Leita í fréttum mbl.is

Gaf mér smátíma

á milli þess að ég fór með fáeina kassa í nýja hýðið,skutla kellu í vinnu og sækja,að fara í Hvassahraunið með einn sem lengi hefur langað að fara útí. Svo það að dvelja á þurrlendinu stóðst ekki lengi. Það er svona hafmeyjarnar laða og seiða....Við þetta bætist svo næturvaktir þessa vikuna + fundur. Búið er að ákveða að aðalflutningarnir með allt það þunga verður næstkomandi laugardag,þrif á gamla bangsahýðinu á sunnudag og afhending lykla svo einhverntimann í vikunni.

Köfunin gekk vel. Fáeinir trjónukrabbar heilsuðu nýliðanum með smá klípi,ég varð að leyfa þeim að klípa.Eins og er er vinnustaðafriður en stefnt  er á öldu vinnustaðahryðjuverka mjög fljótlega Má segja að báðir aðilar eru í startholunum og búnir að úthugsa árásir og varnir. Bara þarf að finna réttan tíma til framkvæmda. En eitt er víst að það verður fjör á nýju ári.


Engin bloggtími

fyrr en nú. Fékk lykla afhenda að nýja hýðinu og hef verið að dunda við það milli vakta að pakka rest niður og fara með pakkningar yfir í nýju,málverk og hluti sem gætu brotnað. Aðalflutningadagurinn verður á laugardaginn næstkomandi svo þá ætti ég að geta afhent mína á mánudag eða þriðjudag. Eða með öðrum orðum það er búið að vera nóg að gera og verður nóg að gera á næstunni. Verð á næturvöktum þessa vikuna Það er aðeins skárra vegna flutninganna þó þær séu hundleiðilegar. Á  að vinna n.k helgi en verð að kría út vaktaskipti. Engin köfun fyrr en eftir flutninga og ætla að standa við það eða þannig sko..

Var reyndar búinn

að stefna á að kafa ekki neitt á nýju ári fyrr en allt þetta flutningsstand væri lokið...en það nýársloforð fór ekki alveg eftir áætlun. Þannig að ég er semsagt búinn að fara mína 75 ferð í Silfru gömlu. Alltaf sami klassinn.Verð aldrei þreyttur á henni. Jafnframt var þetta á 13 ára ferli í neðansjávarheimum ferð númer 850. Semsagt 850 ferðir að baki og ennþá lifandi þrátt fyrir 11 kafanir með hákörlum,fáeinar hellahafanir og 11 ferðir með tannhvössum krókódílum. Sýnir bara að maður er í meiri hættu á Miklubrautinni en innan um sjávar-og vatnskvikindi sem hafa orð á sér að vera ekki nein kurteisisskepnur. Sú versta skepna sem ég hef lent í er eða var sakleysisleg sjóskjaldbaka sem eftir nánari kynni var ekkert gæðablóð eftir allt saman. Alla vega kom okkur ekki vel saman.

Er á vakt í pappírsvinnu hálfnaður og tók smá blogglestrarpásu..

busl


Ekki

byrjar árið vel hvorki veðurfarslega,rigning og rok,og líka með að ég held alveg óþarfa hækkun á eldsneyti.Þeir eru alltaf fljótir að hækka verð við minnstu röskun en tregir og seinir að taka við sér við lækkanir.Er ekki alveg komin tími til að eitthvað sé gert í málunum td ríkisstjórnin grípi inn í þessi mál. Svo svona í leiðinni má alveg fyrir mína parta leggja þetta embætti niður sem nefnist forseti. Til hvers er að hafa forseta.Annarsstaðar er þetta æðsti maður landsins og maður sem stjórnar en hér er þetta embætti valdalaust og aðeins til skrauts og í auglýsingaskyni.Auglýsing sem er dýr og verður dýrara með hverju árinu. Ég held að forsætisráðherra eða einhver ráðuneytisstjóri geti td alveg séð um allar orðuveitingar og önnur verk sem hefur verið í höndum forsetavalds. Þetta er allavega mín skoðun á hlutunum.

Annað blogg

á öðrum degi ársins 2008 á annari vakt ársins.

Tíðindalaust má segja Ligg ennþá á meltunni.Ennþá að pakka þó bara restinni úr geymslunni á milli þess að ég er að vinna. Seljandinn hafði samband,er búinn að tæma sína og talaði um laugardaginn.En það voru truflanir i simkerfinu svo ég náði ekki öllu sem hann sagði en það kemur vonandi bara betur i ljós á föstudag en hann ætlaði að hafa samband aftur þá. Svo þetta er allt að skella á. Í næstu viku seinnipartinn verður þetta allt yfirstaðið flutningar og það sem því fylgir (þá bæði út og inn) Fyrstu köfun ársins þá meina ég alvöru köfun ætla ég að fara eftir flutninga.Þá eru tvö tímamót Í fyrsta lagi mín 850 köfun á köfunarævinni + köfun í Silfru á Þingvöllum sem yrði sú 75 í röðinni á þeim stað. Semsagt búinn að fara í Silfru gömlu 74 sinnum og hún er alltaf sami klassinn þrátt fyrir miklar breytingar en jarðhræringar þarna eru miklar neðanvatns.Þar getur maður séð jarðskorpuna nánast hreyfast því gjáin er aldrei eins.

silfra þingvallavatn 

c_documents_and_settings_smfr_hermann_my_documents_44e60007fess4psq.jpg


Fyrsta

köfun nýs hlaupárs fór fram í :

köfun  Gleðilegt nýtt hlaupár....


Fyrsta blogg 2008

og fyrsta vaktin á árinu. Sko ekkert frí hér. Gamlárskvöldið fór rólega fyrir sig hjá mér,var að vinna til 21:45.Fór þá í matarboð.Þaðan í heimsókn til einnar af frænkuhópnum sem kom svo með í flugeldaleik. Komin heim um ca 03:00.Þá hringdu hinar tvær  frænkurnar til að athuga hvort ég vildi koma í smá innlit. Kíkti til þeirra í dag rétt fyrir vakt og gekk út með það loforð að koma aftur eftir vakt og stoppa lengur. Pólsku brúðhhjónin sem buðu i brúðkaupið í Póllandi á síðasta ári eru hér og gærdagurinn þrátt fyrir rigningu og heldur hvassann vind var í þeirra augum frábær.Allir flugeldarnir slógu heldur betur í gegn enda þau ekki vön flugeldum í heimalandinu. Verst að engar brennur voru það hefði verið meiriháttar.

Svo nú er nýtt ár,nýjir hrekkir og flutningur stutt framundan,spennandi tímar.

Og missti af skaupinu

 


Annáll anno 2007.

Árið byrjaði mjög rólega en var legið á meltunni frá hátíðinni 2006-07.Fór í ótal neðansjávarferðir á árinu þannig að sú hugmynd kom upp að það ætti að setja póstkassa við fjöruborðið eða á baugju sem ég myndi reglulega kíkja í. Var rólegur sem eldfjall í hrekkjum og gerði mjög lítið af mér í þeim efnum...alveg satt. Týndi 2ur gemsum, einn fór í Skógarfoss hinn gufaði barasta upp. Ók yfir einn gemsa, ekki minn þó heldur ferðafélaga í einni af fjölmörgum ferðum sem farin var á árinu. Skipti 2var um símafyrirtæki. Reyndi að gerast krókódílafæða í frumskógarferð en þeir vildi ekkert hafa mig á matarlistanum, svekktur en gengur bara betur næst. Gerði innrás í Pólland og tók þátt í Napóleonstyrjöld og tróð mér í pólskt brúðkaup. Stundaði afmælisveislur í akkorði enda stór ætt. Og rauk upp frænkuskalann Seldi og keypti á árinu svo það verður nýtt ár,ný íbúð og nýtt umhverfi og stutt í vinnuna. Þá er þetta að mestu upptalið...og bloggaði helling ekki má gleyma því.....

Eftir

ca 4 klukkustundir og cirka 30 mín. mun síðustu vaktinni á þessu ári ljúka. Bara 3 áramótaboð bíða handan hornsins.Mæti í öll.Verð að hjálpa frænkunum að skjóta upp sprengiefni.Sjálfur ætla ég ekki að skjóta upp þetta árið geri því meira af því á næsta. Hef verið mjög stilltur í dag og ekkert verið að plana neina hrekki Verið of upptekinn við að klambra saman írönsku kjarnasprengjunni sem ég fékk í gjöf og ég ætla að bomba á miðnætti. Veit að einn óvirkur verður ánægður með það hehehehe......

Öllum hundrað og eitthvað bloggvinum vil ég senda mínar bestu áramótakveðjur og náttúrulega til allra hinna bloggverja líka með þökk fyrir bloggsamveruna á líðandi ári Megi allir og allar koma heil frá þessum áramótum og sem fæstir þurfa á slysadeildinni á að halda.

Lifið heil.....Wizard


Stríðsyfirlýsing

á síðasta degi ársins. Samstarfskona gerði mér grikk í gær.Var reyndar búinn að ákveða hefndaraðgerðir eftir síðasta hrekk á klóinu sem tókst mætavel.Bakaði kökur og ég grunlaus beit á agnið. Át helling og allt í góðu nema ....á heimleið á rauðu ljósi byrjuðu lætin á neðri hæðinni. Hafði það þó að komast tímanlega á klóið en þar sat ég lengi, mjög lengi og tæmdi helling af ljósbrúnu já og dökku líka. Þetta þýðir að hér með lýsi ég heilögu stríði við hana á nýju ári og lofa stórfelldum vinnustaðarhryðjuverkum uns hún gefst upp.

sprengja


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband