Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bara spurning..

Hvernig værið það að barasta þjóðnýta Alþingi ?

Sagt er

að peningar séu félagsverur

                                              Hvernig skyldi slík félagsvera

                                                                                          að líta út ? Smile


Rólegt

í vinnunni,enda helgarstuð komið í liðið bæði börn og fullorðna. Einn 10 ára ætlaði sér að taka eina 7 ára í´bakariið en sú stutta var sko ekkert á því að láta einhvern peyja taka sig i gegn og enduðu leikar þannig að það var hann sem hlaupandi fór frá hágrátandi. Náttfatadagur var í yngri bekkjum og allt gekk þar í sómanum Enn eitt afmælið 3ju helgina í röð er framundan og að þessu sinni fullorðinsafmæli.

Hafði nóg

að gera í að stilla til friðar milli krakka sem vildu bara slást nánast útaf engu. Einn var bitinn t.d en það fór samt betur en á horfðist i fyrstu. Köld köfun í gær en hressandi.

semsagt stutt og laggott


Sko,

alltaf þegar ég fer út með konunni held ég í hendina á henni.

Annars færi hún að versla...


Komin í langt

helgarfrí eða þannig. Helgin byrjuð snemma,reyndar svokallað vetrafrí í 3 daga alls + helgi. Lá við uppþotum í mötuneytinu í vinnunni i gær. Snúllurnar úr öðrum bekk á öllum borðum vildu mig á sitt borð. Og hlupu um allt og kölluðu því til áréttu. Tók umsjónakennaranna smástund að róa niður. Svo fór allir í 3 bekk í bæjarferð svo þar á bæ var rólegt. Stefnt er í köfun ef veður leyfir en spáin er ekki hliðholl slíkri ferð.

Svo er ekki eitt sem ég skil ekki Aðhverju er eignum og fjármunum þeirra ofurlaunamanna sem komu okkur hinum og landinu i þessi vandræði ekki fryst. Lítur út fyrir að ríkisstjórnin sé að leyfa þeim að komast undan með ránsfenginn úr landi Það á greinilega ekki að refsa neinum í þessu máli Skamm.


Var í

10 ára afmæli i gær þar sem frænka (ein af þeim ) var að halda uppá 10 ára aldurinn. Gestkvæmt var og bekkjasystur héldu smá tónleika en einnig tók afmælisbarnið sig til og spilaði með.

038037

036027

039040


Ein

úr öðrum bekk kom i dag með blað sem hún hafði gert Þar var niðurraðað dagarnir og merkt við hvenær ég átti að sitja við hennar borð í matartímanum.Aðra daga mátti ég fá frjálst val. Bekkjasystir hennar var svo harðákveðin í að giftast mér Benti henni á að fjölkvæni væri ekki leyft hér á landi en sú stutta ætlaði sko að redda því Fara á Alþingi gerast dóms og kirkjumálaráðherra og breyta lögunum. Benti henni þá á aldurmuninn en en hafði sú stutta svör við því Sagði að aldur skipti engu máli,væri ekkert vandamál. Dagurinn var annars rólegur. Stefni á hafsbotnasund um helgina ef veður leyfir það er að segja á sunnudag Laugardagurinn fer i afmæliboð barnaafmæli hjá einni 10 ára frænkunni.

allt að frétta

gott i dag Frekar rólegt i vinnunni. Þó nokkuð var þó um smámeiðsli þó aðallega á sálinni. Einn fékk þó ferð á slysó til öryggis. Og tvær bestu vinkonur urðu ósáttar hvor við aðra en eftir smá sáttarfund urðu þær aftur vinkonur. Sló i gegn i matsalnum hjá þeim yngstu Lenti i því að um leið og ég mætti rak ég heldur betur hraustlega við svo glumdi hátt í og salurinn sprakk.

Ein

sem meiddi sig í frímó lagði mikið á sig til að fá huggun í dag þrammaði megnið af skólasvæðinu til að leita af mér til að fá huggun.Fór framhjá mörgum sem buðu sína aðstoð en fengu neitun Það var bara ég sem mátti. Þetta reddaðist þó allt. Annars að öðru leyti var allt i hinu besta máli. Fékk nýjan prentara í allri kreppunni Sá gamli andaðist snögglega.Dánarorsök ókunn. En krufning mun fara fram.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband