Leita í fréttum mbl.is

Skellti mér

í smá ferðalag með fáeina erlenda gesti.Þingvellir og Hraunfossar voru þeir staðir sem farið var á og fíluðu gestirnir það vel í allri vetraumgjörðinni og hálkunni.

PC290073                                                                                               PC290067


Óska

öllum bloggvinum og öðrum bloggurum gleðilegs nýrs árs með þökk fyrir öll bloggsamveruna á árinu sem senn líður undir lok.

flugeldar


Al-kaidaárás

á klósettinu. Binni Lati hefði sko verið stoltur.Fann uppblásna blöðru og nældi mér í nál og þegar samstarfsmaður þurfti á því að halda að fara á klósettið kom hryðjuverkapúkinn uppá yfirborðið hjá mér.Kom mér fyrir fyrir framan klósettdyrnar með nál og tvinna afsakið blöðru og beið frekar óþólinmóður því klósettfarinn var frekar lengi. En svo kom tækifærið hann opnaði dyrnar og ég sprengdi.Og áhrifin voru þau að hann öllufremur hún hrökklaðist aftur inn með hringsnúningi og miklu öskri sem brátt breyttust í orð og setningar sem ekki er fyrir viðkvæma svo þau verða ekki sett inn hér.Í snúninginum reif hún í hillu sem hún reif með sér í fallinu svo allt þar fór með á gólfið með látum. Hún hótar nú hefndum af hæsta gæðaflokki og er það nú ástæða þess að ég er búinn að læsa mig inni í kústaskáp og bíð þess að víkingasveitin hin íslenska bjargi mér eða bara einhver....Hún hefur sór þess eið að nú sé stríð gegn hryðjuverkum á vinnustaðnum hafið.Ætli hún sé nokkuð fjarskyld Bushfjölskyldunni ?

Þessi tösku..

fiskur minnir sterklega á frænda sinn frá Suður Ameriku.

fiskur


Varúð

geimverurnar eru lentar GEIMVERURNAR ERU KOMNAR......

Árið senn á

enda og vetur konungur ríkir með kuldabola í taumi. Reyndar langt síðan að svona snjór hafi kyngt niður allavega hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er frekar langt síðan að maður hafi séð almennilegan snjókall en nú spretta þeir upp allstaðar. Lýsir upp skammdægið og gleður bæði gangandi og akandi. Og hlaupár framundan.hlaup i frosti


Fór í ís...

kalda baðferð í Silfru svona til að kæla mann aðeins fyrir langa vinnuvakt. Ætlaði ekki að nenna enda af fenginni reynslu vissi ég að það yrði kalt þrátt fyrir þurrgalla og allt það.En lét undan miklum yfirþrýstingi. Útí var farið í - 4 lofthita og vatnið í gjánni var kalt. Eftir 3-5 minútur var maður hættur að finna fyrir puttunum Vissi bara af þeim af því maður sá þá. Skelltum okkur niðrí myrkrið á 43 metrunum í byrjun en héldum svo út gjána útí vatn. Eftir ca 47 mínútur hætti þurrgallinn að halda hita og við vorum komnir á skjálftavaktina og að taka af okkur fitin i lok köfunar var erfitt því öll tilfinning i puttunum var farin svo einfaldar aðgerðir eins og að taka fit og gleraugu voru meiriháttar og kvalafullar aðgerðir. Búnaðurinn hélaði um leið og á þurrt var komið Hanskarnir frusu við gallann og rennilásar frusu svo illa gekk að afklæðast gallanum. En heitt vatn reddaði málum. Hittum fáeina ískalda túrista sem þótti það klikkun að vera að kafa í þessum kulda. En fylgdust vel með og tóku óspart myndir svo maður fór í allar pósestöðurnar sem Tyra B er búinn að innprenta í landsmenn í þáttaröð sinni american next model. Eftir að í bæinn var komið var farið beint á vaktina.

silfra  c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_kafari_111485.jpg


Á leið í

ljósið:

         á leið i ljósið


Mikið etið

þessi jól.Sambland af þriggja þjóða jólamat yfir jólin og etið eins og hægt var að setja í mann. Auk þess að opna pakka Þannig var aðfangadagur allavega hjá mér og mínum. Dagurinn í gær fór í smá ævintýramennsku. Fór með tvo erlenda gesti sem systir konunar hefur yfir jól og áramót út á land. Ákvörðunarstaður var til að byrja með Geysir. Af stað var farið á 2ur bilum í góðu veðri. Uppá heiðinni byrjaði að snjóa, í Hveragerði var komið hríð og hjá Selfossi var orðið blint en ekkert var gefist upp. Haldið var áfram. Síðan vildu þau á hinum bilnum snúa við enda sást ekki munur á veg og umhverfi,allt jafnhvítt og hálka og orðið þungfært fyrir þau enda á fólksbíl. Svo snúið var við og ég settur fremst til að ryðja veginn eða öllu heldur finna veginn enda með gps. Þegar komið var að Hveragerði var komin 8 bíla röð á eftir mér sem eltu. Við kiktum í heimsókn þegar i bæinn var komið í mat og drykk hjá 2ur frænkum sem eins og fyrri daginn límdust við mig Þurftu að sýna mér allt,öll kort og allar bratzdúkkusafnið sem þær engu auk petsshop safnið sem er eitthvað nýtt á markaðinum. Seint var farið heim á leið og seint farið í svefnheima.Er þó mættur á 10-22vakt gallvarskur og segi bara  GLEÐILEGA HÁTÍÐ..

Pakkahryðjuverk

á Þorláksmessudegi. Ekki var ég að verki i þetta sinnið. Heldur tóku sig til tvær af litlu frænkunum.Önnur fór í heimsókn til annarrar.Þar tóku þær sig til og opnuðu alla jólapakkanna sem önnur þeirrar átti.Þegar ég leit við í stutt innlit var grátur og grístan og jólapappir útum allt. Sem betur fer voru ekki allir pakkar komnir sem hún átti að fá svo þessu vandamáli var pínulitið bjargað fyrir horn. Svo reyndar var stutt í brosið aftur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband