Leita í fréttum mbl.is

Ein

bloggvinkona var minnast á að gæludýr barnanna hefðu fallið frá og til stæði vegleg jarðaför Sem minnti mig á þegar ég var barn og hundur á nágrannabæ dó. Hundur þessi var vinsæll af börnunum á svæðinu en gamall orðinn og slitinn Þegar hann fannst dauður var látið vita á öllum bæjum með sérlegum sendiboða. Við krakkarnir sáum um að smiðuð var vegleg kista og ein stelpa fórnaði sænginni sinni til að fóðra að innanverðu Mamma hennar varekki par hrifin afþví uppátæki er hún komst að því. Á handvagn var svo kistan sett á og haldið til kirkju en prestur staðarins aftók alveg þeirri beiðni að jarða í kirkjugarðinum svo valin var annar staður. Greftunin var samt sem áður gerð án prests en kona prests mætti afturámóti. Ekki var skotið 21 heiðursskoti en 6 örvum i staðin. Degi lauk með coca cola drykkju við verslunina.......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

satt allt svona þekkist ekki i dag

Ólafur fannberg, 29.1.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Kolla

Hundurinn hefur fengið fína jarðarför. Kanínurnar mínar voru jarðaðar í skókassa niður í fjöru á Kjaló

Kolla, 29.1.2007 kl. 13:44

3 identicon

Æi en sætt...mér fynns þetta bara virkilega krúsidúllulegt og ég er sammála þér að svona hlutir gerast ekki oft þann dag í dag..en aftur á móti þá sagði sú elsta að þetta yrði hennar fyrsta jarðarför og bað um að fá að spila á flautuna sína á meðan jarðarförin færi fram

Já og takk sömuleiðis fyrir mailið alltaf gaman að fá svona mail vona að þú eigir góðann dag í dag...

Knús Maggy 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 13:44

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

ÆÆÆiiii svo sætt blogg, það er heill kirkjugarður úti í garði hjá mér, þar sem hver einasti Gullfiskur sem við höfum átt hefur þurft sína eigin serimóníu

Sigrún Friðriksdóttir, 29.1.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband