Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Var að tala við

gamlann skólafélaga sem ekki hefur verið i sambandi í langan tíma og náttúrulega var talað um gömul sprell Það kom reyndar í ljós að hann er ekki ennþá búinn að fyrirgefa okkur félögunum síðasta sprell þar sem hann var reyndar fórnarlambið..En það var samt gaman að rifja það upp. Kauði sofnaði í miklu bjórpartíi og við restin af liðinu ákváðum að gera honum smá grikk Fengum við systur hans og vinkonu í lið með okkur en þær redduðu make over og fleiru slíku auk minipilsis og blússu við Eftir fataskipti og góða make over yfirhalingu var beðið að hann raknaði við sér sem og hann gerði eftir smá lúr Vildi hann þá fara heim og hélt öll hersingin í för engin vildi missa af. Heim komst hann klakklaust bankaði uppá en hann hafði týnt lyklinum og systir hans sagðist ekki vera með sinn Mamma hans kom til dyra sagði ekkert en hleypti kauða inn en sprakk af hlátri fáeinum sekúndum seinna. Og allir biðu og ekkert skeði Loks fór vinurinn á klóið og öskrið sem fylgdi í kjölfarið var og er enn ógleymanlegt Það liðu mánuðir þar til vinurinn talaði við okkur hin og enn er hann ekki búinn að fyrirgefa Hlæjandi

Allir með ráð

um bílakaup. Eftir að upp komst í vinnunni að ég væri að huga að endurnýja bilinn hafa vinnufélagar keppst við að koma sinni tegund að. Þó svo ég sé með einn eða tvo í sigtinu sem til greina koma að þessu sinni keppast þeir við og nánast rifast sín á milli hvaða tegund bíla eru best og hentar best Það mætti halda að þeir væru að huga að bilakaupum en ekki ég slík eru lætin....Hlæjandi

nýjasta nýtt

Farin spes neðansjávarferð í að týna steina,skrautsteina sem nota á í skartgripi slípaðir af náttúrunni sjálfri. Tók smá tíma að leita réttra steina og stærða en það gekk Fín hugmynd hjá skartgripagerðarmanneskju að nýta steina af sjávarbotni.....Margt vitlausara en það

Stutt köfun

feb06048.jpg
svona rétt fyrir vinnuvakt Fórum út á Seltjarnarnes rétt fyrir utan golfvöllinn Það má segja að botninn þar fyrir utan er þakin golfkúlum í líklega hundraða tali Mætti halda að kylfingar væru meir í að skjóta kúlum sínum á haf út en í holur innanvallar  Eða eins og einhver sagði miða fyrst skjóta svo...

Friðarsúla

í Viðey er svosem gott mál en hver borgar brúsann ? orkuveitan eða með öðrum orðum við og svo er annað Mér finnst að áður en við getum farið að setja upp minnismerki í þágu friðar þá ættum við fyrst að koma okkur frá öllum stuðningi við styrjaldir eins of t.d Írakstríðið og líklega næsta Kóreustrið. Þá fyrst getum við kallað okkur friðelskandi þjóð og sett um súlu þess til merkis. Svo
eitt enn Þetta á að vera gjöf en ef svo er að hverju þarf þá þiggjandinn að punga út milljónir fyrir henni en ekki gefandi eins og venja er Er þá ekki betra að nota peninginn í eitthvað annað......


heilinn er

dásamlegt liffæri.....fer í gang strax á morgnanna og slekkur á sér um leið og maður mætir í vinnunnaHlæjandi

skyldu

þeir hafa þurft að borga yfirvikt ??Hlæjandi
mbl.is Millilent vegna þungra farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náði að

klára starfsdagsskrána tímanlega handskrifaða svo að öllum líkindum þarf ég að endurskrifa hana í tölvuform á morgun ef leyfi fæst að vinna í tölvunni Annars hefur þetta verið róleg vakt fyrir utan handskriftina tók tíma og margar blaðsíður sem fóru í ruslið. En svona er Ísland í dag

Helgin

var róleg gerði ekki neitt. Nema þá að skreppa í Kringluna og í stórmarkað fátæka mannsins Kolaportið. Annars var þetta bara leti að besta gæðaflokki. Í dag er það svo vinnan og það byrjar með langri vakt...á að uppfæra öryggishandbók staðarins en býst ekki við að það verði hægt Það á að færast beint í tölvu úr möppu Nú á ekki lengur að handskrifa skýslur eða annað efni heldur setja það beinustu leið í tölvu Sparar pappirsvinnu og kosnað En á sama tíma og þetta á að ske er verið að takmarka tölvunotkun Gengur illa að samræma það. 

Komin

nýr dagur ný vinnuvika og N-Kórea sprengdi eina stóra. Ekki var kaninn að reyna mikið að stoppa það af enda eftir engu að slægjast eftir ekki einu sinni hrísgrjónum Hefði það verið olía þá....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband