Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði í

kaf en endaði í Rúmfatarlagernum og Smáranum. Enda ekkert veður til köfunar.Eftir verslunarleiðangur var bara hangið yfir imbanum og tölvunni Þannig með öðrum orðum haft það rólegt. Var klukkaður og ætla að svara því bara í næstu færslu. Tounge

Tími á blogg

þó ekkert hefur skeð siðan síðast Búinn að vera 2 vikur í nýja djobbinu og sakna þess gamla ekki neitt.Skrapp í Atlanshafið og aldrei þessu vant gleymdi ég að taka myndavélina með mér en vinn það upp seinna.Róleg helgi hingaðtil veit ekki enn um morgundaginn Þó held ég að hann sunnudagurinn verði bara rólegur.Er bara að fíla það í botn að vinna ekki um allar helgar og eiga kvöldin alveg frí Meiri timi fyrir ættingja og vini.

notaði

góða veðrið eftir vinnu og 2 fundi og skellti mér til sunds í Hvassahraunið Náði mér í fáeina hörpudiska á grillið. Hef svo bara haft það rólegt heimavið við tölvu og imbakassann.

Svona er lifið i dagCool


Mætti á næturvakt

í gömlu vinnunni Er að borga skuld eða þannig og beint svo í þá nýju en það er bara til kl 1600.

Er að venjast því að vinna bara 8 tímanna í stað 12 eða fleiri og er bara ánægður með að þurfa ekki lengur að vinna helgar og næturvinnu. Nú er það 8-16 rútínan. Hitti eina af litlu frænkunum í vinnunni i dag Reyndar er hún orðin 9 ára svo kannski ekki litil lengur þannig séð. Reyndar er ég orðin frændi allra þarna. Og jafnvel afi sumra hmm ég er ekki svo gamall. Ein litil vildi að ég kæmi bara með sér heim,mamma hennar væri fráskilinn og það væri nóg pláss. Minnir mig á þá brandara : Fann þennan,mamma má ég eiga ?


Helgin að taka enda

og önnur vinnuvika framundan. Laugardagurinn fór allur í afmælisveislu fyrir austan fjall í köldu blautu veðri en það ringdi af krafti. Dagurinn í dag fór í buslferð í Hvalfjörðinn þar sem dundað var við að elta fiska á 14-15 m dýpi í litlu skyggni en nokkuð sléttum sjó.Það má segja að það verður tvöfaldur vinnudagur hjá mér á morgun 8-16 á nýja staðnum og svo eitt stykki næturvakt á þeim gamla uppí skuld. Ekki spennandi.

Fyrstu viku

í nýrri vinnu lokið. Og allt gengið bara vel.Reyndar enn dáldið óvanur normal vinnutíma en það venst.Er núna að fara í barnaafmæli austur fyrir fjall og fann smásmugu fyrir stutt blokk svona til að láta vita að maður sé enn á lífi.

Meira síðar..


Búinn

að vera bísi síðustu vikurnar.Parisaferð í viku bústaðarferð í viku,stórafmæli í framhaldi af því og skírnarveisla Og næsta helgi fer líka undir bæði skírn og afmælisveisla Og allt þetta útá landi.Að auki skipti ég um atvinnu og hef haft nóg að gera við að læra í sambandi við það djobb svo eiginlega litill tími hefur farið í hafsbotnarsprikl og blogg en er að vinna í því að lagfæra það hehehe....

Kominn

í borgarmenningunna aftur eftir vikufrí í sumarbústað þar sem engin tölva var með í för.Spilað var ótal sinnum veiðimaður í staðinn við frænkustóðið og legið í bleyti í heita pottinum. Milli þess var farið í göngu og ökuferðir. Á kvöldin var svo spilaður póker uppá eldspýtur og bæði unnið og tapað í þeim leik.

Teikniblokkir voru mikið notaðar og trampólinið á staðnum var ofnotað það að segja af frænkunum.

Semsagt núna er bara að venjast aftur borgarstressinu...


Á

laugardeginum var farið á flakk um hliðargötur útfrá aðalverslunargötunni og fundum marga áhugaverðar verslanir og staði sem ekki voru merktar inná hið hefðbundna túristakort. Lítill útimarkaður mjög ódýr sem nánast allt var til sölu.Og konan fékk æði. Og ég át yfir mig á Sushi.

Á brottfarardegi var skroppið í ca 2 tíma gönguferð.Rugluðumst aðeins á dagsetningu Héldum reyndar að brottfarardagur væri næsta dag.'Attum að skila herberginu um hádegið samkvæmt frönskum reglum en við komum til baka um tvöleytið.Eitthvað hafa fleiri gleymt sér með það sama því hóteleigandinn var í hörkurifrildum við rússneska stúlku sem skilaði seint og hnakkrifust þær. Þá föttuðum við að við værum á lokadegi svo töskur teknar út í flýti og lyklar afhentir Bjóst við að fá sömu útreið og sú rússneska en eigandinn spurði eftir vegabréfum leit á þau og var hinn blíðasti.Benti bara á að við hefðum átt að skila á hádegi og spurði svo bara um hvernig Ísland væri...

Fórum í fyrra lagi á flugvöllinn þar sem hóteleigandinn benti á að það væri helgi og þá yfirleitt meiri traffik og fleira fólk á vellinum og mikið um biðraðir. Fengum flugvallarskutlu. Þegar kom að því að fara í röð til að innrita tókum við eftir að Frakkarnir virtust vera mjög strangir í sambandi við yfirvikt Viktuðu allt meira að segja allann handfarangur. Og konan fór að svitna. Á undan okkur voru bresk hjón og þegar kom að vikt reyndist handfarangur vera 2 kg framyfir. Þeim var sagt að þau fengju ekki passann um borð í vél nema borga fyrst þessi 2 kg. Þá kom röðin að okkur Aðalfarangur reyndist 6 kg framyfir og handfarangur 2 kg. En þá sagði innritunarstúlkan bara allt í lagi og við sluppum við greiðslu. Kannski þjóðernið hafi skipt þarna einhverju máli.Bretarnir sáu þetta urðu eitthvað ósáttir en þá kallaði innritunarstúlkan á vopnaða verði og málið var útrætt. Eftir vopnaleit tók síðan við bið löng bið því brottför seinkaði heldur betur Áttum að fara um 23:00 í loftið en fórum 05:00 um morguninn. svo komið var sér fyrir á gólfinu og sofið Fengum að vísu mat og drykk frítt á vellinum og síðan um borð í vélinni á heimleið.


Partur 3

Á fimmta degi var tekin kúrsinn á útimarkaðina og stóru magasínin þar sem kella enn einusinni fékk algjört kaupæði en ég algjört antipat á plastpokaburði. Um kvöldið var svo farið úr miðborg Parisar í útjaðar borgarinnar þar sem við hittum frönsk hjón en ég ákvað að prófa litið fyrirtæki sem nefnist meeting french Býður uppá að hitta innfædda heima hjá þeim í spjall og heimaeldaðan mat Hún frúin rak fataverslun en hann er kvikmyndagerðamaður.Maturinn var mjög góður Fyrst var boðið uppá tómat í yfirstærð fylltur með osti og brauð með, því næst önd og eftir það ávaxtakaka og í endinn ostabakka með 4 tegundum osta frá 4 héruðum í Frakklandi og brauð með Rauðvín var náttúrulega á boðstólum enda ekta franskt. Tókum taxa til baka en þegar bilstjórinn vissi að við værum frá Íslandi vildi hann ekkert taka fyrir túrinn. Annars tók maður eftir því að alveg sama hvar maður var Ef innfæddir vissu að íslendingi var veitt toppþjónusta.Verst var farið með Rússa og Þjóðverja.

Sjötti dagur fór í göngutúr um arabahverfið og það svæði sem afrikubúar eru i meirihluta þar sem var enn á ný verslað þrátt fyrir yfirlýsingar konunar að hún væri hætt að versla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband