Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Er

Ísland að verða eins og stóri bróðir Amerika...vaxandi grófari ofbeldi án neins tilefnis nóg að anda nálægt næsta manni.Og eftir allar mannfórnirnar í umferðinni á síðasta ári hafa sumir ekki kveikt á perunni og aka eins og fávitar á manndrápshraða og undir lögaldri.Það er alveg komin tími á mun hertari aðgerðir gagnvart þessu liði lengja fangavist og sviptingar og hækka aldur til bilprófs töluvert....

hvað er að

þessu liði? Ætlar það aldrei að læra eða taka eftir hvað er sagt? Bifreið er ekki leikfang heldur stórhættulegt faratæki. Þeir/þær sem virðast ekki geta höndlað það að fara eftir settum reglum og vilja frekar stofna sér og öðrum í stórhættu eiga bara ekkert að vera í umferðinni......
mbl.is Á 157 km hraða á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísraelar

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_atombomb.jpg
undirbúa að kappi árás með kjarnavopnum á Íran samkvæmt frétt af vísi.is. Fái þeir ekki kanann til að taka Írani i gegn í sambandi við kjarnorkuáætlun þeirra síðastnefndu íhuga þeir að gera sjálfir árás ekki með hefðbundnum vopnum heldur staðbundnum kjarnasprengjum sem hafa 1/15 af styrkleika Hirosimasprengjunnar. Sýnir bara hve klikkaðir zionistar eru í raun og veru.

Saddam..

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_saddam.jpg
Saddam Hussein var harðstjóri ekki spurning og mér fannst hann alltaf dáldið asnalegur á myndum. En undir það síðasta var hann bara nokkuð cool kominn i jakkaföt fráhneppta skyrtu og myndarlegt skegg. Fyrir minn smekk hefði átt að framselja karlinn til Haag og dæma hann þar. Helst í lífstíðardvöl.En hann fékk sitt eftir lögum heimalandsins og var hengdur. Vatn á myllu öfgamanna sem nýta sér dauða hans til hryðjuverka. Viðukenni það að hann fær einn plús frá mér fyrir það hversu rólegur hann var síðustu andartökin hérna megin...vitandi kannski það að vera talin í hóp píslavætta...

Letters

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_iwo_jima.jpg
from Iwo Jima búinn að sjá þann hluta sem snýr að Japönum Líka hina og fyrir mína parta er sú hlið sem að Japönum snýr miklu betri..Sýnir vel ólíkan menningarheim og hugsanir. Hershöfðingi þeirra hefur verið langt á undan sinni samtíð í hernaðarlist.Sýnir líka vel ólíkan hugsunarhátt  milli þjóðanna beggja Japaninn barðist af hörku reiðubúinn að fórna öllu fyrir föðurlandið og keisarann Kaninn aftur á móti barðist til að halda lífi. Vel gert hjá Clinta.....báðar útgáfur fá ása að stigum

Krónan út

Evran inn Er kannski tími til komin að henda krónunni frá skipsborði og hala inn Evruna? Krónan er orðin nánast forngripur kom hingað á tímum dansks konungsvalds Æ fleiri fyrirtæki eru að fara að gera útá evru svo eitthvað ætti það að segja eitthvað um stöðu krónunar.

Fín köfun

í dag eftir að ég fór af næturvakt og var búinn að fylla tankinn hjá Atlansoliu.Annars er orðið alveg alveg sama hvaða oliufélag á í hlut allt sama vitleysan....Fór með kengúruna sorry Ástralann á Þingvöll í Silfru. Fín en köld köfun þó svo að ég hafi verið í síðum innundir..Á leið út í vatnið út gjána bættist þriðji köfunarfélaginn við óvænt Var reyndar lengi að kveikja á perunni hvaða kvikindi það var sem fór á sundi framúr okkur en fattaði síðan loks að minkur var á ferð Ástralinn skildi litið hvað var að ske þegar ég þaut af stað eins og tundurskeyti á eftir skepnunni Leikar enduðu þó að það slapp eftir harðann eltingarleik Engin minkapels í þessari ferð..

Næturvakt

senn að ljúka.Næst á dagsskrá bensin á bilinn,heim i snarl og skella sér síðan til sunds í Atlanshafið.Fyrsta helgi ársins komin svo ég segi góða helgi Að vísu þarf ég að vinna hana Tvær næturvaktir eftir svo komin í frí.....

Orðin

full vinna að fara yfir allt það sem bloggvinir eru að skrifa um og kómennta.Þeim fjölgar ört..Sem betur fer er ég á tíðindalausri næturvakt svo auðvelt er að fara yfir allt Eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni á næturvaktinni...Það stefnir allt í þá átt að ég verði bara að ráða einka-kómenntara hehehehe.....nýtt starfsheiti....

Hlutir sem

maður hefur fundið í neðansjávar:

1. Kristalvasi...í Garðinum og í Reykjavíkurhöfn.

2. Skjalataska úr leðri ...Rvikurhöfn

3. Ógrynni af tanngörðum..við Viðeyjarbryggju og Rvikurhöfn

4. Nærbuxur...sömu staðir

5. Leikfangasviffluga ..björgunaraðgerð i Kleifarvatni

6. Skeiðar gaflar skotfæri diskar ...Hvitanes Hvalfirði og í Djúpavík

7. Línubali með öllu i eftir ca 40 ára veru í sjó ...Keflavikurhöfn

8. Hermannariffill hlaðinn ...við strönd Normandi

9. Skammbyssa ...við strönd Corridore Filippseyjum

10. Háhælaðir kvennmannsskór...Viðey og Rvíkurhöfn

11. Gleraugu ...sömu staðir

12. litill silfurkross....úr skipsflaki við strönd Jórdaniu

þetta er bara smá upptalning á því sem fundist hefur við köfun Bara til að gefa smá hugmynd....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband