Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fékk

þykkann póst í dag. Það var ekki eingöngu íbúðarkaup í gangi í dag heldur líka kom þykkur pakki með póstinum Samningur var það uppá 40 síður. Um tryggingar, laun, vinnu,sýningarrétt og greiðslur í sambandi við það.Þetta var í sambandi við þennan væntanlega köfunarleiðangur í sumar næskomandi.Í sambandi við þennan kafbátaleitarleiðangur sem mig minnir að ég var aðeins búinn að nefna áður.Eiginlega er sjálfur samningurinn ekki nema 11-12 bls rest er lögfræðiseitthvað.....Þetta er vegna þess að sjálft Discovery channel ætlar að vera með og filma allt batteríið.Að sjálfsögðu skrifar maður undir enda frí ferð og uppihald.Semsagt eins og einhver sagði,miklar breytingar framundan og um að gera að bara njóta þess..Mættur á næturvakt svo sofið vel og engar hrotur og læti.Smile

Það

kom að því,búinn að kaupa.Gerði tilboð í gær í eina og fékk gagntilboð sem ég ákvað að samþykkja í morgun.Svo nú er það mál úr sögunni.Bara á eftir að fínpússa afhendingardag því eigendurnir eru að fara af landi brott og vilja því flýta afhendingardegi sem þýðir að ég þarf aðeins að flýta ferlinu hjá mér svo greiðslur gangi upp í samræmivið það Er að fara í langa næturvaktartiltekt frá og með deginum í dag Næturvaktir næstu 6 daga í það minnsta og verð að viðurkenna að ekki hlakka mér til.Fæ svo aðeins 1 dag til að svissa yfir á dagvakt sem mér finnst of stutt. Svo er síðasti dagur kellu í vinnunni i dag,byrjar i annarri strax á morgun.Nýr yfirmaður tók við og þá sögðu flestir upp en hún fékk strax vinnu á öðrum stað. 

Tíu litlir....framhald

á hvolfi Þessi fór á hvolf svo eftir urðu þeir fimm.

 

 

 

 

 

 

 

Þessi villtist í þangskógi svo eftir voru fjórir.

 

 

 

 

 

 

 

lendingÞessi fór í busl og læti og vinur hans fór að ýta af kæti

 

 

 

 

 

 

Svo eftir  voru tveir

 

 

zzz zzz zzzzzAnnar varð dáldið þreyttur svo þessi sló bara botninn

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_botninn_sleginn.gif


Tíu litlir kafarar..

fóru saman í ferð.Þessi komst ekki niður

grunn köfun svo þá voru eftir níu.

 

 

 

 

 

 

 jibbíiii

Þessi stökk eitthvað út í bláin svo eftir voru átta. 

 

 

 

 

 

 

þingvellir Þessi fór að telja peninga og þessi  að strauja þvott.Svo eftir voru sex.


Nú er það svart

það að segja fyrir einn góðann vin.Búið er að leggja málið í dóm hjá prakkaraliðinu og málið dæmt. Hann á afmæli fljótlega meira að segja stórt.Fertugsafmæli. Á að fylla kauða markvisst svona þegar líður á. Gæjinn dettur útaf að venju (reyndar fastur liður) Hann hefur garð svo hugmyndin er að bera sófann stólinn eða það sem hann sofnar á út í garð ásamt húsgögnum,koma þeim eins fyrir  og fylgjast með þegar hann vaknar hvernig viðbrögðin verða.

Hann lenti i svipuðu þegar hann var þritugur nema það var haldið á Filippseyjum Þar var kauði borinn út,settur við skógarjaðar og vaknaði þunnur við hliðina á eðlu sem búinn var að koma sér fyrir á bringunni á honum og rak út tunguna um leið og hann vaknaði Öskur af óþekktri bassaraddartíðni barst um allt nágrennið og hafa heimamenn aldrei heyrt annað eins fyrr eða síðar.

 


Staðan er þannig

að enn sem komið er hef ég ekki fyrirhitt það súkkulaði sem mér er ílla við.Smile

Skellti mér

oní ískalt Atlanshafið svona eins og oft áður fyrir vinnu,svona rétt til að finna sjávarilminn.Hitti enga háaldraða kúsker heldur einn hörpudisk sem sagði lítið reyndar ekki neitt.Enda krossfiskur að smjatta á honum lifandi greyiinu. Var ekkert að blanda mér í það mál.Allt gekk eins og átti að ganga í ferðinni.Köfuðum við Seltjarnarnes Esjumegin,stað sem litið er farið á.Kannski vegna grynninga í byrjun og mikils þangs en þegar búið er að komast í gegnum þær þrengingar verður djúpt og skemmtileg brekka kemur í ljós. Mikið að skel og kröbbum. Þegar uppá yfirborðið var komið heyrðist kallað selur háum tónum af hópi leikskólakrakka Við kölluðum á móti að við værum ekki selir en vorum varla búnir að snúa okkur við þegar stóreflisselur renndi sér á milli okkar. Tók einn hring og hvarf svo. Farið svo heim skipt um fatnað og þotið til vinnu.

Fékk svo að vita það að vinnubifreiðin er enn á dekkjum sumarsins og allgjör sleði svo honum var bara lagt.


Hvernig ætli

það sé, að lifa í 2-300 ár sem kúfskel við strendur Íslands (og enda kannski á grillinu einn daginn)?

fyrsti

snjórinn kominn og fyrsta snjóhreinsun af bilnum í morgun með höndunum enda skafan einhversstaðar niðrí geymslu, örugglega innst inni og undir öllu. Kemur í ljós.Helgin var bara með rólega móti. Var alveg netlaus þar sem ég var ekki heima.Laugardagurinn fór í ferð á Þingvöll nánar tiltekið í Silfru.Fór með Ítala sem vart gat skýrt hrifningu sinni á staðnum ekki einusinni með handarpati. Gærdagurinn fór í að hjálpa við undirbúning á fertugsafmæli.Það að segja ég gerði litið annað en að aka frúnni á staðinn en það var hún sem var að hjálpa til. Ég horfði bara á dvd á meðan. Svo hringdi ein af frænkunum,fannst langt um liðið að ég hafði kíkt inn (vika eða svo) svo það var farin ferð þangað. Ætlunin var að stansa stutt en endaði með kvöldmat og seint komið heim. Horfði á þátt um forseta USA Allir sem kosnir hafa verið á ári sem endar á 0 hafa látist í starfi nema einn sem reyndar var skotinn en lifði af og var það Regann gamli.Þá vitið þið það.

Bara láta vita

af því,að ég er búinn að komast að því,að ég er ólæknandi atvinnusjúklingur sem er alltaf á botninum Það að segja hafsbotninum.Þetta er náttúrulega barasta klikkun á hæsta stigi. Ég ætti kannski að láta Dr House líta á mig eða Dr Phil sálgreina. En svona fyrir utan það þá segi ég bara góðan föstudagsmorgunn kl 0600 þrátt fyrir haustlægðarrok og rigningu.

Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband