Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

önnur

spurning snemma á föstudagsmorgni: Hvort notar maður meira vatn í sturtu eða þegar maður notar baðkar?

Og svo er

hér ein svona föstudagsspurning: Til hvers eru undirskálar?

Ef engin

er vindurinn þar sem ekkert súrefni er heldur, hvernig þá í ósköpunum er hægt að láta fána blakta? Ætti hann ekki að liggja niðri ?

Eða var þetta bara allt svindl unnið í myndveri í kalda stríðinu svokölluðu.?

flag


Bara

extra duglegur í dag eftir næturvakt. Færði mig yfir til Vodafone frá Símanum,gekk frá tryggamálum vegna krókódílaköfuninnar yfirvofandi.Fékk nýjar upplýsingar að utan Núna segja þeir sem ráða ferð að samkvæmt nýjustu upplýsingum sérfræðinga um þessar skepnur þá verðum við í hættu allann tímann Áður var sagt að þeir væru verstir á yfirborðinu og gætu verið skeinuhættir á þurru en nú bætist það við að í stað þess að vera meinlausir neðanvatns eins og þeir fullyrtu áður en menn gengu frá samningum þá eru þeir jafngrimmir þar og gera jafnvel fyrirsát. Í stað þess að 2 kafi saman á nú 3 að vera saman Einn gerir verkefnið hinir eiga að verja hann. Spennandi...Kosturinn er þó hærri laun í stað 70 $ á dag fer það uppí 115$. Tryggðir þurfum við að vera uppfyrir haus.

 


Ég

var spurður einnar spurningar frá einni 7 ára sem pælir mikið í öllu mögulegu. Spurningin var:

Hver fann upp Jesús?


Síðasta orðið

Nei nei hann er örugglega í dvala.              Ertu viss um að hafa tekið rafmagnið af.

Hvað gerir þessi takki.                                Hvað segir þú beygja mig hvað?.

Tosa í pinnann og telja uppá hvað.             Hvaða vír átti ég að klippa.

Engar áhyggjur ég sá þetta gert í sjónvarpinu.

Mmmmm þetta eru góðir sveppir.               Ég held og þú kveikir á þræðinum.

Hvaða er þessi prestur að gera hér.           Það er eitthvað skritið bragð af þessu.

Góður hundur.                                             Engar áhyggjur hún er ekki hlaðin.

Treystu mér ég veit hvað ég er að gera.    Þetta þolir eld.

Hann er vel taminn,þú getur sett höfuðið uppí munninn á honum.

Ég þekki hann hann er góður bilstjóri.        Þetta hljóð á að heyrast.

Málið er þeir gera bara árás ef þeir eru svangir.

Þori að veðja að ég kemst oní þetta.           Ísinn er alveg öruggur.

Hei þarna eru hermenn spyrjum þá.            Ég skal sjá um að tala.

Það er grunnt hérna.                                    Ristabrauðið fast? redda því.


Fór með einum

í skoðun i dag.Það að segja hann var að fara með bilinn í aðalskoðun,ég var bara með. Ég hef ekki farið með bil í skoðun i mörg ár enda hef skipt reglulega um bil. Það rifjaðist upp ein ferð sem ég fór með bil i skoðun. Ók inn á skoðunarhólfið allt gekk vel Hann var tengdur í útblástursmælitækið ég labbaði út lokaði bilnum og læsti.Það þýddi taxaferð heim til að sækja aukalyklanna.Samt sem áður fékk ég skoðun á bilinn..Félaginn i dag fékk fulla skoðun i dag. Annars fór dagurinn í algjört símavændi.Gemsinn stoppaði bara ekki. Og flest voru erlendis frá.Nú er hann í þagnaður að sinni og ég komin á enn eina næturvaktina.Það er eitthvað orðið vinsælt að setja mig alltaf á næturvaktir.En þetta eru bara tvær vaktir síðan  3 daga frí.Laugardeginum er búið að ráðstafa ég fékk engu að ráða um það. Bý við heraga fæ engu ráðið hehehe.

Kominn

miðvikudagur.Vikan er senn á enda,bara komin  helgi áður en maður veit af. Vinn bara 2 vaktir þessa vikuna. Í dag og á morgun og auðvitað næturvaktir hvað annað. Játa það að leti hefur verið í miklu uppihaldi þessa daganna en framkvæmdi þó i gær einn gjörning, bílþrif enda þörf á leit út eins og hálf Saharaeyðimörkin hefði ákveðið að klína sér á hann.

Þar kom að því

Við sjúkraþjálfarinn mynduðum bandalagí dag í að stríða öðrum þjálfara.Reyndar átti ég hugmyndina hvað gera skyldi en hann framkvæmdi Notað var nýjasta vopnið Hitakrem og myndin hér lýsir vel afleiðingunum. Mælt er með að vera í góðum hlaupaskóm og góðum aðgang að næstu útidyrum ef nota skal þessa aðferð.Og helst vera búinn að planta sjúkrabil fyrir utan Ekki fyrir fórnarlambið heldur fyrir þig ef fórnarlambið nær í þig.....Viðbrögðin voru hávær og skerandi Nú verðum við félagarnir að vera á verði svo við lendum ekki í neinu óvæntu.

nuclear_explosions_10


Kominn í bæjarstressið

eftir afslappandi dvöl í sveitinni.Fundum staðinn léttilega notaði bara gpsið. Matur drykkur og dvd til að byrja með. En síðan varsest niður við spil.Ég var í harðri samkeppni við eina dömuna við að halda neðsta sætinu en endaði í næstneðsta. Þá var klukkan orðin fjögur e.m.Svaf i ca 2 tima þá var farið á fætur dundað sér fram að hádegi (semsagti gær) og síðan farið i rólegheitunum í bæinn aftur. Ekki var sett neitt hitakrem hjá neinum  hehehe í þetta sinnið. En einn vaknaði með rakkremið um allt andlit. Ég var alveg saklaus af því. Alveg satt átti ekki hugmyndina af því heldur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband