Leita í fréttum mbl.is

Farið var á

frekar ókrisnilegum tíma í heimsókn á heimaplánetuna mína eða um kl 0600.Allt gekk eins og í sögu allavega í byrjun. Í niðamyrkri með góð ljós var farið niður á við í Hvalfjarðarmynni.Lentum strax í mikilli ufsatorfu sem ruglaði okkur örlitið í ríminu enda sást ekkert nema silfurlitaðir skrokkar allstaðar sem litið var.Lentum nefnilega í henni miðri.Og slatti af rækjum sótti í ljósin. Fylgdum brekku niður á ca 14 m þá tók við klettabelti niðrá 20 m Þar rákumst við á bilflak gamla Lödu svo ef einhver saknar Lödu þá gæti þetta verið hún. Á uppleið lentum við í einhversskonar sogi sem dró okkur niður á við og eftir smá basl ákvað ég að bara að klifra klettabeltið og var næstum því komin upp á brekkuna þegar félaginn lenti í straumi eða sogi og fer aftur niður á við og grípur í mig af algjörum köfunardólgshætti og togar mig niður með sér.Aftur í klifurham og í það skiptið gekk allt vel. Keyrt svo í bæinn þar sem hann fór í vinnunna en ég í heita sturtu enda í fríi. Er að þamba kakó úr eðal súkkulaði meðan þetta er pikkað inn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ekkert gaman nema eitthvað komi uppá

Kristberg Snjólfsson, 21.11.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Margrét M

lestrarkvitt

Margrét M, 21.11.2007 kl. 09:08

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Tókstu ekki nokkrar rækjur með í salat ;)

Vatnsberi Margrét, 21.11.2007 kl. 11:04

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Umm gemerr sop

Solla Guðjóns, 21.11.2007 kl. 12:00

5 identicon

kannski maður sakni lödu hehehe

Hulda (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 16:17

6 Smámynd: Ingunn Jóna Gísladóttir

Þú virðist kafa ansi oft, en mikið hryllilega hlýtur að vera gott að fá kakó/súkkulaði eftir svona svaðilför Kveðja Ingunn

Ingunn Jóna Gísladóttir, 21.11.2007 kl. 18:09

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

mamm eðalúkklaði. Vildi ekki vera rifin upp klukkan 6 en gaman hefði verið að sjá þetta neðansjávar. Ekki hefði ég þó viljað lenda í þessu sogi.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.11.2007 kl. 23:02

8 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert nú meiri karlinn að verða tekinn af svona köfunardólgi .... slurp þetta kakó sem þú sötrar með færslunni .....

www.zordis.com, 22.11.2007 kl. 20:57

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


                    (Byrjaði efst)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband