Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Kafað í kulda og trekk

Hljómar sem ágætur titill á bók.En morgunköfunin var nefnilega þannig.Kalt og vindasamt.Ætlaði ekki að fara en eftir yfirþrýsting vinar sem ekki gat beðið með að prófa nýja gallann sinn var látið undan í eina stutta. Svo var það ein frænkan sem búin var að ákveða það að passa ekki litla bróður sinn,ætlaði í staðinn að lauma sér í ferð í Just4kids en misreiknaði sig aðeins á dagatalinu því ferð þangað stendur til á mánudaginn Svo það klikkaði. Skrapp aðeins í Smárann í allann fólksfjöldann þar og greinilegt að jólainnkaup eru byrjuð snemma.Slapp þó aldrei þessu vant við alla bílatraffikina.

15,11,2007.

Fór í neðansjávarferð uppí Hvalfjörð aftur.Á sama stað og síðast.Í frekar lélegu skyggni var farið niður á leirbotn sem fljótt þyrlaðist upp svo á endanum varð skyggni 0. En það var ekkert að aftra okkur og dunduðum við okkur þarna niðri i ca klukkutíma.Annar gaffall  fannst merktur hinum konunglega breska sjóher.Maður getur með þessu áframhaldi farið brátt að nota gömul hnífapör ættuð frá stríðsárunum við borðhaldið. Og drukkið gamlan bjór með sem geymst hefur við bestu aðstæður frá sama tíma. Á reyndar eina óopnaða Carlsberg með framleiðslumerki frá 1941 og Carlsbergmerkinu sem hefur þá viðbót að hakakrossinn er líka á miðanum Fannst í Veiðileysufirði fyrir vestan á 20 m dýpi Kannski einhver kafbátsliði hafi misst hana útbyrðis eða jafnvel einhver af einhverju stóru orrustuskipunum. Hver veit. Kaffihúsaferð eftir vel heppnaða ferð þrátt fyrir ekkert skyggni. Uppáhaldsútvarpsstöðin í bilnum datt  allt í einu út þrátt fyrir að vera í minni og einhver trúarstöð kom inn í staðin sem ætlaði aldrei að fara út þrátt fyrir stillingar en hafðist á endanum.Enskumælandi stöð.Skeði eftir köfun á heimleið. Vinkona köfunarfélagans sem öll er i kafi í spúkithings svo maður notar smá enskuslettu kom með þá hugmynd að þetta hefði verið einhverjum bretanum að kenna sem hefði verið á nesinu á sínum tíma en trúlega hefur bara verið um tæknileg mistök að ræða. Eftir smá lúr var mætt á næturvaktina.

Dagurinn í dag fór í margt.

Starfsmannafund til að byrja með af beinu framhaldi á næturvakt. Þá var pössun sem átti að vera í klukkutima en teygðist örlitið á.Farið í spurningaleik,í stíl við ertu skarpari en.....og ég verð að viðurkenna að í sumum spurningum stóð ég á gati í sambandi við svör. Skellti mér í örstutta köfun svona til að vígja nýju loftslönguna eða þannig. Farið var í Hvalfjörðinn að þessu sinni. Í Hvítanesið og farið hinum megin tangans,ekki þar sem venjulega er kafað heldur við litlu steinbryggjuna hinum megin. Fundum helling af tómum viski- og bjórflöskum.Greinilegt er að breski sjóherinn hefur drukkið stíft á sínum tíma. Hellingur af ljósakúlum og skotfærum var einnig á fundalistanum og einn gaffall sem nú er komin á þurrt og fer í safnið. Ætlaði að vera duglegur og dusta pínu af bílnum en gerðist latur og gerði ekki neitt Lét bara náttúruna að sjá um þvottinnn i staðinn. Mætti svo á næturvakt enn eina ferðina og þá er bara ein eftir.

Loksins búið

að ganga frá kaupsamningi og afhendingardagur komin næstum á hreint. Að vísu er fastur dagur á samningnum en þar sem seljandi fer út um áramótin breytast dagsetningar örlitið og verður fyrr.Sem þýðir að ég þarf að afhenda mína pínu fyrr.Sem er í góðu lagi.Engin lán svo ekki lendi ég í neinum hækkunum. Ný slanga komin á köfunarbúnaðinn og stefnt á botnferð föstudag sem er stuttur frídagur eða þannig. Frænka með heimaverkefni kallaði á aðstoð og var svo að reyna að stíla á að ég gerði svo verkefnið en ég var skarpari en skólakrakki og lét hana gera 99%.....ok 80% af verkefninu. Fékk svo nýjan gemsa í afmælisgjöf. En málið er að ég á ekkert afmæli,ekki fyrr en í desember en þetta var svona fyrirfram afmælisgjöf. Svo nú hef ég tvo. Svo stendur til að mæta á starfsmannafund i fyrramálið strax á eftir næturvakt.

Skellti mér á botn

Norður Atlantshafsins eins og oft áður. Tíðindarlaust þar til á ca 15m dýpi,en þá heyrðist allt í einu hvisshljóð í loftkerfinu Sem þýðir venjulega vandræði.Enda fáum sekúndum seinna kom hvellur og loftslangan í tætlur. Lítið annað að gera en að koma sér uppá yfirborðið.Reif af mér heilgrímuna og fékk síðan loft frá köfunarfélaganum sem var eiginlega í meiri sjokki yfir þessu en ég enda gamall í hettunni og með meiri reynslu í vandræðahlutum. Þar sem farið var eftir reglum um hraða fór ég ekkert í klefann. Búinn að skipta um slöngu og tilbúinn í næstu. Fasteignasalan hafði loks samband Kl 10:00 í fyrramálið á loks að skrifa undir kaupsamninginn. Tími til kominn.Fer beint af nætuvakt.Og verð á næturvöktum næstu 4 daganna.

Ætla að

byrja á því að svara spurningunum sem ég fékk í síðustu færslu.Málverkið er eftir Hjörleif og klæðaburður minn er vegna þess að ég var að leika í skólaleikriti sem konungur.

Gærdagurinn fór í smábusl í gjánni Silfru áður en það var farin verslunarleiðangur í Elkó Rúmfatalagerinn og Hagkaup Mestur tíminn fór þó í að vera fastur í traffik.Heimsókn farin til tveggja frænkna sem notuðu tækifærið og buðu í mat eftir að hafa lofað öllu fögru um að vera hlýðnar og góðar  það sem eftir væri árs Pabbinn tók því nú léttilega enda kom á daginn að seinna um kvöldið var búið að brjóta alla samninga. Farið í háttinn um kl 0300 e.m vaknað 0800 og lúrað til hádegis. 


Fríhelgi framundan

eða það hélt ég þar til ein litil frænka plantaði sér við símann og lét í sér heyra.Búinn að skipulegga morgundaginn Fara í verslunarleiðangur að skoða og kaupa,undirbúningur fyrir komandi jól.Reyndar var mamman búin að planleggja dagsskrá en litli bróðir veiktist svo hún datt út en frænkan var ekki á þeim buxunum að hætta neitt við og athugaði málið reiknaði út að þetta væri fríhelgi og málinu reddað. Að vísu ætla ég samt að henda mér framaf í Silfrugjá. Hún er alveg sátt að fá eitt stk ökuferð út á land fyrir Kringlu-Smáraferð.Kellan ætlar meir að segja að skella sér með sko ekki oní gjána en með í ökuferð. Og dýra verslunarferð. Þar sem þetta stendur fyrir kemur hér ein auka létt spurning.Hvaða gaukur er þetta.??

kóngur  Góða helgi


ein myndagáta

af tilefni þess að ég er á stuttri vakt i dag og það er föstudagur eða flöskudagur fyrir suma,auk þess að stutt er í helgina Þessi er létt: Hver var þessi:

photo


Hvernig er það

á ekki að vera með handfrjálsann búnað ??

business_man


Vaknaður um

kl 0600 þrátt fyrir frídag. Kannski vegna þess að ég sofnaði snemma í gær samkvæmt mínum mælikvarða eða uppúr miðnætti eða þannig.Enda var ekkert varið á neinni sjónvarpsstöð sem hefði haldið mér vakandi lengur. Ekkert liggur fyrir annað en það að sá sem keypti af mér íbúðina ætlar loks að koma að skoða enda kominn til landsins.Og seljandinn að þeirri sem ég er að kaupa fer bráðlega út svo hann hafði samband til að athuga hvort ég væri til i  að flýta ferlinu. Annars er það í höndum fasteignasölunar að ákveða kaupsamningsundirritun.

Og dagspurningingin er að þessu sinni Hver var þessi gaukur:

Mr B


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband