Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Svokölluðum

Nigeriupósti og annar póstur sama eðlis hefur fjölgað frá því síðast um 11 stk. Er ekki hægt að setja einhverja stöðvun á svona lagað ? Ég er farin að halda að ég sé með einhverja segulvirkni sem dregur þá svona að mér. Oft eru þetta þeir sömu hissa á því af hverju ég svari ekki Einn var með hótun um að beita svartagaldri ef ég tæki ekki milljónirnar hans en snarhætti þegar ég svaraði og hótaði að senda islensku jólasveinanna á hann Hann hefur ekki sent neitt til baka. Hefur líklega haldið að hinir islensku jólasveinar væru sérþjálfuð velvopnuð víkingasveit sem myndi ryðjast inn til hans einn daginn.

Skellti mér með

einn rauðhærðan af keltneskum uppruna oní stóru laugina hér útifyrir.Kíktum niður á 2o metranna.Var eitthvað svo vakandi eftir næturvakt +fund að ég gaf mér tíma til sunds í djúpu lauginni. Keltinn sem var af skoskum ættum var ánægður með ferðina.

Tók uppá

því að safna svokölluðum nigeriupósti saman.Ætla að sjá til gamans hve mikið ég fæ af slíku á einu ári. Þó stutt sé frekar frá áramótum er ég þó búinn að fá 9 slík frá Nigeriu 3 frá Ghana og eitt frá Kenia auk 3 frá Nokia, 5 frá einhverju lottói sem ég kannast ekki við að hafa nokkru sinni komið nálægt en þar á ég að eiga slatta af vinningum. Samtals: 21 bréf á 2ur mánuðum Það koma örugglega fleiri. Það er svona að vera vinsæll hehehe

Mætti

á næturvakt eftir furðulega rólegan dag á mínum mælikvarða.Helgin nálgast óðfluga og það styttist í nýjar myndir.Kafað verður á sunnudaginn því laugardagurinn er frátekin fyrir flutning.Ég er ekki að flytja,búinn með þann pakka,heldur ætla ég að aðstoða annann við sínn flutning. Fasteignamálin hjá mér eru enn óbreytt og hafa dregist langt frá áætluðum samningum en fasteignasölurnar eru að vinna sig í gegnum málið og eru að reyna að klára allt öðruhvorumegin við mánaðarmót. Seinkun hjá einum seinka öllu hjá okkur hinum. Vonandi fer þetta þó að klárast.

Rólegt

aldrei þessu vant eftir næturvakt.Var eitthvað svo vakandi eftir vaktina í morgun að enn er ég ekki farinn að lúra smá fyrir næstu.Fór í atvinnusamtal.Ætla að breyta til Að vísu er það líka vaktarvinna en á mun betri vinnutíma og önnurhver helgi.Og engar næturvaktir.Samt hærri laun.Á morgun er svo starfsmannaviðtal á staðnum sem ég er að vinna á Alltaf einusinni á ári. Reikna ekki með neinum breytingum á þeim bæ.Yfirfór myndavélina það er að segja neðansjávarvélina,skipti um flass og batterí linsur yfirfarðar og allar þéttingar Svo hún er nú klár í djúpið.

Gott ráð

í sambandi við skattinn:

skattur


Ætla að

byrja á því að óska kvenkyns bloggurum og bloggvinum til hamingju með daginn í dag sem er konudagurinn. Er á hundleiðilegri vakt i dag frá 1000-2200 en ætla samt að redda að minnsta kosti blómvendi fyrir frúna einhverntimann í dag. Annars er bara ágætt að frétta héðan Yfirfór allann köfunarbúnaðinn frá a-ö skipti um o-hringi og hreinsaði seltu af slöngum og tengingum. Svo allt er tilbúið fyrir næstu  land könnunarferð í undirdjúpin. Því i raun er þetta bara landkönnun á óþekktar slóðir. Í köfun getur þú verið algjörlega viss um að þú ferð á staði sem engin lífvera af þurrlendinu hefur séð áður og verið fyrstur eða fyrst að stíga fæti meina fitum á.

kafarar


Eins gott

að muna eftir deginum á morgun,konudeginum hehe annars verð ég líklega bannfærður. Verð reyndar á 10-22 vakt en það reddast. Vaknaði eldsnemma í morgun til að gera hreinlega ekki neitt fram að vakt sem byrjaði 1400,verð til 2200.Og alltaf jafnmikið að gera sem er eiginlega ekki neitt. Annars er ég á 7 daga törn að þessu sinni, fjórar næturvaktir bíða handan helgarinnar. Skrapp í örstutta ískalda köfun í nágrenni borgarinnar eingöngu til að taka fáeinar myndir fyrir einn sem átti ekki mynd af sér neðan sjólínu. Fann blýbelti með brotinni sylgju greinilega búið að liggja lengi á botni.

á botninumbuddyinn

ég   einn sætur Setti inn fáeinar myndir


Honum er

líkt við JFK,hefur mikinn stuðning á bakvið sig.En er USA tilbúið að hafa svartan forseta?

omar


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband