Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Næturköfun

var farin í gærkveldi dálitið seint og gekk allt vel í þetta sinnið Öll ljós virkuðu en aftur á móti litið að sjá enda myrkur og frekar dræmt skyggni. Er búinn að sjá allavega eitt gott við þetta risavasaljós sem búið er að planta útí Viðey.Það er ágæt viðmiðun til að hafa til að rata i land eftir nætuköfunarbrölt.

ljós


Gengið frá

sölu á minni í gær.Skrifað undir kaupsamning svö mín er semsagt seld.Ætlaði að gera tilboð í eina en þá tók eigandinn hana tímabundið af sölu vegna þess að einhver vandræði voru í sambandi við greiðslumat hjá honum Ætlaði þá að gera tilboð i aðra en sama sagan þar. Svipuð vandræði þar. Þá er annaðhvort að bíða eftir þeirri fyrri og gera tilboð þegar hún verður aftur sett á sölu eða bara leita meira.

Bestu kveðjur þar til næst.. 


svo er hérna

fluga dagsins:   fluga

Bzzzzzz....

bzzzzAlien

Ég lýsti

í gær áliti vinar í sambandi við hvort köfun væri hættuleg í gær og ástæðunni Þar spurði einn bloggvinur hvort ég hefði lent í því sama Svarið er að eftir að ég byrjaði köfun þá kann ég ekkert á þvottavélar samanber færslu fyrir stuttu,eldavélar þvælast dálitið fyrir mér og straubretti er algjör dauðagildra.Alien

Draumur

hvað ætli það tákni að sitja nánast ókleifan klett en það er nátturulegaallt hægt i draumum eins og i bíómyndum,með gott útsýni yfir stórann djúpan skógivaxnann dal og hafa stóreflis örn í fullri stærð með opið vænghaf fyrir ofan þig standandi á steini. Núna vantar sko draumaráðningabók..

Var að

ræða við einn vin sem var að koma heim frá sólarströnd. Hann fullyrti það að köfun væri mjög hættuleg grein. Hann hafði skellt sér á námskeið i köfun. Eftir dvöl sína neðansjávar kom hann uppá yfirborðið,fór í land og fattaði þá það að hann kynni ekki lengur að spila á harmoniku og að leggja kapal.Tounge

Skandalar á ferðalögum..

erlendis..

Kanada kemur fyrst upp í hugann, Sá fyrsti skeði á bar.Löbbuðum tveir félagarnir inná bar,þyrstir mjög en þar sem ég átti að taka að mér akstur seinna um daginn var það bara kók fyrir mig svo svo ég pantaði one kók á íslenskan hátt. Barþjónninn leit skringilega á mig spurði um aldur en afgreiddi svo pöntunina sem var litill spegill með hvítu á........Bent á seinna að til að panta gosdrykkinn átti ég að segja cocacola....

annar í sama landi : Við félagarnir (sami og áður) inn á bar æddum við þrátt fyrir að einhver fyrir aftan okkur kallaði að við skildum ekki fara þarna inn. En inn fórum við og......

vorum einu hvitu mennirnir inni og þeir sem kölluðu var löggan sem beið fyrir utan og var hissa að sjá okkur koma heila út því barinn var fullur af púertó  rika liði.

En einn sá versti og sem enn er rifjaður upp af samferðafólki í hvert sinn sem hittingur er er það sem skeði i gömlu sovét. Ég og annar yfirgáfum hótel í Georgiu í fæðingarborg Stalins Allt i lagi með það Fórum á kaffihús þar sem við rákumst á litinn herflokk sem allir vildu skála við okkur í hreinu tærum drykk sem kallast vodka.Urðum við vel við skál og ákváðum að fara til baka á blessað hótelið sem var við aðalgötuna Götuna fundum við en ekki hótelið. Vitni segja að við reyndar fórum framhjá því oft og heyrðum ekkert þó kallað væri á okkur Á endanum ruddumst við inná lögreglustöð og báðum um hjálp.Eftir smá bið kom lada samara með blá ljós og okkur troðið i hann Af stað var farið ,ubeygja tekin og stoppað hinummegin.Þar var hótelið.Og inn marseruðum við í fylgd rússnesku lögreglunar sem hlógu örugglega af óheppnum fullum íslendingum allavega glottu þeir.

Annar svipaður Irland vesturströndin kastali þar sem kastalaveisla í réttum klæðaburði var haldin. Tveir liðu útaf undir borð í fullum musterisriddaraklæðum Annar þeirra ég. Vöknuðum daginn eftir einir og yfirgefnir. Komum okkur út úr kastalanum og á næstu stoppistöð strætisvagna. Mikið glápt mikið hlegið enda vorum við enn í klæðnaði musterisriddara ennþá vel i því og áttum í basli i að komast inn og út úr deskotas vagninum enda miðaldarklæðnaður og vopn ekki hönnuð fyrir nútimastrætisvagna Vöktum við kátinu meðal hótelgesta sem ólmir vildu taka mynd af þessum tveimur illaförnu riddurum.


smámeira af ferð

Svo var það einn daginn eftir rigningadembu,að farið var í köfun að mynda króksa sem sást hvergi enda skyggni 0-1m. Vorum þrír saman á dóli fram og aftur að leita en engin króksi Vissum þó af þeim en þeir létu ekki sjá sig. Á baka leiðinni  rákumst við á eitthvað hart og þá meina ég rekast á í fullum skilningi Sáum ekkert hvað þetta var en merktum staðinn með baugju til frekari athugunar Næsta dag var skipt liði Sumir áttu við króksa meðan aðrir og þar á meðal ég tékkuðum á hlutnum Sem reyndist vera hluti af væng.  C.a. 70-80 m lengra fundum við flugvél eða brotajárnshrúgu sem eitt sinn var flugvél sem reyndist eftir öllum merkjum vera Zero úr seinna striði. Hvort það var eitthvað tengt fundinum eður ei fengum við allir sem köfuðum þennan dag alveg húrrandi niðurgang og magakvalir.Ég er nú samt á því að kokkurinn hafi eitthvað átt í því frekar en eitthvað flak. Næstu 2 dagar fóru svo bara í inniveru og spilakapla enda ringdi endalaust. Góða við það að öll skordýr hurfu í rigningunni en stærri dýr eins og fröken könguló herra sporðdreki og frú margfættla i yfirstærð sótti i hlýju og þurrt svæði.

flak


Var að

fatta það að fyrir 950 færslum og 14 mánuðum síðan,byrjaði ég af algjörri slysni og fikti að ana út í það að fara að blogga. Hefur íslenskur bloggheimur aldrei verið samur eftir það. Þetta fikt byrjaði með forvitni en endaði með fíkn sem ekki sér endann á.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband