Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Undarlegt

hvað sum lög geta kallað fram minningar.Maður heyrir lag og maður man hvar hvenær og hvað maður var að gera akkúrat þá er maður heyrði það. Var að hlusta á gamla vinildisk og eitt lagið minnti mig á hvar ég var staddur er ég heyrði það fyrsta sinn. Það var í skítakulda hálku og snjóbyl.Staðsetning Hallærisplanið ásamt stórum hóp af jafnöldrum sem lét veður ekki aftra sig í að trítla hringinn lækjargata austurstræti pósthússtræti Einstaka sinnum bættist laugarvegurinn við að Hlemmi og til baka aftur.

Annað lag minnti mig á að ég var staddur í gömlum Scania trukk á leið austur,sat á gírkassahlíf alla leiðina sem var ekki þægilegt.

Og enn eitt lag og ég var í anddyri Nýjabíós á leið á myndina Zoltan hundur Drakúla....


Á 23 degi

aprilmánaðar anno 2007, kemur hér á moggablogginu árla morguns,mánudagsvinnukveðja til allra nær og fjær....Smile  

Var spurður

mörgum sinnum af mörgum í dag sömu spurningar: Hvernig er að vera neðansjávar? Svarið er : Að líða áfram í þyngdarleysi þrátt fyrir mikinn útbúnað er meiriháttar.Að vera innan um skepnur í sínu rétta umhverfi er meiriháttar og að sjá landslag sem flestum öðrum er hulið nema þeir eða þær byrji að kafa er meiriháttar Þetta er næst því sem geimfarar fá að upplifa Eina frábrugðna er kannski það að við erum aldrei einir,það er staðfest líf i kringum okkur.Líka má segja að þetta sé landkönnun því oft erum við að kafa á stöðum sem engin hefur augum litið áður og erum því fyrstir og oft þeir einu sem koma þar við.Og að skoða sokkinn farkost er skritin tilfinning vitandi það að eitt sinn var þetta iðandi af lifi á yfirborðinu Og sokkið skip með sögu er enn betra. Þá vitið þið það.........

Alltaf gaman

að busla í stóru sundlauginni......

 

lending


Vinnufélagi einn

lofsamar allt sem ameriskt er.Segir það fyrirmyndarþjóðfélag.En hvað er til fyrirmyndar? Þjóðfélag sem býður uppá flest morð,á 3 mín fresti er einhver myrtur, á 7 mín fresti fer fram nauðgun, á 15 mín fresti er einhverjum neitað um læknishjálp eða sjúkrahúsvist vegna þess að viðkomandi er efnalitill eða hefur enga tryggingu. Þjóðfélag sem býður uppá flesta raðmorðingja,spillingu og mútuþægni ráðamanna,þjóðfélag sem velur eitthvað sem hefur heila á við baun til að stjórna ríkinu.Þjóðfélag sem í skjóli hervalds veður yfir aðrar þjóðir vegna græðgi og frekju.Þjóðfélag sem heldur því fram að sé mesta mannréttindaþjóð veraldar en á sama tima stundar fjöldahandtökur um allann heim,og lítur niðrá frumbyggja og annað litað fólk heimafyrir. Ég segi nei takk svona þjóðfélag myndi ég ekki vilja sjá hér á landi.

Kristin trú

kristin trú í stuttu máli....

Þá er maður mættur

á enn eitt næturvinnubröltið.Dagurinn fór ekki alveg eins og ég var búinn að plana.Búinn 09:00 á vaktinni lúrði til hádegis,ætlaði að gera eitthvað af mér á köfunardeginum en.....Planið breyttist. Þurfti að fara að breyta og plana og koma nýrri ferðaáætlun upp Að vísu sami ferðadagur og áður nema Pólland verður fyrst á dagsskránni í ágúst ein vika þar en síðan frumskógurinn 3 og hálf vika þar.Og dagsetning er komin á desemberferðina,7undi des er brottfaradagurinn þá Komudagurinn einhverntimann í mars. Þá vitið þið það....Gerði semsagt ekkert af mér í dag.....Smile

Bandarikin

Norður Amerika er psycho central heimsins....

Mættur á enn

eina næturvaktina fyrstu af 4. Búinn að vera á fullu í allann dag redda simanum sem datt út..sýnir hvað háður maður er orðinn þessu tæki mjög. Svo var það hitt og þetta og nú mættur i vinnunna og nóg að gera. Undirbúningur fyrir morgundaginn. Ætla þrátt fyrir næturvakt að kikja við e.h. í sundhöllina stutta stund. Bara til að geta sagt að ég hafi mætt. Þar til segi ég bara sweet dreams ...

Þá er að

auglýsa félagið á öðrum degi sumars.Köfunardaginn hjá okkur neðansjávarverum en þá fá allir ungir sem aldnir líka ungar og aldnar að spreyta sig í greininni.Að vísu í sundlaug en fyrir suma er það bara byrjunin.

plakat


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband