Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Dregin

í djúpið eftir vakt í gær,í næturköfun.Farið var í Hvassahraunið. Vel gekk í byrjun og margt að skoða.Síðan byrjuðu vandræðin.Fyrst kláraðist rafhlöður hjá buddiinum sem var bara með eitt ljós.Svo ég lánaði honum annað mitt. Af reynslu fyrri tíma kafa ég ætíð með eitt vara. Haldið var áfram köfun niðrá 17 metrana. Þá klikkaði ljós. Ljósið sem ég lánaði.Tengdum okkur saman og köfuðum bara með 1 ljós.Vel gekk í fyrstu en svo slokknaði á mínu Svo á 17 metra dýpi í niðamyrkri innan um allskonar sjávardýr með ekkert ljós annað en smá skin frá mælum var haldið af stað uppá yfirborðið. Og í svartasta myrkri svamlað í átt að landi með billjós þeirra sem voru að fara til Keflavíkur eða koma þaðan að leiðarljósi. Smá skekkja var á siglingaleið enda myrkur þannig að við komum í land á röngum stað og þurftum að príla með búnaðinn stuttan spöl að bilunum. Þegar átti að fara heim á leið vildi bill félagans ekki fara í gang svo ég varð að gefa honum start. Það má því segja að rafmagnsmál hafi verið vandamál þessarar ferðar.Mætti svo eldhress á dagvakt í vinnunni rétt áðan. Og búinn er ég að taka boðinu um að fara á slóðir Sesars næsta sumar í köfunarleiðangur í leit af þessum þýska kafbát. Fékk að vita að Discovery verði með i þessum leiðangri og mun gera þátt um hann.En það átti reyndar að vera leyndarmál sem lak út svo ég mátti kjafta frá.

Góða helgi af því sem eftir er af henni.


ein úr frænkuliðinu

hefur fundið uppá því að koma sögulegum atburðum yfir á fólk.Bróður sinn t.d segir hún að passi við innrásina í Normandí ,pabba sinn líkir hún við nautahlaupin í Palemo. Mig hefur hún líkt við fyrstu tunglgöngu Amstrongs. Veit ekki hvort það er gott eða slæmt en held að það sé allavega skárra en innrásin á strendur Normandí.

framhald ferðasögu

Næsta vikan var róleg og öll samskipti við króksa friðsamleg allavega hjá okkur i kafaraliðinu.Annað var á pallborðinu i sambandi við skordýrinn eilifðarstrið þar. Einn daginn kom þó gestur í heimsókn Villisvín sem var í slæmu skapi.Og gerði heldur betur usla í búðunum Þetta var svona villisvin með hálfgerða vélskóflu framaná sér og tók eldhúshluta búðanna í endurbætingu Kokkurinn og hans lið voru þó ekkert ánægðir með þær endurbætur sem fröken villisvín gerði. Og á svæðinu birtist svo nýr króksi sem brátt fékk viðurefnið glefsarinn þar sem hann glefsaði í allt og alla eða gerði allavega tilraun til þess. Þrátt fyrir hann fórum við kafararnir að stunda keppni okkar á milli. Að sitja krókódil sem gekk út á það að finna einn sem var í afslöppun lá á meltunni eða í sólbaði og setjast á bak og sitja sem rólegastur og vona að sessunauturinn skildi hlutina og væri rólegur lika Svo var tíminn tekinn. Endaði það alltaf með því fyrr eða síðar að vinurinn yrði pirraður og velti sér Þá var bara að passa að kasta sér af baki i hina áttina svo maður færi ekki undir en þá var bitið Þetta var reyndar stoppað af eftir nokkur skipti þar sem einn missti alla fingur annarrar handar í maga króksa. Minn lengsti tími var 9 mín. Og eina nóttina fékk einn næturheimsókn stórann snák uppí bælið sem kom bara til að hlýja sér en eigandi bælisins var ekkert á  því að hafa hann sem hjásvæfu..Annars var algengt að á næturnar kæmu inn dýr. T.d. vaknaði ég eina nóttina með tarantúlu sem búin var að koma sér fyrir undir sæng og var í gönguferð. Stökk ég nánast hæð mina í loft upp eins og annar gerði forðum daga og tók svissneskt jóðl í leiðinni.

meira seinna...


Netið

búið að vera leiðinlegt við mig,skamm..hef ekki komist fyrr en nú til að blogga í pásu frá skýslugerð i vinnunni á næturvakt. Var dregin niður á hafsbotn í morgun eftir vakt.Þurfti að koma við á bensinstöð á heimleið og rakst þá á gamla vinkonu en við höfum ekki sést síðan 1999. Vorum þá á köfunarnámskeiði saman en svo fór ég á flakk um heim allann og við misstum allt samband Skelltum okkur á botninn á Óttarstöðum og fórum niður brekkuna og fylgdum henni langt út. Gleymdi mér aðeins með loftið Mælirinn sýndi 30 bör er lagt var af stað uppá yfirborð en á að vera samkvæmt reglum lágmark 50 bör.Snorkaði svo á leið i land.Fór svo í Kringluna að tala við Simann en þeir eru alltaf að rukka fyrir númer sem ég hef ekki enda er ég hjá Vodafone með allt mitt. Málið leiðrétt held ég kemur í ljós næstu mánaðarmót. Og heimasiminn hefur varla þagnað Hagstofan með könnun Gallup með könnun og Dv og Mogginn með tilboð meðal annars. Geri liklega tilboð i íbúð á morgun.

Mættur

galvarskur á næturvakt,þeirri númer 2 í röðinni af 4um. Ekkert var gert i dag í sambandi við íbúðarleit Ein frænkan hefur reyndar verið ötul að þrýsta á kaup á íbúð akkúrat við hliðina á henni. Beið í næstum klukkustund eftir að komast að gjaldkera í bankanum í dag til að greiða reikninga og skipta út gjaldeyri. Einn af þjónustufulltrúunum var í því að dæla endalausu kakói í mig á meðan beðið var svo loks þegar komið var að mér byrjaði púströrið að skjóta illþefjandi gasi út endalaust. Farið var í stutta köfun þar sem gasið jókst heldur betur en það sem það var innanklæða og þykkur galli yrst urðu engin umhverfisspjöll á sjávarbotni. Atvinnutilboð beið eftir mér við heimkomu Köfunarhópur ætlar í leiðangur næsta sumar til Italíu að leita að þýskum kafbát sem Bretar náðu að sökkva en talið er að hann hafi haft einhvern gullforða þriðja ríkisins um borð ásamt öðru stolnum verðmætum Sami leiðangurstjóri og stjórnaði króksaferð stjórnar þessum leiðangri. Ég verð að visu að skella mér á námskeið í djúpköfun áður þar sem dýpið er það mikið en held að það sé alveg þess virði. Svo það virðist vera Italía sem verður næsta sumarfrí. Og talandi um vinnu annað tilboð kom reyndar innanlands að vinna sem dyravörður um aðra hverja helgi til að byrja með Hugsa málið.

Fyrstu næturvakt

af fjórum lokið.Kominn heim en ekkert á því að fara að lúra strax.Enda nógur tími til þess seinna Ætla að nota smástund i að leita að hýði (íbúð) en við höfum ekki enn fundið neina til kaups Erum reyndar með eina sem gæti komið til greina en viljum skoða aðeins meir áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Annars liggur bara ekkert fyrir nema það kannski að fara i banka og borga reikninga og aðra fylgihluti.

Eigið góðan mánudag.. 


Skellti mér

í köfun í gær,við íslenskar aðstæður.Garðurinn var valin sem köfunarstaður.Bjóst við að skyggni yrði 0 miðað við hvernig veðurfar síðustu daga hefur verið en það kom á óvart að skyggnið var svo sem ekkert slæmt eftir allt saman. Tíndi upp nokkur ígulker fyrir frænkuhópinn sem er að koma sér upp safni. Fáeinir steinbítar sáust á sveimi en aðallega var það ufsatorfur sem við rákumst á. Eftirá var komið við á kaffihúsi þar sem heitt kakó var teigað í botn. Buddyinn kvartaði undan eyrnarverk eftir köfunina en ég var reyndar búinn að segja honum að kafa kvefaður myndi líklega valda einhverju slíku.En kauði tók köfun framyfir kvef og nú heyrir hann eingöngu suð næstu daganna. Núna bíður mín  4 daga næturvakt frá og með deginum i dag. Fæ svo einn dag til að svissa yfir á dagvakt um helgina.Ekkert spennandi.neðansjávar 


« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband