Leita í fréttum mbl.is

hef

aldrei skilið þessa ástriðu Spánverja með þetta nautaat. Hvað er svona flott við þetta? Dýr pyntað til dauða. Ég brosi alltaf alveg út að eyrum þegar tudda tekst að taka nautabanann í smá kennslustund í hörðum hornum. Aðhverju er þetta ekki stundað einsog á tímum Krítverja dansað við nautin? Væri meira spennandi og gæti orðið olympiugrein. Já eða nautakossar? 12 stig fyrir besta blauta kossinn í stað dráps. (ég gæti þá kannski komist á verðlaunapallinn hehehe, hef reynslu)

Sem betur fer eru Spánverjar að kveikja á perunni og eru að hætta þessu smásaman

El toro....


mbl.is Nautabani slasaðist alvarlega á Fallas-hátíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Gæti ekki verið meira sammála þér Ólafur!  Ég hef aldrei skilið þetta og einmitt brosað út í annað þegar að nautinu tekst að stanga mótherjann. En því miður fær nautið þá yfirleitt að kenna á því með enn meiri hörku eftir á.  Þetta er ljót "þjóðaríþrótt" ef íþrótt skyldi kalla.

Ester Júlía, 16.3.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Íris

Hef aldrei fundið til með þeim sem slasast í þessari íþrótt. Hehe, svo eru fötin svo hallærisleg, hehe

Íris, 16.3.2007 kl. 19:41

3 identicon

sammála þér kæri ástmaður... þetta er ógeðsleg óíþróttargrein

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 20:38

4 Smámynd: www.zordis.com

Þú heldur það, að þeir séu að hætta!  Naut, Hvalir ..... Allt dýradráp fer misvel í fólk.  Hreindýrin okkar og ýmis dráp eru ekki réttlætanleg.

Nauta-atið er því miður einskonar heiðursíþrótt og Nautabanar eins og Hollywood stjörnur, fara fylktu liði með þjónum og alles!  

Þegar nautabani slasast gleðst ég ekki, ég fæ sársauka sem ekki er hæft að lýsa.  Ljótleiki er ekki atburður til að fagna á hvort vegin sem er!

Fötin eru náttúrulega bara sexy, allt gúmmelaðið öðru megin!  Kommon girls! 

www.zordis.com, 16.3.2007 kl. 20:40

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Innlitskveðja Óli minn. Ég held að Krítverjarinir hafi stokkið uppog haldið sér á hornunum á nautunum.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.3.2007 kl. 22:07

6 Smámynd: Sigurlín Margrét Sigurðardóttir

kvitt... hef samúð með öllum nautum sem illa er farið með enda í nautsmerkinu

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Flott hugmynd þetta með nautakossinn.... EN...pant ekki vera með!

Sveinn Hjörtur , 16.3.2007 kl. 23:06

8 Smámynd: halkatla

hvað ætli það sé algengt að þeir haldi þessu áfram eftir að hafa verið stungnir í rassinn? ætli það sé til einhver nautabani sem hefur verið stunginn oftar en einu sinni? æ, já, þetta er annars bara vibbi. Maður getur ekki sagt það nógu oft 

halkatla, 17.3.2007 kl. 00:20

9 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Dettur mér í hug "everybody loves Raymond" í gærkvöldi. Þátturinn þar sem nautið stangaði Robert í rassinn. Ég hló mig alveg grenjandi vitlausa...í annað sinn. Snilld.

En ég hef kysst naut...beljur og allskonar dýr. Þó ekki franska kossa

Veit ekki af hverju ég er að segja frá því samt. En ég er nú úr sveit.

Brynja Hjaltadóttir, 17.3.2007 kl. 02:24

10 identicon

ég man alltaf eftir því að pabbi átti einu sinni svona vegg teppi, þar var naut með spjót og blóð út um allt.  hrillingur alveg!

xx

Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 04:42

11 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Hef farið á nautaat á Spáni....ég lá í rúminu á eftir með æluna upp í hálsi.  Þetta er algjör andstyggð....og þetta er kölluð íþrótt. Sem betur fer eru Spánverjar að átta sig.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.3.2007 kl. 10:05

12 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þetta er algjör viðbjóður sem á að banna strax

Kristberg Snjólfsson, 17.3.2007 kl. 11:39

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mér hefur alltaf fundist þetta vera viðbjóður með blessuð nautin.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2007 kl. 13:16

14 Smámynd: Aðalheiður Friðriksd. Jensen

Þetta er ógeðslegt . Kvitt klemm og knús

Aðalheiður Friðriksd. Jensen, 17.3.2007 kl. 17:42

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Mig langar að sjá nautabana eftir lýsingu Þórdísar á .eim í gallanum......annars bara ógeð þetta nautaat og hanat og dyrabjölluat og...

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband