég annskotans ekki neitt nema són..bátur var ofansjávar að hirða liðið upp og voru þeir lengi búnir að kalla en ekkert heyrði ég Við skoðun í landi kom i ljós að báðar hljóðhimnur voru sprungnar og í nokkrar vikur þýddi ekkert að tala við mig því ekkert heyrði ég .......segi svo bara góða helgi ha......

Ferð með F-14

var aftur á móti meiriháttar þrátt fyrir að maginn gerði uppreisn 2var. Annars átti ég ekki ferðina annar sem átti hana hætti við og eftirlét mér hana. Svo upp var farið og byrjað rólega Eða þar til flugmaðurinn setti afturbrennarana á Þá byrjaði fjörið Fyrst var rokið beint upp síðan niður með veltum.Þá kom önnur þota og farið var í kött og mús Við vorum músin sem átti að komast undan kisu með tilheyrandi veltum dýfum og látum Þar á því stigi fyllti ég tvo ælupoka. Og hætti að fylgjast með hvað væri að ske....Eftir lendingu var stiganum rennt upp að flugmaðurinn gekk niður landganginn eins og ekkert væri ég aftur á móti fékk hjálp fæturnir neituðu alfarið að ganga á jörðu niðri eftir allann veltinginn og lætin á superofsahraða....

f-14


Að kyssa

vísund er ekki það alveg sniðugasta sem maður hefur gert um ævina..ok það var gaman á meðan en hvað gerir maður ekki eftir eina vískiflösku,staddur á verndasvæðum svartfóta og allir eru að mana hverja aðra í allskonar hluti. Þetta kom uppá borð ég sló til fundum vísundi á beit og þar með var ekki aftur snúið Ég trítlaði að einum sem stóð bara og horfði hissa örugglega á klikkaðan íslendinginn sem vogaði sér að trufla matartímann Svo þegar færi gafst fékk hann rembiskoss beint á trýnið. Og ég var sloppinn. Seinna sama dag varð mér eiginlega ljóst hversu klikkað þetta var því einhver ætlaði að leika sama leikinn en sá leikur endaði með því að vísundurinn tók kauða og buffaði hann algjörlega í hakkað buff auk þess að billinn hans Landrover leit út eins og eftir lestarslys..Þannig ég mæli ekki með þessari aðferð til að fá adrinalinskikk.visundur

Það sem

maður er búinn að prófa um ævina:

1. Náttúrulega köfun sem ég stunda enn af krafti..

2. Fallhlifastökk sem var meiriháttar..

3. Svifdrekaflug gekk vel i fyrstu en endaði með krassi uppá fjallshlíð

4. Flug með F-14 þægileg ferð þar til afturbrennararnir voru settir á og veltur og dýfur fylgdu í kjölfarið.Væri samt tilbúinn að prófa aðra ferð.

5. Skotið út úr kafbát á 25metra dýpi Meiriháttar nema það að báðar hljóðhimnur fóru og ég heyrði ekkert nema són í 2 vikur...

6. Flug af hraðskreiðri hringekju á ferð Veðmál..

7. Kyssa ameriskan vísund beint á trýnið ..annað veðmál sem ekki verður endurtekið

8 ródeó. Gekk hörmulega átti að sitja hestinn i 12 sek.besta útkoman hjá mér eftir 3 umferðir 1,13 sek.Afturendinn var lengi að jafna sig....

Það sem stefnt er að prófa:

1. teygjustökk.

2. köfun með krókódílum ..verður gert i desember.

3. ródeó aftur þetta skiptið á nautum Verður stefn að næst þegar farið verður til Kanada kannski á næsta ári.

4. Ferð með listflugvél

5. Kóprukoss...kannski i desember.....


« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband