Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Var að

horfa á heimildarþátt í imbanum.Um Víetnambrölt Bandarikjamanna Þar kom í ljós að meginvopn vietkong manna var ekki kúlur eða sprengjur enda áttu þeir litið að því Tóku yfirleitt óspungnar ameriskar sprengjur og notuðu þær gegn fyrrum eigendum. Aðalvopn þeirra sem felldu eða slösuðu meginhluta amerikana var bambus sem notaðar voru sem allskonar gildrur til að hrella óvininn með góðum árangri. Þannig að stórveldi með ógrynni af nýtisku drápsvopnum tapaði fyrir bændaþjóð sem hafði bara bambus að vopni....

Keypti sjónvarpsborð

ósamansett. Og þrátt fyrir góða samsetningateikningu var hreint helviti að koma því saman. Samkvæmt teikningu hefði það átt að taka mest 25-30 mín mesta lagi að klambra því saman en í raun tók það hátt í 2 klst. En tókst rétt áður en ég var komin á þá skoðun að pakka því saman og fleygja því útum svalargluggann.

 


Kellu

langar að skipta um bil. Svo ég notaði tækifærið til að espa hana upp aðeins og sagðist vilja Hummer með litla bensinstöð á hjólum i eftirdragi.Það má hún helst ekki heyra. Hún aftur á móti vill Bens,bara flottheit og með því, og ekkert múður. Að auki er hún búinn að skipuleggja utanlandsferð í fríinu sínu en veit ekki hvert.Ég á að sjá um þann hluta.Var að spá í nyrsta hluta Grænlands en hún er litið spennt fyrir sleðahundum og villuráfandi ísbjörnum svo það verður bara í austur eða suður...Vantar hugmyndir.

Ákvað að

senda inn uppsagnarbréf í vinnunni. Svo ætlaði ég í kjölfarið að semja um uppsagnartímann Á inni 2 mánuði í sumarfríi sem ég var að hugsa um að nota. En þá vill engin kannast við neitt, ekkert bréf segja þeir svo engin uppsögn En ég hafði vitni sem sá það þegar ég lét bréfið í hólf yfirmanns. Samt allt tómt segja þeir.Er nú ekki á því að grípa þá skýringu svo léttilega...


Norrænn gestur

rammviltur á göngutúr fékk góðar móttökur að hætti heimamanna Hann var skotinn.
mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri

hægt að fá bætur hér á landi hjá ferðaskrifstofunum.? Hingað til hef ég ekki dvalið á neinu hóteli sérsniðnu eingöngu fyrir íslendinga erlendis.Tounge
mbl.is Fær bætur vegna of margra Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skutlaði

kellu niðrí bæ eftir 3 tíma lúr eftir næturvakt. Hún vildi fara í Kolaportið að kaupa fisk.Bauð henni á American style á eftir. Var að hugsa um bæjarins bestu en hætti við það minnugur þess hvað einn félaginn minn fór illa útúr því hehehe forðum daga. American style var aðeins betri kostur. Pc-inn er ennþá á sjúkradeildinni Svo það er bara laptopinn og vinnutölvan hmm...talandi um vinnunna þá er það næstum 97% líkur að ég bætist í hóp þeirra sem ætla að segja upp.Hef næturvaktina til að ákveða lokaákvörðun.

« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband