Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Listin yfir

það sem forðast þarf í væntanlegum leiðangri...

Móskitóbit sem fyrir mig er ekkert vandamál þær vilja mig ekki ..bit frá einhverri stórri svartri flugu sem bítur til að verpa,slæm skepna,vespur á stærð við fingur geta stungið ef verða æstar upp ekkert vandamál því ég mun ekki æsa þær upp aldrei....sporðdrekar og köngulær Tarantúlan er bara leikfang miðað við litlu frænkurnar...eðlur sem í 99% meinlausar en geta bitið og bitið er slæmt. Kóbran er á svæðinu en er meinlaus í 80% tilvika bæði bíta og spýta...Bavianar oftast nær meinlausir en geta gert árásir eins með villigeltina....og í væntanlegum köfunarstað er það litlir hópar ránfiska sem skal varast á allann hátt,vatnasnáka skal forðast og svo er það króksi sem er meinlaus neðansjávar öllufremur neðanvatns getur verið skeinuhættur á þurru en er verstur á yfirborði vatns Það þýðir að mesta hættan er af fara frá borði útí og á þurrt....

Leðurblökur eru á svæðinu en eru bandamenn halda skordýrum frá á kvöldin á um nætur Litlir sætir apakettir sem vilja leika og stela ef sá hangur er á þeim og fikta i öllu Páfagaukar eru þarna í tonnatali og innfæddir sem næstir eru,eru af ættbálki sem litið er vitað um Komu i ljós 1943 þegar herflokkur Ástrala hittu þá fyrst...svo spennandi tímar...


Mættur á næturvakt

eftir klikkaðan dag. Fyrst var það sjúkró. Sem aldrei þessu vant fór mjúkum höndum með mig...búinn að fyrirgefa wc ferðina hehehe..Þá var það starfsmannafundur þar sem ég slökkti fljótlega á öllum viðtækjum missti samt ekki af neina enda bara endurtekning aftur og aftur...Þá var mæting á hótel Sögu þar sem ég hitti stjórnanda leiðangursins sem farin verður í desember Fékk frekari upplýsingar um ferðina og skrifað undir tryggingar og launamál Semsagt samningur undirritaður svo hafa þeir fullt leyfi til að henda manni fyrir krókódilanna sem eru barasta bestu skinninn á svæðinu miðað við listann sem maður fékk um hvað á að varast og hvað ekki....og nú er það næturvakt og tannsa bíður með sitt í fyrramálið heheheh

Spennandi tímar

framundan, lækkun matarskatts,skattaskýslan,hækkun trygginga ,hlýnun jarðar, meiri mengun,hækkun sjávar,óbreytt bensinverð nema það hækki og svo framvegis.......

var að

setja fáeinar nýjar myndir inn ...njótið vel..

nýjasti

nokiasíminn á markaðinum :  síminn

Ný vinnuvika

hafin. Vonandi eru allir og allar búnir og búnar að jafna sig eftir helgina Átti frí þessa helgi sem reyndist samt sem áður annasöm Laugardagurinn fór i að hitta gamla ferðafélaga sem saman fórum til Sovét. Gaman að rifja upp ferðina....allir mundu eftir mínum ævintýrum þar hmhmmhm......Gærdagurinn fór i 3 afmæli sem er stórklikkun á einum degi. Og dagurinn í dag mun fara í þjálfann kvalarann sem verður i essinu sínu starfsmannafund og síðan nætuvakt....Þá vitið þið það..

var að koma

úr endurfundum gamalla ferðafélaga sem fórum saman til USSR 1986...Allir nefndu einn afburð úr ferðinni sem stóð uppúr Náttúrulega kom ég þar nærri...Fór i göngutúr á heimaslóðum Stalins með svisslendingi.Á kaffihúsi einu hittum við fyrir fulltrúa rauða hersins sem allir vildu skála í dry vodka Við urðum kenndir mjög og ákváðum að fara til baka á hótelið sem var við aðalgötuna Þrátt fyrir það fundum við það ekki og eftir þramm framog til baka löbbuðum við inná litla löggustöð þar sem við gátum gert okkur skiljanlega að á þetta hótel vildum við komast Kallað var á bil sem fljótt kom við um borð og billinn tók u-beygju Hótelið var beint á móti og inn þrömmuðum við í fylgd rússnesku lögreglunnar......Svona er að vera bogamaður

þá er

helgin að renna upp sitt skeið og vaktin að vera næstum búin eða þannig..þá kemst maður út í rigninguna...eða er ekki annars rigning úti?.Búinn að vera innilokaður i allann dag nema þann hluta morguns sem ég skrapp til þjálfarans sem lýsti því yfir að hann hefði gaman að kvelja mig...veit ekki að hverju hann talaði um einhverja hefnd en ég er alveg saklaus...Honum var bara nær að fara á wc með mig nærri sér hehehe púkinn í mér (hinn persónuleikinn) lokaði hann inni á wc og slökkti ljósið og það urðu smá læti þarna inni...en það var hinn persónuleikinn ekki ég heheheh....Svo það rikir heilagt strið hann kvelur ég hrekki Eins gott að Bússi frétti ekki af þessu hann gæti blandað sér í þetta....En semsagt helgin er að koma og fríið og það sem ég ætlaði bara að segja i upphafi var það :   GÓÐA HELGI ÖLL SAMAN........

 


Skítt þegar

fólk lætur plata sig svona....en svona innan sviga Það er betra að beina þessu fé til mín hehehehe sleppið við erlendar millifærslur......reiknisnúmerið er..............Bandit
mbl.is Töpuðu tugum milljóna til svindlara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég nefndi

í síðustu færslu um samskipti við kolla frænda....var að kafa i kyrrahafinu sem er nú ekkert eins kyrrt og af er látið.....Nánar tiltekið í Puerto Galeria á Mindano Filippseyjum. Þetta var seinni köfun dagsins,og í lok köfunar. Vorum að kafa við klettabelti og nuddaðist pínu pons utan í stein sem snögglega lifnaði við og var það kolli frændi litill tittur sem betur fer fyrir mig sem vafði sig utan um aðra hendina og rest af fálmurum voru í köfunargleraugunum og munnstykkinu eða reyndar út um allt..Eftir fyrsta sjokk var það bara gaman að ná snertikynnum við kolkrabba Síðan eftir smá kitl og nudd fórum við sitthvora leið ég upp hann niður á við hulin blekslóða......

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband