Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Helgarferð.

Lagt af stað laugardagsmorguninn um kl 0800 og haldið til Hveragerðis i pissustopp á 2ur bilum alls 10 manns. Síðan ekið án stopps alla leið að Seljalandsfossi Þar var tekin smá pása.Skógarfoss var næsti viðkomustaður Þar var farið uppá fjall síðan farið alveg uppað fossi.Á bakaleið fóru sumir eða réttara sagt sumar að kasta steinum í ána til að fleyta kerlingar.Ég fann einn góðan flatan stein og kastaði. Þá skeði það að gemsinn sem ég var með í bandi tóks á einhvern dularfullann hátt á loft og fór hraðar en steinninn sem ég kastaði og útí á. Svo ég var barasta gemsalaus það sem eftir var ferðar. Næsti staður var Reynisfjara og Vík.Tekin síðan stefna á Hjörleifshöfða þar sem var matast. Á Kirkjubæjarklaustri var bilunum gefin drykkur sem bensin nefnist. Næsta stopp var svo Jökulárslón Þar kláraðist rafhlaðan í myndavélinni. Ekið síðan til baka til Hvolsvallar þar sem aftur var sett eldsneyti á drekanna.Hella og Þykkvibær voru næstu skotmörk en síðan tekin stefna í bæinn með smá viðkomu hjá vinum og ættingjum þar sem síðbúinn kvöldverður beið okkar Í bæjinn var svo komið um kl 0130 eftir miðnætti.

Gærdagurinn fór svo í þrif á bil, heimsóknir og pökkun í ferðatöskur en senn líður að ferð Kvöldinu eytt í algjörri afslöppun fyrir framan imbakassann og stillingar á nýjum gemsa. 


Semsagt

bilar í framtíðinni eiga eftir að vera með hálfgerða pissubleyju. Minn þarf eina í yfirstærð.
mbl.is Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brottfarartimi

morgundagsins hefur verið ákveðin og er það yfirhershöfðinginn 8 ára frænkan  sem búin er að kveða dóm um það Brottför úr bænum kl 7:30 Og ég sem ætlaði að sofa út. En svona er lifið eins og einhver sagði. Og allt stefnir í köfun sunnudag að öllu óbreyttu Hvar kemur bara í ljós síðar.

týpiskt

Loks þegar ég á almennilegt vaktarfrí í 4 daga samfleytt þá er rigning.Helgarferðin verður samt farin þar sem sagt er að verði sól á þeim slóðum sem farið verður á. Annars er þetta orðin að 10 manna ferðahópi í stað 4 á 2ur bílum  í stað eins Hefur heldur betur undið uppá sig frænkuhugmyndin. Og í gær var ég í stuði,rafstuði. Útiljós í vinnunni eitthvað klikkaði og átti að skipta um Ekkert mál eða þannig en einhverra hluta vegna var ekki farið í öryggistöfluna áður svo þegar ég hóf smá skurðaðgerð á vírum og öðrum fylgihlutum kom bara blossi og stuð og hefði ég verið með sítt hár hefði ég örugglega fengið nýja hárgreiðslu í kaupbæti. En allt fór vel. Smá rafmagn í hófi kemur bara allri likamsstarfseminni í betra lag hehehe. Var svo að horfa á góðar draugasögur á Discovery .........


Skellti

mér aldrei þessu vant í kvikmyndahús í gær á Die hard 4 Fór með hálfum huga á hana.Hélt að þetta yrði bara enn ein hetjumyndin um kanann en svo reyndist ekki vera og myndin kom bara vel út með góðum bröndurum inn á milli Mæli semsagt með henni

Annars er litið að frétta Byrjað er að leggja lokaundirbúning á króksaferðina Grafa upp ferðatöskur og svoleiðis úr geymslunni. Og stutt vakt framundan 10:00-20:00 Eina vaktin þessa vikuna.Og búið að ákveða að fara laugardagsrúnt um suðurlandið. Fara snemma koma seint til baka á 2-3ur bilum því fleiri vilja með.Og ég fæ að vera forustusauðurinn.

 


Ein frænkan

búin að panta og skipuleggja dagsferð um suðurlandið næsta laugardag Var ekki lengi að því þegar vitað var að ég ætti fríhelgi.Og skipulögð dagsskrá hljómar þannig:

Leggja af stað úr bænum ekki seinna en kl 0800 Þeir/þær sem ekki verða tilbúin verða skilin eftir.Bara hörð á því. Ekið austur og ekkert stoppað fyrr en á Hvollsvelli þar sem taka á pissukaffipásu.Næsta stopp Seljalandsfoss og Skógarfoss.(Hún nefnilega elskar fossa) Næst á Vík í Mýrdal að verða fyrir barðinu á okkur með smá stoppi og skoðunarferðum. Því næst Kirkjubæjarklaustur og enda á við Jökulárslón Fara þá í bæinn aftur með kannski viðkomu í Hveragerði.

Ég ræð engu er bara bilstjóri.En þetta hljómar vel.Smile


Kafaði í Hvalfirði

en lét allann skelfisk vera þrátt fyrir freistingar til að sækja á grillið enda er viðvörun i gangi um að láta slíkt vera í Hvalfirði vegna eitrunar. Í staðinn var tekið upp igulker ein skeið frá stríðsárunum merkt breska hernum og skeljar fyrir frænkuhópinn.

Ágætt að fá smá kælingu í þessu góða veðri og nota stóra risa fiskibúrið til þess. 


Hef haft nóg að gera

milli næturvakta.Hitti tvær systur frá Kanada sem eru hér á ferð að hitta ættingja Reyndar eru þær ekkert skyldar mér en ég dróst inní málið vegna þess að þær eru vinkonur einnar frá Kanada sem skyld er mér og hún sagði þeim frá mér.

Tók bilinn bæði utan sem innan og var meira segja góður við hann Gaf honum bón í góða veðrinu.

Og aldrei þessu vant að þrátt fyrir gott köfunarveður hef ég barasta haldið mig á þurru landi Eina tilfellið sem ég hef komið nálægt vatni er gegnum bilþvott og jú lika smá aðstoð með fiskabúr. Verður kannski breyting á eftir vaktina sem er sú síðasta í bili.


Þessi mynd

býður uppá sjóveiki sé horft of lengi á hana í einu hehehehe...

sjóveiki svo upp með ælupokann hehehehehe......


Dagurinn

fór að mestu í að skoða bifreiðar af öllum gerðum og aldri.Að lokum var einn nýr tekin frá,ný Toyota.Svo nú er þetta mál úr sögunni Að vísu ekki með sóllúgu eða leðursæti eins og sú stutta vildi en múttan réði ferð í þessum kaupum. Sú stutta kom svo með í sjúkraþjálfun og lifði sig alveg inní starf þjálfarans og var fljót að læra. Og að fá seik á heimleið var toppurinn á deginum fyrir hana.

Aðeins skellt sér í buslferð í hafið bláa til að kæla sig pínu.Tók með mér fáein igulker fyrir söfnunarglaðar frænkur sem eru að koma sér upp safni botndýra skelja og steina. En síðan var haldið í matarboð.Stoppaði stutt þar sem ég þurfti að vinna (næturvakt) Mætti fáeinum mínútum of seint.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband