Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Reynsla

af hákörlum....Hef kafað 7 sinnum innan um hákarla....og aldrei verið bitin so far.Farið í eina búraköfun svokallaða enda var verið að heilsa uppá hvítháf sem gerði lítið annað en að svamla umhverfis búrið....Gerðist svo kræfur að klappa white tips shark sem geta verið styggir og glefsað en slapp með skrekkinn En það skemmtilegasta var hákarlagjöf Farið niður með fisk og annað ætilegt sett á prjóna og síðan hákarlarnir mataðir sem verða æstir og þjóta allt i kringum mann og á mann úr öllum áttum það er kikk....

Einu vandræði sem ég hef lent í erlendis i sambandi við skepnur undirdjúpanna er ein múrena sem reyndi bragðlaukanna á gallanum mínum sem ég átti einu sinni Gallinn var ónýtur eftir meðferðina og svo kolkrabbi sem gerðist nærgöngull eða var það kannski öfugt........spurning..pic-shark-guad2big.jpg


Þegar ekkert

skyggni er í köfun þannig að þú verður að þreifa fyrir þér á botninum þá veistu hvað þetta er :

1. Ef þú ert klipin þá er það 99% krabbi á ferð

2. Ef þú ert stungin hefurðu lent á ígulkeri.

3. Lamin lauslega :fiskur sem bregðurog lemur sporðinum í þig.

4. Bitin fast, steinbítur á ferð..eða selur

5. Bitin svo útlimur hverfur...oboy hákarl á ferð....eða háhyrningur sem heldur að þú sért selur

6. Laminn til baka fast......annar kafari ekki par hrifin á þuklinu í þér

7. Laminn til baka alveg extra fast ...þú hefur lent á kvenkynskafara í drápshug.......


Vestmannaeyjaferð

Það er venja að kafa við Vestmannaeyjar einu sinni á ári fast hjá okkur köfurum þá er ég að meina félagsferð stóra. Þá leggjum eyjarnar algjörlega undir okkur...Það var eitt sinn fyrir langa löngu þegar ég var að stíga fyrstu spor mín í undirdjúpunum að farin var ferð. Allir voru komnir í gallanna búnaður i bátanna og allt tilbúið...Smá veltingur útifyrir Ég og annar fórum að háma i okkur harðfisk eitt sem stelpa frá frakklandi þoldi ekki að sjá í öllum veltingnum svo hún tók uppá því að æfa magavöðvanna af krafti með tilheyrandi hljóði.....Þá var það að ég þurfti að losa skutrennunna snögglega lét einn opna gallann fór að bátssíðunni og skellti afturendanum útfyrir til að losa...Á sama augnabliki þurfti hvalaskoðunarbátur að fara framúr sömu megin fullur af túristum...Og loftið fylltist af flauti og myndavélakliði......Um kvöldið þegarskroppið var á pöbbinn voru þar fyrir hópur norsara sem þökkuðu mér fyrir gott myndefni.......


köfun

Tók að með smá verkefni ásamt öðrum við að kafa eftir igulkerum fyrir japansmarkað Sem vildu fá þau handtínd...Svo á hverjum degi var brunað í Hvalfjörðinn í tínnslu í hvaða veðri sem var..og ekki stoppað fyrr en ein kerra var orðin full....Eitt sinn var rok og mikil undiralda og skyggni ekkert Samt farið niður Allt gekk vel þrátt fyrir að við misstum sjónar á hvor öðrum nánast strax og niður var komið. Svo var það að eftir velting og læti í undiröldunni og engu skyggni fór maginn í uppreisn og morgunmaturinn fór sína leið en samt haldið áfram Brátt fór skutrennan að gefa merki um tæmingu. En litið hægt að gera íþví annað en að tæma í undirgallann enda ytri gallinn með rennilás að aftan Þó svo ég hefðist komist á þurrt var engin þar til að opna gallann svo.......

Ef þetta er ekki þrjóska þá veit ég ekki hvað........ 


Komin

mið vika og pínu meira Helgin stefnir hraðbyri undir þöndum seglum að okkur...Búinn að hafa það gott í fríinu og stefni á helgarfrí...Bara einn vinnudagur þessa vikuna og það er á morgun löng vakt 10-22...partur af því reyndar undir höndum sjúkraþjálfarans...styttir daginn. Ætlaði að blogga eitthvað sniðugt en fann ekkert til að blogga um Get svo sem bloggað helling en vandinn er sá hvað á að velja.....Einhverjar hugmyndir?......

vikingur svona leit maður út á tímum víkinga hahahahaha......


Og

þetta lætur fólk bjóða sér uppá hvað eftir annað.....
mbl.is 130% hærri álagning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband