Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Þrír bílar

komnir í lokaúrslit minna væntanlegu bílaendurnýjunar : Méganinn kom alveg óvænt inn eftir að ég fékk smá hint. Toyota Prius fylgir fast á eftir og siðan Mitsubitsijeppi Hver þeirra þriggja hlýtur mig er spurning Nú er að leggjast undir feld að hætti víkinga forðum og taka ákvörðun...

Mítlur

í döðlum það er bara til að bragðbæta Hlæjandi

En er

kominn nýr dagur og ég er á leið á næturvakt næstu 4-5 daga. Þarf að setja upp nýjar festingar fyrir sturtu Allt hrundi i gærkveldi og engin leið að koma því upp aftur svo nýtt skal það verða. Var að fá þá snilldar hugmynd að stofna ferðaskrifstofu með óhefðbundnum ferðum eins og t.d. skoðunarferðir um holræsakerfi alla stærstu borga norðurlanda, svona alvöruferð að skoða rottur og svoleiðis Eða gíslatökuupplifun í Tétséniu og sumardvöl í bandarisku fangelsi gott sumarfrí það eða skoðunarferð á slóðir Binna Lada..bara hugmynd

Satúrnus

satúrnus er alltaf flottur

Ekki hægt að bera saman

vetranna áðufyrr og nú Var að tala viðkunningja sem kvartaði mikið undan snjóleysi. Áður gat maður grafið sig niður marga metra og byggt snjóhús með neðanjarðar fyrirgefið neðansnjósgöngum út um allt Í dag er ekkert svoleiðis.Áður gat maður gengið því vísu að allar götur fennti slíkt að maður þurfti að hafa fyrir því að komast  frá húsi Gat oft verið fjör og allir hjálpuðust að. Í dag er það mesta lagi hálka sem stoppar fólk og þá helst vegna lélegra dekkja. Þá gat maður einnig byggt snjókarla í yfirstærð ekki dvergastærð sem greyið krakkarnir búa til í dag Og svo fyrir biladellukarlanna ekta snjóbylsveður með tilheyrandi ófærð til að reyna bilinn Allt breytt  en það gat verið gaman áðurfyrr...Hlæjandi

Bók dagsins

Játa það að ég stunda litið það sem kallast lestur bóka þó svo hellingur af bókum er til á heimilinu Gerði það reyndar á yngri árum en var að grúska aldrei þessu vant í einni :Barningsmenn eftir Guðmund Hagalín frásagnir gamalla sjókappa fyrri tíma fyrir öld véla Góð,mæli með henni.

Nýr dagur

og ég í fríi. Og ekkert liggur fyrir nema kannski það að skoða bíla Ný tegund kom snögglega inn í dæmið vert að skoða..eftir það er bara dagurinn alveg frír til alls Hlæjandi

Auschwitz

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_auschwitz.jpg
var að gramsa í gömlu ferðapappirum og fann miða merktan hinum illræmdu búðum Auschwitz en þangað kom ég á ferðalagi um Pólland. Það ættu að skylda fólk til að stiga þar fæti að sjá með eigin augum þá grimmd sem fór þar fram Eitt það sem ég man sem sterkast var það að það var mikið af fuglalífi allt í kring en innan svæðis sást ekki einn einasti fugl á sveimi og ekkert dýr innan girðingar,ekkert hljóð bara kyrrð. Reyndar 2 ur dögum seinna komum við aftur í einn hluta búðanna sem er lifandi safn en þá getur fólk klæðst fangafötum og lifað í 1 sólarhring sem fangar með öllu því sem tilheyrði því lífi á þeim tíma Einnig er hægt að vera þýskari en það er ekki vinsælt. Reyndar játa ég að ég prófaði að vera í því liði en allir sem með mér voru fóru í fangagallann Þau komu inn með lestarvagni ég var í mótökuliðinu með stærðar Sheffer í ól sem lifði sig vel inn i hlutverkið Var ég svo í smölunarliðinu svo aldrei fékk ég að kynnast fangalifi en i staðin upplifði ég það sem fangaverðirnir höfðu örugglega fundið. Og langa alls ekki að finna fyrir aftur. En allir fengu smá innsýn og vonandi eitthvað lært þannig að í framtíðinni verður ekki endurtekinn þetta brjálæði.

Nú vandast málin

Mínir vinnufélagar eru búnir að rugla mig algjörlega í ríminu með þessi væntanlegu bílakaup Einn segir þetta annar hitt einn vill að ég kaupi woffa mitzubitsi jeppa segir hinn og enn einn toyotu príus og enn einn forester Þá er einn enn með það að skodi sé málið þegar annar heimtar það að annaðhvort Ford i jeppastærð eða Toyota í jeppastærð verði tekinn Loks er einn með bæði opelinn og saabinn og ég sem ætlaði að fara í einföld bilaendurnýjunarkaup er stutt í það að fara á geðdeild Landspitalans og láta loka mig inni í næsta kústaskáp Spurningin er bara það hvað eru bestu bilakaup í dag ? 

Einhverjar hugmyndir?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband