Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Kafaði

normal_feb06027.jpg
aftur með Ástralanum og að þessu sinni var Garðurinn fyrir valinu Dólað var á ca 15-25 metrum útivið. Náðum skötusel sem var matreiddur eftir köfun og bragðaðist vel Steinbítur var á svæðinu en hann létum við alveg vera og einnig birtist skata á svæðið. Eitt reiðhjól fundum við nýlegt sem var tekið upp og kristalvasi kannski einhver ekki ánægður með jólagjöfina i ár og hent henni i höfnina...bæði verðmiði og merkimiði frá verslunni var enn á. Eftir köfun lenti ég i höndunum á nýja kvalaranum mínum sem tók nú harðar á mér en áður (sjúkraþjálfarinn) Var ég farin að óska þess að vera staddur einhversstaðar í miðri hákarlavöðu en uppá borði hjá honum. Reyndar er kauði ágætisgrey. Og er bara að gera gott þó það sé sárt fyrir mig hehehe...

Hvernig væri

það að vegna þess hve fangelsisdómar eru mildir hér á landi að við tækjum upp aðferð þá sem þeir í Singapor framkvæma fyrir minni brot og ýmsan asnaskap og meira að segja hafa það opinbera athöfn sem sýnt er í beinni Við gætum líka haft það í beinni sjónvarpsútsendingu á Austurvelli. En það væri rassskellingar T.d. þessir 3 sem byrjuðu árið með fólskulegri árás,hvilik niðurlæging það yrði fyrir þá að verða rassskelltir í beinni fyrir framan alþjóð Dómur sem engin myndi örugglega vilja fá á sig.....bara hugmynd

Hélt að þetta

gæti ekki gerst nema þá kannski í Amerikunni að köttur gæti fengið kreditkort útgefið á sínu nafni með góðri úttektarheimild. En einn slíkur fékk kort í henni Ástraliu samkvæmt frétt í mogganum..

Hver er að

c_documents_and_settings_lafur_g_fannberg_my_documents_munkur.jpg segja að bloggið sé nýtt á nálinni ? Munkar sáu um bloggið fyrr á tímum.Munurinn er bara sá að þeir greyin urðu að handskrifa allt sitt sem tók tíma sinn en við í nútíð pikkum á sekúndubroti.

Fyrsta

feb06048.jpg

næturvakt á nýju ári. Og ekkert að gera eins og vanalega á næturvöktum. Fór með einn á Þingvöll í dag Ástrala sérsveitakafara sem var hress engin gunga eins og þeir bresku á síðasta ári.Annars er þetta farið að vera eitthvað skritið Er alltaf að fara með einhverja sérsveitagauka úr hinum og þessum herjum Búinn að þvælast með breskum þýskum frönskum kanadiskum nú ástrala Bíð bara eftir rússunum þeir hljóta að fara koma.


Og

sex þúsund árum síðar erum við en að berja á hvort öðrum Höfum enn ekkert lært....


mbl.is Menjar um „fyrstu styrjöld mannkyns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur

örugglega verið erfitt fyrir foreldra að taka þetta skref að framselja sín eigin börn en rétt.Og reyndar tek ég ofan fyrir foreldrunum fyrir þetta afrek
mbl.is Gáfu sig fram í kjölfar myndbirtingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vá ....

Bloggvinur númer 100 komin inn. Veit reyndar ekki hvor þeirra (Harpao eða Almal) séu númer 100 þar sem þær dömurnar komu inn á sama tíma Það verður bara að nota gömlu aðferðina kasta uppá hehehe....

Í sambandi

við bensínverð Er ekki komin tími á sameiginlegar aðgerðir neytinda.Hvernig væri það að fara að svara fyrir sig Þessi hugmynd að taka sig til og versla eingöngu við einn aðila þann ódýrasta og loka á Öskjuhliðarbarónanna myndi á fáeinum vikum ef ekki dögum ýta á lækkun verðs Þetta virkaði i Kanada og á Filippseyjum var ég sjálfur vitni af svipuðum aðgerðum nema þar fór reyndar stærsti aðilinn á hausinn eftir mánaðartap á kúnnum en verðið lækkaði úr 70 kr sem þætti ekki mikið hér í 14 kr. Mér finnst alveg til komið að neytendur taki sameiginlega til hendinni í stað þess að tala bara um hlutina hver i sínu horni....

Horfði

á þýskumælandi stöð en ameriska mynd eftir vakt í gær. Og bara nokkuð góða mynd,fjallaði um hóp vísindamanna sem klúðruðu einhverri tilraun með hvítháf.Sem slapp og fór að herja á og japla á baðstrandargestum og brimbrettagaurum ásamt 5 öðrum Hópur kafara er svo ráðin til að eiga við þá. Eina sem ég eiginlegaþoldi ekki við myndina var það að í hvert sinn sem vinir mínir hákarlarnir voru í veiðihug voru þeir látnir urra eins og ljón Kommon hákarlar urra ekki. Þeir eru þróaðar drápsvélar sem birtast hljóðlaust gera árás og hverfa af vettvangi hljóðlaust.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband