Leita í fréttum mbl.is

er köfun hættuleg?

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_kafari.jpg
Ég hef oft lent í því reyndar næstum alltaf lent i því að þegar fólk heyrir það að ég sé í köfun, að þá bregst það við eins og ég sé einhver ofurhugi sem stundi hættulegt sport. Er ég það ? Neee ekki held ég það Við sem í köfun erum flestir af okkur allavega gerum það á ábyrgan hátt köfum aldrei einir og erum alltaf með backup búnað varalunga og svo framvegis. Og förum eftir reglum sem okkur er settar sem eru strangar Slysatíðni í köfun er minni en í keilu t.d eða með öðrum orðum Þú ert öruggari neðansjávar en á Miklubrautinni.Þau slys sem hafa orðið hér á landi má flest rekja til þess að kafarinn er að gera eitthvað sem hann hefur ekki búnað eða þjálfun til að gera. Að visu er að finna fáeina sem ekkert læra og skemma fyrir hinum og koma óorði á allann hópinn en það er i flestum öðrum sportum líka. Svarið við spurningunni er því þetta : þetta getur verið eitt það öruggasta sport í heimi en líka það hættulegasta Það er undir þér sjálfum /sjálfri komið hvort er.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta var áhugavert... takk

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.1.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Hildur Sif Kristborgardóttir

Gleðilegt nýtt ár kafari :)

Hildur Sif Kristborgardóttir, 2.1.2007 kl. 19:41

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gaman að heyra. Sonur minnvar hjá landhelgisgæslunni og lærði atvinnumannaköfun þar. Hann er nú ekki lengur þar. Tveir ná frændur mínir eru líka kafarar. Og svo bloggvinur minn. Fullt af þessum köfurum í kringum mig. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 19:48

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

kvitt

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 2.1.2007 kl. 19:58

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Jórunn við kafarar sækjum bara svona mikið i þig Aðdráttaraflið

Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 20:05

6 Smámynd: Íris

Já, þetta er eins þegar fólk veit að það sé verið að læra flug eða verið að klifra. Ég benti einmitt á þetta að ég væri í meiri hættu á að fara yfir gangbrautir í Reykjavík.

Íris, 2.1.2007 kl. 20:13

7 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það hvað er hættulegt er afstætt.........

Til að forðast bráðan bana þarf að varast tvo hluti sérstaklega, rúmið þitt og heilbrigðisstofnanir, en tölfræðin sýnir að þar enda flestir sína lífsgöngu........

Eiður Ragnarsson, 2.1.2007 kl. 21:42

8 Smámynd: Ester Júlía

Mágur minn vinnur við köfun í Noregi og er hæstánægður með starfið sitt. 

En veistu, að ef ég færi að taka upp á því að kafa, þá yrði þetta mjög hættulegt sport "fyrir mig" .  Er alveg viss um það . Ég þyrfti alla vega að komast yfir innilokunarkenndina áður en ég steypti mér út í vatn eða sjó í fullum herklæðum. 

Og þess vegna dáist ég að svona "ofurhugum" eins og þér sem láta ekki hræðsluna ná tökum á sér og stjórna sér.  

Ester Júlía, 2.1.2007 kl. 21:43

9 Smámynd: Óttarr Makuch

Takk fyrir fróðlegt innlegg, kannski að maður láti drauminn rætast og prufi köfun.... ertu með námskeið??

Óttarr Makuch, 2.1.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband