Leita í fréttum mbl.is

Komin frá France

Áttum góða stund þar og löbbuðum mikið um.

Lentum á De Gaule um kvöldið þann 3 ágúst. Ætluðum að leita af taxa þegar einn innfæddur bauðst til að aka okkur á hótelið á lægra verði en taxinn Tókum því.Sá ók eins og hann væri í rallykeppni en ekki í stórborg svo ferðin tók stutt.Ekkert stæði var nálægt hótelinu en ökumaðurinn ruddi fáeinum vespum sem voru í röð í stæði og bara bjó til stæði.

Hótelið var 107 herbergja og fengum við herbergi á 1 hæð Að utan leit hótelið vel út og lobbiið líka en herbergið var litið og wc enn minna. Sturtan lak,það var aldrei hægt að loka alveg fyrir vatnið. Og það versta var að loftræsting var engin.Á móti var að hótelið var vel staðsett stutt á aðalverslunargötuna og á næstu lestarstöð Líka stutt á kaffihús og veitingarstaði og á stoppistöðvar strætó.

Dagur 2 fór að mestu í að fara á helstu staðina. Tókum ferð með opentourvagni.Keyptum 3 daga miða.Hann fer á 53 áhugaverða staði og hægt er að droppa af hvenær sem er og fara um borð aftur þegar maður vill alltaf á sama miðanum i heila 3 daga. Effelturnin Sigurboginn og aðrir helstu túristastaðirnir voru voru þeir staðir sem við byrjuðum á Sleppti því að fara uppí turn enda 3 tíma bið.Í stað þess tókum við bát til Notre Dam. Löbbuðum svo aðalverslunargötuna til baka á hótelið þar sem kella komst í feitt og ég breyttist í plastpokaburðardýr. Kvöldinu var eitt á veitingarstað og á kaffihúsi.

Á þriðja degi var áframhald á opentourferð fyrir hádegi Ætluðum til Versala eftir hádegið en misstum af þeirri ferð.Verður bara næst Þess í stað var labbað um nágrennið og verslað meira á leiðinni. Kíktum á Hard rock og borðuðum þar og versluðum. Kíkt var í heimsókn í aðalstöðvar Útlendingaherdeildarinnar þar sem í boði var hálfdagsþjálfun í gömlu herbúningunum deildarinnar,þykku bláu frökkunum og hvíta húfan sem allir þekkja Á meðan gestir sem ekki vildu taka þátt var ekið á annann stað fengum við hinir að marsera með 45-50 kg á bakinu þykkum frökkum og með þunga riffla ca 15 km leið í 28 stiga hita á fullum gönguhraða svo vatnsflaskan var ansi fljót að tæmast. Sett var smá orrusta á svið á endastað þar sem 90 % liðsins var felldur á augabragði. Síðan var haldið í svitaholuna hótelið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband