Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Hefur lausn á

öllu þessi frænka mín þó svo aldurinn sé aðeins 9 ár. Hringdi til að koma því til leiðar að ég ætti að taka til við mömmu hennar Þegar henni var bent á að ég væri þegar giftur,leysti hún það mál eins og skot. Ég skyldi barasta gerast mormóni eða múslimi og þá gæti ég haft fleiri en eina og hananú.

Ein barasta ákveðin með sitt Ef hún er svona 9 ára hvernig verður þá daman komin á fermingaraldurinn......


Karókí

getur greinilega kostað þig lifið ef þú ert staddur/stödd á karókibar í Manilaborg.Það fékk einn að reyna samkvæmt síðustu fréttum af þeim slóðum. Einn tók lagið, söng rammfalskt,og hann var plaffaður niður með skotvopni.Sá sem skaut var öryggisvörður sem ekki líkaði söngstíll viðkomandi og til að tryggja að hann myndi ekki taka neitt aukalag tók hann það ráð að skjóta hann. Eitt lag er bannað á svona börum á þessum slóðum þar sem það kostar yfirleitt slagsmál ef einhver syngur það ekki rétt. Það er lag með Frank Sinatra sem veldur þessum fjaðrafokum. Svo ef þið viljið syngja karóki syngið það þá heima með alla glugga lokaða og dyr læstar bara svona uppá öryggið.

Allt í rúst

í vinnunni,smiðir komu og byrjuðu á stórbreytingum og rústun á staðnum.Svo maður er orðin hálfheyrnarlaus af öllum hávaðanum hérna. Þrír eða öllufrekar þrjár drottningar litu hér inn Ekki var það þó Bretadrottning og co sem leit inn heldur voru þetta af eðalkyni geitunga. Allar misstu þær lífið á eiturfastan hátt. Öðruleyti hefur verið friðsamt. Laus 22 þá kemst maður út í hlýja vota vindbarða sumarveðrið.


það er

föstudagur og það er fyrsti dagur mánaðarins en samt, ég var eini maðurinn i bankanum engin röð Kannski allir hafi vitað að púki hafi verið á ferð og forðað sér. Nýjustu fréttir af púkastelpunni henni frænku minni eru þær að daman fór í tölvuna prentaði út plagg sem ég á svo að skrifa undir undir vitnaviðurvist tveggja aðila eins og lög gera ráð fyrir Plaggið er yfirlýsing yfir því að ég taki að mér föðurhlutverkið með öllum þeim skyldum sem því fylgir. Auk þess að vera frændi hennar Lýsti hún svo yfir því að hún eftir undirritun ætlaði að fara með það til sýslumanns og láta þinglýsa....Þessi börn...þessi frænka ....Mamman veit ekki lengur hvort hún eigi að taka þessu sem gríni eða alvöru og snýst bara í hringi.

meira seinna.....


Er

að koma helgi,föstudagur í dag eða flöskudagur fyrir suma.Og reykbann tekið gildi.Reyki ekki en er hvorki með eða á móti. Stefnt á busl fyrir vakt en ákveðið að hætta við enda þeir staðir með skyggni gott langt frá.

Svo dagurinn i dag fer bara í vinnu,borga reikninga,sækja gpsið úr innstillingu (nýtt kort) og svo framvegis. Litla frænkan heldur óbreyttum hætti og er ekkert að breyta sínum áformum Var eitthvað að púkast í bróður sínum sem var ekki alveg sáttur við systur sína. Þannig að það er komin samkeppni. Getum tekið upp samráð eins og olíufélögin hehee en þá fyrst yrði fjandinn laus. Tveir öflugir púkar á ferð og borgin í rúst.


« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband