Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Fyrst

hélt ég að þetta væri heill hópur af klaufdýrum er kindur nefnast svona fljótt á litið en sá svo að svo var ekki þegar betur var að gáð. En það er spurning , eru þeir á bæn eða eru þeir að ............á hvor öðrum......eða

bæn eða...   ....er ég komin á hálan ís núna ?


Tími á blogg

á næturvakt.Nýskriðin úr veikindum beint á fund í vinnunni eða námskeið þar sem 97% af því sem talað var um fór beinustu leið inn um annað út um hitt Restin fór í smá meltingu áður en því var kastað út sömu leið. Af hýðisleit er það að frétta að ekkert er fundið ennþá en nokkrar hafa verið skoðaðar. Svo er það í fréttum að brúðhjónin pólsku sem buðu okkur í brúðkaupið stefna á að koma í jóla og áramótainnlit svo ég stefni á að taka hluta af því sumarfrii sem eftir er um það leyti. Rest nota ég svo í flutninga þegar þar að kemur. Ein frænkan hefur reyndar verið mjög dugleg að leita af nýju hýði (íbúð) en þær hafa flestar verið í göngufæri frá hennar heimili Skrítið Ein íbúðin var reyndar næsta við hliðina Gat ekki verið styttra.Sú reyndar kemur til greina en ekkert hefur verið ákveðið enn Viljum skoða aðeins meira áður en endanlegur dómur verður kveðin. En sú stutta rær öllum árum að því að þessi tiltekna verði fyrir valinu Nefnilega heitur pottur er á staðnum sem hún sér möguleika á að nota óspart enda mikið fyrir vatn og busl.

loksins

er netið komið i lag svo nú getur maður farið að gera eitthvað hér á blogginu. Annars er ekkert að ske Hef verið barasta heima við með einhverja haustpest sem er sem betur fer að taka enda Leit stendur enn yfir eftir nýju hýði Eitt er sterklega inní dæminu.En ekkert er ákveðið Betra að kikja á fleiri áður en endanleg ákvörðun er tekin. 

Það er alveg sama

hvað þið segið,ég kem allsekki útúr fataskápnum sem ég er búinn að dvelja síðustu 3 daganna.Í felum fyrir grimmasta rándýri mannkynssögunar síðan Rex gamli leið undir lok.Kvenmanninum. Það er ekkert grín að fara með látum á milli kvenmanns og spegils sérstaklega þegar stríðsmálingaundirbúningur stendur yfir. Það er bara annað Írak. Það verður ekkert opnað hérna megin skáphurðar nema vikingasveitin kemur og kemur leyniskyttum fyrir á næstu húsþökum fæ skothelda drössíu beinustu leið á völlinn í fylgd og einkaþotu tilbúna á vellinum sem er til í að fljúga langt frá skerinu eða þannig náttúrulega á kosnað skattgreiðenda.

Nei nei er ekki i neinum skáp bara í vinnunni að þrauka út vaktina eða þannig.........


5 dagar frá

bloggi Ástæðan ekkert net fyrr en nú.En hafði einnig bara helling að gera. Búinn að selja kofann,fór á ca 20 mín og er nú að leita að nýju sloti.Skoðaði nokkrar um helgina og ein af þeim kemur sterklega til greina. Eins og koið var fram frí í 5 daga vinna i dag + kvöld og frí á morgun. Kemst þá heimanetið i gagnið aftur.

Annars eitt heilræði svona til gamans Ekki ganga á milli kvenmanns og spegils hehehe

see u soon ..


ferðasaga 1 hluti

Haldið var frá veldi Dana í 20 klst flugferð á slóðir krókódíla.Lent í ca 30 stiga hita Eftir ca 3 tima keyslu á gömlum Willisjeppum sem voru örugglega uppá sitt besta á timum seinni heimstyrjaldar, eftir einhverskonar troðningum sem átti að heita vegur var komið á áfangastað inni frumskógi við stöðuvatn þar sem tjaldbúðir og bambuskofar biðu eftir okkur. Deginum eytt í að koma sér fyrir og kynnast öðrum. Við kafararnir vorum fljótir að grúppa okkur saman og líklega svipað með hina. Næsti dagur fór svo i að kanna fyrstu köfunaraðstæður koma búnaði upp og gera klárt. Smá skoðunarferðir  farnar um nágrennið. Lítið um moskitó en því meira af maurum sem bíta við fyrsta tækifærið. Flugukvikindi á stærð við teskeið er það sem og var allann tímanm sem við óttuðumst mest af þeirri skordýraflóru sem var allstaðar í kringum okkur.Tvær -þrjár stungur gat orsakaði slæm veikindi jafnvel flog Fleiri stungur voru jafnvel banvænar. Og hávaðinn í kvikindinu voru á við ég veit ekki hvað. Á kvöldin voru það leðurblökurnar sem voru á sveimi og áttu það til að rata inn í tjöld og kofa með tilheyrandi látum þeirra sem inni voru sem jóðluðu eða öskruðu fór eftir tónlistasmekk þeirra sem hlustuðu. Aalvandamálið voru maurarnir sem allstaðar gátu smogið sér innfyrir. Kóngulær og eðlur voru fljótlega teknar í starf. Að hefta maura og flugur í að lauma sér að næturlægi inn. Þessa fyrstu 2 daga bólaði ekkert á aðaldýrategundinni allavega ekki í nánd þó maður heyrði i þeim í fjarlægð. Þannig að í rólegheitunum var tíminn mest notaður að kynnast og aðlagast nýjum lifnaðarháttum Gleyma nútímaþægindum og lifa frumstætt í bland við náttúrunna.

Meira í næstu færslu .......


Hver vill

koma út að leika??

bros dagsins


Tvær næturvaktir i röð

síðan 5 daga frí og ég sem var að koma úr mánaðarfríi.Og alíslenskt veðurfar útifyrir sannkallað regnstakkaveður Gallinn er bara sá að ég á engan regngalla Þessa stundina er klæðaskápurinn fullur af kakíbuxum bæði stuttum og síðum og t-bolum Leyfum frá fríinu langa og góða. Verð því að fara að aðlaga skápgreyjið að íslensku draumaveðri. Var að fá tilboð frá Póllandi í sambandi við vinnu en afþakkaði Þó ódýrt sé að lifa þarna eru launin lág Ekki tilbúinn að fórna laununum hér þó þau séu ekkert merkileg fyrir góð laun þar sem myndu verða í íslenskum krónum ca 12000 kall á mánuði Og starfið: tengja gerfihnattarloftnet. Verð að mæta á starfsmannafund núna eftir næturvakt og er þá semsagt til 12:00. Hvað viðtekur þá er óráðið.

Bið að heilsa í bili......


Næst síðasti

tíminn hjá sjúkraþjálfaranum var i dag Hann sagðist vera orðinn hundleiður á mér,það væri ekki hægt lengur að kvelja mig og pína. Svo útskrift á föstudag. Þetta var orðið að fastri venju 2var i viku. Nú bara allt búið eða verður á föstudaginn. Verð bara að finna mér nýtt hobbý að fylla uppí hehehe. Ætlaði að nota tímann fyrir næturvakt til að þrífa bilinn en svo hætti ég við Spáir rigningu og roki svo best er að nota bara móður náttúru í þrifin. Og fyrstu myndir frá öllum ferðalögum síðasta mánuðinn verða senn settar inn á bara eftir að velja þær bestu og sniðugustu af cirka 300 myndum.Auk þess verður maður að fara að byrja á að koma ferðasögunni inn Sem stendur er eina nettengingin sem ég hef bara í vinnunni Heimakerfið er sem stendur í rúst en unnið er að viðgerðum eða þannig.


Fór

einhverrar hlutar vegna að gramsa í kjallarageymslunni eftir vinnu i gær Ætlaði bara að koma töskum fyrir en ílengdist aðeins.Fann minn allra fyrsta gemsa svona heldur óvænt Hélt að hann hefði farið i ruslið fyrir heillri öld. Og stærðin örugglega 3var sinnum stærri en gemsinn í dag og þyngdin eftir því Notkunarmöguleikar voru bara hringja og svara ekkert sms eða nettenging eða annað sem gemsarnir bjóða uppá í dag. Og dunk dunk hljóðið í bilnum er sem betur fer hætt Skildi nefnilega bilinn eftir við Leifsstöð með handbremsuna á óhreyfðan í heilan mánuð Kannski ekki það alveg rétta en nú virkar allt eðlilega. Og mættur aftur í vinnunna á fullum stampi. Á samt inni slatta af frídögum eftir. Nota þá kannski kringum áramótin......

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband