Leita í fréttum mbl.is

Sá hjá

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_fani.gif
einum bloggvini athugasemd um Hitlersbrag í einu af mínum fyrri lífum...minnir mig á það að eitt sinn fór ég á októmberfestival í Þýskalandi. Vorum 2 saman á göngu þegar við hittum eldri hjón sem vildu endilega að við kæmum með þeim á hátíðina þegar þau heyrðu að við værum íslendingar. Farið var i stórann sal fullt af fólki á svipuðum aldri. Og skálað og drukkið að vikingasið. Svo kom bomban...Allt i einu stóðu allir upp Horst wessel spilaður og sunginn og nasistakveðjan upprétt þegar fánaberar með hakakrossinum gengu inn Semsagt við höfðum verið boðnir á samkomu gamalla nasista sem enn voru trúir foringjanum og þriðja ríkinu...Við vissum ekkert hvernig bregðast átti við þessu en ákváðum að vera kyrrir uns samkoman var búin Vorum dauðfegnir að komast út á endanum....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Úff get nú trúað því að þið hafið verið fegnir!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.1.2007 kl. 20:10

2 Smámynd: Íris

Vá, en skrítin upplifun!!!

Íris, 13.1.2007 kl. 23:54

3 Smámynd: www.zordis.com

Tek undir þetta með upplifunina!  Hafið verið eins og 2 krækiber í HELVÍTINU.

www.zordis.com, 14.1.2007 kl. 08:22

4 Smámynd: Ólafur fannberg

þetta var skritin upplifun eins og vera staddur í einhverri timaskekkju Maður fór ósjálfrátt að biða eftir því að sjá foringjann labba  inn Það vantaði bara hann....

Ólafur fannberg, 14.1.2007 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband