Leita í fréttum mbl.is

Dagurinn í dag fór í margt.

Starfsmannafund til að byrja með af beinu framhaldi á næturvakt. Þá var pössun sem átti að vera í klukkutima en teygðist örlitið á.Farið í spurningaleik,í stíl við ertu skarpari en.....og ég verð að viðurkenna að í sumum spurningum stóð ég á gati í sambandi við svör. Skellti mér í örstutta köfun svona til að vígja nýju loftslönguna eða þannig. Farið var í Hvalfjörðinn að þessu sinni. Í Hvítanesið og farið hinum megin tangans,ekki þar sem venjulega er kafað heldur við litlu steinbryggjuna hinum megin. Fundum helling af tómum viski- og bjórflöskum.Greinilegt er að breski sjóherinn hefur drukkið stíft á sínum tíma. Hellingur af ljósakúlum og skotfærum var einnig á fundalistanum og einn gaffall sem nú er komin á þurrt og fer í safnið. Ætlaði að vera duglegur og dusta pínu af bílnum en gerðist latur og gerði ekki neitt Lét bara náttúruna að sjá um þvottinnn i staðinn. Mætti svo á næturvakt enn eina ferðina og þá er bara ein eftir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

maður verður stundum nerfus i kafi en það er sjaldan Og krókódila er ég ekki hræddur við Kynntist þessari skepnu mjög vel í sumar og fékk reyndar allt annað álit á henni i kjölfarið og króksi er bara eitt af þeim skemmtilegu skepnum sem ég hef kynnst Er þó ansi varasamur ef ekki er rétt farið að.

Ólafur fannberg, 15.11.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Hef aldrei upplifað það að kafa. Fór í fyrra í kafbát á Kanarí, það var algjört æði, frábært að sjá lífríkið í sjónum og taka myndir, að vísu ekki jafn flottar í þínar. En það hlýtur samt að vera pínu kalt að kafa hér við Ísland Kveðja Ingunn 

Ingunn Jóna Gísladóttir, 15.11.2007 kl. 00:40

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Leiðinlegt að flöskurnar voru tómarHefur þú aldrei fundið fullar

Já og til hamingju með íbúðakaupin

Solla Guðjóns, 15.11.2007 kl. 03:58

4 Smámynd: Ólafur fannberg

einstaka sinnum kemur óopnuð í ljós og hvalir eru meinlausir og það er yfirleitt ekki kalt.

Ólafur fannberg, 15.11.2007 kl. 05:13

5 Smámynd: Laugheiður Gunnarsdóttir

ertu skarpari en skólakrakki

Laugheiður Gunnarsdóttir, 15.11.2007 kl. 09:52

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 15.11.2007 kl. 10:17

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Við Pálmi vorum oft að skoða í Hvítárnesi. Einu sinni var búið að grafa skurð þar og þá kom fullt af gömlum gjórflöskum upp. Þær voru allar hirtar. Við erum með tvær. Tómar voru þær haha

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.11.2007 kl. 11:50

8 Smámynd: Íris

Kvitterí kvitt :)

Íris, 15.11.2007 kl. 13:25

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Knús á þig krútt

Hrönn Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 20:52

10 Smámynd: Sigurður Jóhann Haraldsson

Nú er Hvítanesið ekki lengur læst?  Búinn að fara þangað nokkrum sinnum og það er alltaf læst.

Sigurður Jóhann Haraldsson, 17.11.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband