Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þar sem

búið var að ákveða stutta vikuferð til Parisar í ágúst ákvað ég að flýta aðeins fyrir með skoðunarferðir og pantaði hjá einu slíku fyrirtæki þarna úti eina slíka ferð. Pöntunin gekk vel og allur frágangur þar til kom að því að gefa upp adressu hótels. Þá vandaðist aðeins málið. Því í ljós kom að á sama svæði er um 4 hótel um að ræða sem virðist hafa sama nafnið en sitthvort heimilisfang og 3 af þeim virðast hafa sömu myndina af hótelinu.Er búinn þó að útiloka eitt af þeim 4 þar sem það var önnur mynd en hin 3 eru enn vafaatriði Sama mynd svipuð staðsetning 1-2 götur á milli og stjörnugjöfin er sitthvor Eitt er 3 stjörnu annað 4 stjörnu og hið þriðja er með 2 stjörnur og slæma dóma með nánast allt nema fyrir staðsetningu.Þannig að........Þá er það bara að snúa sér til ferðaskrifstofu og láta þá finna út rétt heimilisfang.

Hrekkur

Um daginn var ég í smá partíi þar sem frændi konunar og hans kærasta voru að halda uppá fæðingu sonar þeirrar. Þetta var svona bland í poka íslenskt-pólsk-filippinskt partí. Þar sofnaði einn af pólverjunum ölvunarsvefni sem gaf mér og öðrum tækifæri. Fundum allar klósettrúllur sem við fundum og vöfðum gæjann uppí múmiuklæðaburð,drösluðum honum þannig út á næstu SVR-stöppistöð sem var handan götunar. Og síðan var hann harkalega vakinn upp í þann mund sem strætóinn rann uppað.Hann rauk upp,fattaði ekkert,sá strætó og inn i hann fór og hvarf sýnum Stuttu seinna mátti þó sjá gangandi slagandi fulla pólska múmiu koma til baka ekki alveg hressa í skapi.

Var í

afmæli áður en ég skellti mér á næturvaktina. Mikið fjör mikið gaman og of mikið etið. Ein að verða 17 ára og billinn og prófið á næstu grösum. Áður var ég búinn að spasla saman grilli sem var bara auðvelt Fór bara ekkert eftir teikningum þá gekk þetta allt saman upp. Náði líka að hrekkja eina frænkuna eða öllu fremur það var stefnt að því að stríða henni en er til kom slapp hún en önnur varð fyrir því þar sem hún (frænkan) komst að því í tíma. Hún fannst hugmyndin góð og fórnaði slatta af súkkulaði sem er hennar yndi í verkið. Sem var að smyrja bráðnu súkkulaði á hurðarhún. Fórnarlambið tók síðan í húnin sem var sleipur og klistraður og fékk allt klístrið á sig sem tók LANGAN tíma að hreinsa og erum við frænkan nú efst á skotmarkalista viðkomandi.

Gömlu tólin reynast

best allavega samkvæmt þeim sjónvarpsþáttum sem ég hef undanfarið glápt á. Það eru þættir um bestu stríðstól sem notuð hafa verið. Um daginn voru það skriðdrekarnir  og valdir voru 10 bestu. Maður hefði að nútímatól hefðu vinninginn en svo var ekki Af 5 efstu voru aðeins 2 nútímadrekar.Breskur hraðskreiður eyðimerkurjálkur vermdi fimmta sæti eingöngu vegna hve vel hann reyndist í 6 daga stríðinu.Í því fjórða valdist gamall gufuketill á beltum úr fyrri heimstyrjöld sem valtaði yfir allt og alla á sínum tíma. Tæknitröllið Abrahamskriðdrekinn,sá ameriski tók þriðja sætið en sá þýski stóri Tigerinn úr seinni heimstyrjöldinni skákaði honum og var valinn i annað sætið.Sigurvegarinn var svo gamli rússajeppinn T34 sem eftir rúm 60 ár er enn í notkun.

Sama var um flugvélarnar Mig24 og F-14 skiptu með sér 3 sæti. Zeroinn sú japanska úr seinna striði tók annað sætið með trompi og besta orusstuvélin var valin Mustanginn einnig úr seinna striði.

Sem sagt það gamla blífur..


Hvassahraunið

heimsótt fyrir vakt.Skellti mér útí hlýtt  Norður-Atlanshafið í sumarblíðunni. Allavega var það hlýtt í dag,og skyggnið var eftir því bjart og gott. Æltuðum að dóla þetta á 12-15 metrunum en það fór aðeins útfyrir planið og við vorum komnir niðrá 20-20 metranna eftir örstutta stund Fundum netanál búna til úr hvaltönn geinilega sem einhver sjóarinn fyrr á tímum hefur örugglega misst.Greinilegt að hafið geymir margt það er bara að finna það og koma því upp. Fyrir svona gramsköfun eins og ég kalla það þá er Djúpuvik kjörstaður. Bara í höfninni er hægt að finna allskonar hluti frá síldarárunum stríðsárunum og jafnvel frá eldri tímum.

Annars, er mættur á dag-kvöldvakt til 22:00.Og stutt í næturvaktirnar sem bíða í lok vikunar.


Fyrst

var þetta bjössi í sólbaði,þá hestur nú kind. Var þetta bara ekki bónuspoki ?

Komin aftur

eftir stutta bloggpásu.Ástæðan var ekki leti heldur fór ég í stutt og laggott. Stutta bústaðarferð með frænkustóðið. Og köfun í leiðinni. Tókum Breiðafjörðinn með ás og trompi. Upphitun fyrir næstu bústaðarferð í ágúst. Annað skipti sem ég kafa í Breiðafirði Staður sem mætti fara oftar á  í sambandi við köfun. Annars skeði litið fyrir utan þetta hefðbundna pottur grill spil og leikir afslöppun. Hafði nefnilega frí í vinnunni yfir helgina. Ein frænkan prófaði hest i fyrsta skiptið og fannst mjög gaman eftir að hafa loks fengist til að fara á bak en smá diplómat þurfti til að koma henni á stað Svo snerist það við eftir hestaferðina. Annars allt gott að frétta.

Skilaboð

SEM VIRKA:    ÉG TÓK TANNBUSTANN ÞINN  ÁN LEYFIS.NÚ ER ÉG MEÐ HREINAR TÆR OG MÍG KLÆJAR EKKI LENGUR Í RASSINUM AUK ÞESS SEM ÉG ER MEÐ HREINAN ÞARM

TAKK FYRIR LÁNIÐ..


Eins og

Arnar sagði :Skógareldar höfðu brotist út á sama tíma og kafarar voru að kafa í næsta stöðuvatni.Notaðar voru sjóflugvélar og ein þeirra droppaði niður á tiltekið stöðuvatn og sogaði upp vatni ásamt einu stk kafara Síðan var flogið yfir eldanna og vatninu varpað út ásamt kafaranum sem hefur heldur betur fengið upplifun...Smile

Ég veit maður á ekki að brosa af þessu en samt.......líkurnar að svona skeður eru sko ég veit ekki hvað


Sönn saga

af heldur óheppnum kafara:

Fyrir mörgum árum í USA fór hópur ferðamanna í fjallaferð um skógivaxna hlíð.Þar gengu þeir framá líkamsleyfar manns í fullum kafaraskrúða og spurningar vöknuðu. Hvað var kafari að gera langt uppí skógivaxinni fjallshlíð langt frá næsta köfunarstað. Og hvernig komst hann þangað ?

Hvað haldið þið ?

Svarið kemur í næstu færslu. 


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband