Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Sló garð

þrátt fyrir smá skjálftavirkni. Og frænka litla rakaði. Þurfti að leysa vind nákvæmlega 15:45 svo í kjölfarið fylgdi skjálftinn. Sú stutta var fljót að grípa það,rauk inn og kallaði hátt til mömmu sinnar að titringurinn væri af mínum völdum. Ég hefði rekið við svo hraustlega að jörð hefði titrað í kjölfarið. Hún heldur því stíft fram að upptök hafi ekki verið undir Íngólfsfjalli heldur afturbrennaranum á ........

Meira um ruglað

vaktarkerfi. Byrja á morgun á 4 daga næturvakt. Fæ svo 1/2 dag til að svissa yfir á morgun og dagvakt sem eru 2 dagar,þá aftur á 4 daga næturvakt. Samningar segja að eftir 3 daga næturvakt eða fleiri skuli lágmarkstími vera minnst 2 heilir dagar áður en farið er á dagvakt.Eins að unnið skal aðrahverja helgi Nú eigum við að vinna 3 helgar i röð. Júnimánuður hjá mér er að mestu næturvaktir ( 15 dagar af 20 vinnudögum) Kvartanir hafa hingað til ekki gengið,segjast ekki geta breytt planinu svo það er annaðhvort að sætta sig við hlutina eða draga upp segl og akkeri og leggja úr höfn á ný mið. Reyndar líst mér betur á það seinna.

 


Ekki alveg sáttur

með komandi vaktarplan.Nánast eintómar næturvaktir, 5-9 daga í röð með hálfan dag frí til að svissa yfir á dagvakt. Auk þess að í stað þess að vinna aðra hverja helgi á ég að vinna nánast allar. Allir kvarta en ekkert er hlustað á. Nú þegar eru margir að íhuga aðra vinnu. Ég fyrir mina parta ætla að gera það sama og einn fyrir langa löngu Leggjast undir feld eða i það minnsta sæng og hugsa málið ja eða dreyma kannski málið og ákveða svo um mánaðarmótin. Ein litil frænka náði svo að læsa föstu loforði á mig.Því að ég kæmi á morgun nákvæmlega 14:15. Til að smakka eldamennskuna hjá henni. Líka að slá garðinn hjá henni svona í leiðinni. Þá er bara að finna sláttuorfið niðrí geymslu eftir vakt eða þannig..

Aðstoðaði

einn við bílakaup í gær sem tók meirihlutann af deginum því einhverrir pappirar stóðu á sér og komu seint. Þegar klukkan var að verða 16:00 var tími kominn að sækja kellu úr vinnu en þá hafði einhver lokað minn bil inni svo ég komst ekki frá en bílasalan reddaði málunum Fékk lánaðan bil bara frá þeim.Ákvað að nota tækifærið og plata kellu svolitið.Tók dýrasta bilinn sem ég fann,6 milljóna króna fák bensíndrykkjusvelg Hummer að nafni og skaust á honum í vinnunna til kellu sem fékk litið andlegt sjokk er hún kom út.Reyndar fengu allir vinnufélagar hennar andlegt sjokk. Hún fékk enn meira sjokk þegar ég sagðist vera búinn að kaupa hann og var komin í manndrápshug þegar við komum á bilasöluna aftur en brosti aftur þegar bilnum var skilað á sinn stað. Pc inn er farin i læknishendur líklega móðurborðið sem er að flippa út svo nú er eingöngu notast við fartölvuna. Löng vakt í dag 13-22. hummer

Rússar töpuðu

kalda stríðinu en unnu Eurovision með klíkuskap.Okkar fólk var miklu miklu betra í alla staði.

Skellti mér

útí dimmblátt hafið,varð að bleyta i mér aðeins áður en mætt yrði á vaktina. Köfuðum í spegilsléttum sjó og dúnalogni en komum upp í öldugangi og golu Fljótt að breytast veðurfarið hér á landi Vorum ca 45 mín í kafi.Skyggnið var ágætt.Tíndum skel og krabba fyrir grillið. Er við komum að landi voru þar leikskólabörn á ferð í fjöruferð svo aftur var skellt sér niður til að sækja kuðunga meiri krabba skelfisk og krossfiska ásamt statta af igulkerum sem þau gátu svo tekið með sér til baka. Bónaði svo bilinn á heimleiðinni svona til að vinna upp aðgerðaleysið um helgina.Þá er bara að koma grillinu upp og koma sjávarfanginu síðan á sinn stað, oní maga.

Ekki

haft tíma til að vera á netinu fyrr en nú.Föstudagurinn fór allur i afmæli og kökuát og laugardagurinn fór að mestu leyti i flutninga eða í aðstoð við flutninga sem mestur hluti dags fór í Restin fór svo í að horfa á imbakassann þó ekki á Eurovision enda alveg vitað fyrirfram að  austantjaldsriki myndi vinna þetta. Gærdagurinn fór svo í hangs heimavið í viðgerðir á pc-tölvunni sem virðist ekki vilja tengjast skjánum nema bara stundum og slekkur á sér í tíma og ótíma og þá  vanalega þegar maður er að gera eitthvað mikilvægt. Fæ einn tölvugúru á morgun til að skoða hana. Á meðan er það bara fartölvan sem blífur. Löng vakt framundan 13-22 ekki spennandi, sérstaklega þegar maður þarf að vera einn allann tímann. Plataði einn á laugardaginn Bara saklaus hrekkur í þetta sinnið.Við erum 2 að keppast um hvor verður á undan að ná okkur i Hummer.Hefur verið hálfgert djók hjá okkur.En á laugardag fór ég með einum að skoða bila en  hann er að leita sér að bíl.Þar var Hummer og ég fékk að prófa Ók heim til vinarins og lét út úr mér að ég væri búinn að vinna kapphlaupið Kominn með Hummer. Og hann var svo sár. En ég varð svo náttúrulega að skila drekanum aftur en þá lifnaði örlitið á honum aftur.Gat brosað á ný.

Ekki fór svo

að farið yrði á botn Atlansála eins og stefnt var á eftir vinnuvakt.Þurfti að taka smá aukatíma í vinnunni. Svo þegar heim kom var ekkert gert nema netið og beddinn. Og beint í það að sækja kellu úr vinnu og verslunarleiðangur í framhaldi af því. Það er nefnilega alltaf gaman að versla inn á 64% hærra verði en aðrir Evrópubúar. Við erum i Evrópu er það ekki annars??

 


Ein búin önnur

í startholunum og ein eftir. Næturvaktir my favorite eða þannig. Ætlaði að gera svo margt eftir vakt i morgun en gerði svo ekki neitt. Kominn með glænýjan sima sem virkar vel. Hinn sá gamli heldur áfram að flippa út eins og hann sé andsetinn eða eitthvað. Stefni á hafsbotnaferð eftir þessa vaktina sem stendur yfir. Þar að segja ef ég sofni ekki áður. Nældi mér í dvöl í sumarbústað í sumar. Og náttúrulega var frænkustóðið fljótt að grípa í það að fá að koma með. Er einnig að spá í utanlandsferð svona aukaferð. Er að fara í köfunarleiðangur við Ítaliustrendur en það verður bara vika svo....önnur vika einhverstaðar annarsstaðar,spurning bara hvar Spánn hefur komið til tals,París og Tyrkland kemur sterklega inn Allt saman kemur til greina en aðeins einn verður fyrir valinu.Einhverjar hugmyndir?

Nýji

síminn minn :

sími  númerið er 770.....SmileTounge


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband