Leita í fréttum mbl.is

Var að horfa

á BBC prime svona rétt fyrir næturvakt. Á þátt sem nefnist Haunted.Frásagnir fólks sem lent hefur í hinum ýmsu málum bæði slæmum og góðum kannski mest slæmum....kannski ekki réttur þáttur svona fyrir nætuvaktarbrölt......

Þáttur kvöldsins minnti mig á það sem kom fyrir mig á yngri árum c.a 7-8 ára.'Atti heima í sveit þá.Einn heima enda foreldrar að vinna báðir í sláturhúsi staðarins enda sú vertið í fullum gangi. Áttum heima í stóru 2hæða húsi og hluti efri hæðar var enn ófrágengið..Var niðri að leika mér í og við teppalagðann stiga sem lá upp. Heyrði allt i einu skell eins og skápahurð væri skellt en fataskápur af stærri gerðinni var einmitt uppi síðan kom þessi svakalegur kuldi og fýla römm...síðan heyrðist eins og einhver eða eitthvað koma niður stigan þungt þó svo hann væri teppalagður Mér fór heldur betur að líða illa þaut inn í svefnherbergi foreldra og undir rúm staldraði stutt þar og þaut út í garð..fannst þar seinnihluta dags á náttfötunum. Í 3 daga dvaldi ég síðan hjá afa á nærliggjandi bæ þar sem ég neitaði alfarið að stíga inn fæti inn i húsið fyrr en þá.

Eftir þetta fæ ég oft á tilfinninguna ef ég er einn að horfa á eitthvað svona að einhver eða eitthvað standi fyrir aftan mig finn yfirleitt smá gust og kulda sem hverfur um leið og einhver annar er nálægt...Hingað til hef ég ekki látið athuga málið hvað þetta var eða er.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm.. ég á nokkrar svona minningar. Einmitt flestar frá því að ég var krakki í heimsókn hjá ömmu og afa í þorpi á vestfjörðum. Var þar öll sumur og heilsaði helmingi fleirum en amma á leiðinni út í Kaupfélag. Skildi ekkert í því hvað hún var dónaleg við sumt fólk en kammó við annað

Heiða B. Heiðars, 26.1.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm.. ég á nokkrar svona minningar. Einmitt flestar frá því að ég var krakki í heimsókn hjá ömmu og afa í þorpi á vestfjörðum. Var þar öll sumur og heilsaði helmingi fleirum en amma á leiðinni út í Kaupfélag. Skildi ekkert í því hvað hún var dónaleg við sumt fólk en kammó við annað

Heiða B. Heiðars, 26.1.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Náðirðu þessu... eða ætti ég að segja þetta einu sinni enn

Heiða B. Heiðars, 26.1.2007 kl. 23:32

4 Smámynd: Bragi Einarsson

Tímalykkja eða önnur vídd. Hef lent í svipuðu og Óli en ekki svona römmu. En það er mjög langt síðan.

Bragi Einarsson, 26.1.2007 kl. 23:34

5 Smámynd: Ólafur fannberg

náði þessu.....loksins...

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 23:34

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Held að það sé undir hverjum og einum komið að skoða þessi mál og mynda sé skoðanir á þeim. Hef ansi langa reynslu af þessu sjálf en vill alls ekki mæla á móti eða með að fólk geri eithvað með þetta. Það fer alveg eftir tilfinningu hver og eins.

Knúsí, knúsí.

Sigrún Friðriksdóttir, 26.1.2007 kl. 23:45

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Held að það sé undir hverjum og einum komið að skoða þessi mál og mynda sé skoðanir á þeim. Hef ansi langa reynslu af þessu sjálf en vill alls ekki mæla á móti eða með að fólk geri eithvað með þetta. Það fer alveg eftir tilfinningu hver og eins.

Knúsí, knúsí.

Sigrún Friðriksdóttir, 26.1.2007 kl. 23:45

8 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Allt tvöfallt í kvöld

Sigrún Friðriksdóttir, 26.1.2007 kl. 23:46

9 Smámynd: Ólafur fannberg

ha ein bara búin að fá sér tvöfaldan hehehe

Ólafur fannberg, 26.1.2007 kl. 23:48

10 Smámynd: www.zordis.com

Áhugavert.  Upplifanir eru svo missterkar, jafnan óhuggulegt þegar skilning vantar!  vVð erum langt í frá að vera ein á þessari kúlu!

www.zordis.com, 27.1.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband