Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Nýtt vopn

vopn. nýjasti vopnabúnaður landhelgisgæslunar,,,

Hámark bjartsýnis

held ég sé bifhjólamaður á ferð að kvöldlagi,sér tvö ljós framundan,tekur sjénsinn og ákveður að fara á milli í góðri trú um að það séu tvö bifhjól þar á ferð......ef þetta lýsir ekki vel bjartsýni þá veit ég ekki hvað.....

Rómaveldi forðum

hafði hringleikahús, riddarrar miðalda burtreiðar Við höfum raunveruleikaþætti.........og blogg

Var

plataður í skrautlegt hlaup í dag...Tveir félagar plötuðu mig með sér að hlaupa...Hef ekki stundað slíkt óbeðin síðan einhverntímann í fornöld..Ætlunin var að hlaupa stórann hring um Seltjarnarnesið.Allt gekk vel þar til við vorum rétt ókomnir að Bónus...þá tók einn uppá því að falla um snjótroðning sem hafði áhrif á mig sem endaði með magalendingu í snjóskafli....Sá þriðji í hópnum  missti einbeitninguna hætti að fylgjast með því sem hann var að gera (hlaupa) og kyssti eitt stk gulan strætó sem var betur fer í tímastoppi (kyrrstæður) Er hann núna ástfanginn uppfyrir haus að strætó hehehehe.....Alltaf þegar til er tekið við hlaup virðist alltaf eitthvað spaugilegt koma uppá Kannski þessvegna að ég flutti niður á sjávarbotn hehehe En hvað með það Helgin er að koma og ég er að komast í frí svo ég segi bara Góða helgi.......

Smá vefraus

á síðustu næturvakt,kominn í 3 daga frí eftir þessa vakt. Aldrei þessu vant var ég á þurru landi í allann dag, bara smá leti enda að koma helgi...stefni á bílaþvott billinn er orðinn vel saltaður að það sést varla réttur litur á honum lengur.....

Svo þetta sem um var talað um daginn, hittinginn...ef áhugi er þá er kaffihús í Borgartúninu Mocca ágætisstaður að hittast á Á reyndar eftir að tala við þá betur en ef áhugi er þá væri gaman að fá að vita hve margir væru til (ætluðu að koma) t.d á sunnudag eftir hádegi....


nýtt

nafn á bloggi... vefraus,vefritun,netskrift,vefdrit eða bara blogg,,,,

Hvaða stúlku

langar að fá hring sem búinn er að fara endaþarmshringveginn ?
mbl.is Brúðguminn gleypti hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn...

Kominn á þá skoðun að blogg er ánetjandi. Fyrir ca 5-6 mánuðum kom maður ekki nálægt bloggi nema þá kannski að lesa eitt og eitt sem kveikti áhuga Svo fór maður að fjölga ferðum uns maður fór sjálfur að fikta.Núna er maður orðinn forfallinn bloggfíkill sem verður að fá skammtinn sinn oft á dag,sárþjáður ef tölvan svíkur og hleypir manni ekki inn.. Skyldi maður enda í Byrginu sem stórfíkill í afvötnunarprógrammi einhvern daginn? Eða í stuðningshópi fyrrverandi bloggfíkla? Blogg er fíkn ekki spurning. Ef eitt sinn er byrjað er ekki aftur snúið .........Blogg er líka viss lífsstíll.

Lífið er

tvíundarkerfi, karl kona ríkir fátækir fæðing dauði........

Þrjú atvinnutilboð

á hálftíma...Gaman að vera svona vinsæll. Tvö frá Egyptum,annað að kafa með túrista í rauða hafinu hitt var fornleifaköfun einnig í rauða hafinu..Þriðja kom frá Filippseyjum en það var að kafa í stöðuvatn í miðjum frumskógi lítt könnuðum Þar sem það var löngu ákveðið að fara þangað á þessu ári ákvað ég að vera með í því dæmi...Aldrei kafað i frumskógi áður.....vatnalíf

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband