Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bleytti örlitið í mér

í morgun eftir næturvaktina og kannski þessvegna ekki fundið þörf á svefni Kom endurnærður uppá þurrlendið aftur eftir ca 48 mín dvöl meðal fiska og ígulkera. Billinn fékk sinn þvott og ummönnun í góða veðrinu.

Svona er

Ísland í dag:

                    ÍSLAND
 


Hef verið

að hlusta á þau lög sem keppa á í Eurovision þetta árið.Spái því hér með að Léttar fari með sigur af hólmi með sinn sjóræningjakveðskap.Ísland verður einhversstaðar fyrir miðju


Fimm

milljón krónum ríkari í c.a 10 mín va ég rétt áðan Tók ekki nema örfáar sekúndur að eyða þeim hehehe.(fasteignakaup)Smile

bráðnauðsynlegur

hlutur í umferðarteppu dagsins Smile

ómissandi


Úr gömlu loggi

Ár 1995.Þriðja ferð með kennara.Staður frá skeljasandsfjöru á Vatnsleysuströnd,nánar tiltekið Flekkuvík Við vorum 3 kennarinn og 2 nemar. Allt gekk vel i byrjun nema skyggnið var litið. Farið var niður eftir klettabelti niður á ca 20 metra og lífið þar skoðað. Svo byrjaði ballið.Hjá mér sko.Allar ferðirnar sem ég fór með kennara klikkuðu á einhvern hátt Eins var með þessa. Sylgjan á beltinu gaf sig og beltið rann af Var ekki búinn að læra réttu handtökin á svona málum en náði að grípa í þang og skorða mig við klett svo ég færi ekki á flakk upp á yfir hraðamörkum Gat heldur ekki látið hina vita og horfði á eftir þeim hverfa.Nóg loft á tanknum einu vandræðin að halda sér niðri.En brátt kom hjálpin Kennarinn kom til baka skellti mér á bakið,kom beltinu á sinn stað og málinu reddað. Í bili. C.a 15 mín seinna heyrði ég smell og beltið af. Sylgjan að þessu sinni brotin og ég fór að lyftast upp frá botninum fyrst hægt,svo jókst hraðinn smá saman Sá eitthvað rétt hjá og greip i það.Sem var vír og gat ég handlangað mig hægt upp frá ca16 m til 9 m en þar endaði hann Þar beið ég eftir hinum sem aldrei komu því þeir voru alltaf að leita af mér á 18-20 metrunum Svo þegar mælirinn sýndi rauða strikið í sambandi við loftið sleppti ég vírnum og lét mig fljóta upp.Þar beið að visu hinn neminn og stuttu seinna kom kennarinn upp.Ekki var farið í klefann þar sem virinn hafði i raun bjargað málum þannig séð.
 


Nýtt

modem komið og betri nettenging.Eins gott því gemsinn var farin að mótmæla Komst á netið komst á bloggið t.d bloggaði en þegar vista átti klikkaði dæmið. Fartölvan í höndum konunnar svo gemsinn með sín tæknilegu mótbárur var eina lausninn þar til ég labbaði bara út og náði i nýtt modem.Auðvitað var ég svo að vinna í þessu góða veðri sem dundi yfir stórreykjavíkursvæðið í dag Hefði verið tilvalið til neðansjávarferðar en svona er það alltaf að vinna......

Eina net

sambandið er i gegnum fartölvuna því í ljós er komið að róterinn eða mótemið er i algjöru rugli svo það þarf nýtt. Vinn i þvi um helgina eða eftir helgi.Pappirar loks komnir frá Sýsló svo klemman sem búin er að vera í sambandi við húsakaup ætti að losna og málið að klárast. Hef verið að renna í gegnum 12 ára köfunarferilinn i gegnum loggbækurnar sem eru margar og margar skemmtilegar frásagnir gætu komið á netið næstu daganna.Eða vikurnar.Gæti þessvegna sett upp hálfgerða netbók því nóg er af efni hehehe.Annars ætlaði ég bara að segja góða helgi.Ég verð af gömlum vana að vinna eins og vanter en ætla samt að stefna á góða helgi.....

Enn og aftur

snjór og ég sem næstum því var búinn að setja sköfunna inn. Virðist ætla að verða endalaus.PCinn virkar ekki eða virkar en ekki á netinu Sambandsleysi í roternum sem er ekkert alvarlegt bara hafa samband við þjónustumiðstöð og fá aðstoð við endurtengingu.Á meðan stels ég bara i nýju fartölvuna sem ég fékk í Nóatúninu ekki i Borgartúninu hehehe.Hún virkar.Búinn að vera góða barnið og aðstoðaði kellu við að skera 3 kg af hjörtum i næstum öreindir sem á að nota i einhvern matarrétt. Ekki gaman en það flýtti fyrir kellu.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband