Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Síðasti

dagur ársins og einnig síðasti frídagur Á morgun tekur vinnan aftur við. Engin áramótaheit allavega eins og er. Ég óska öllum bloggvinum gömlum og nýjum farsældar á nýju ári sem senn kemur og þakka bloggsamskiptin á því ári sem senn hverfur í aldanna rás

Áramót

nálgast óðfluga.Og engin áramótaheit sem hægt er að svíkja og hætta við eru komin upp á pallborðið. Er alveg hugmyndasnauður í þeim efnum þessa stundina Er samt að stefna á eitthvað krassandi heit þessi áramót.....Cool

þegar líður senn að lokum þessa árs fer maður að líta til baka og finna út hvað stendur uppúr á því ári 2006. Það sem mest er áberandi er það hvað búið er að vera gestkvæmt á þessu ári bæði köfunartengdu og fjölskyldutengdu og vinatengdu.'I hverjum mánuði alltaf einhver Hver af þeim sem uppúr stendur er tvímælalaust koma tékknesku stúlknanna sem breytt hefur þeirra lífi og reyndar annarra líka. Annað sem stendur sterkt uppúr er það að einn góðan veðurdag tók ég uppá þeim vanabindandi sið að fara að lesa og skrifa blogg og gegnum það eignast stóran hóp bloggvina...

Hef voðalega

litið fylgst með málum Sadams en persónulega finnst mér að það ætti ekki að taka kallgarminn af lífi Frekar að halda honum í lífstíðarfangelsi. Með aftöku er bara verið að gera hann að píslavætti fyrir öfgahópa sem munu nýta sér það til frekari stríðsátaka og hryðjuverka
mbl.is Bandaríkjamönnum hótað hefndum verði Saddam tekinn af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta

Lovisa Vilhjálmsdóttir var valin íslendingur ársins og átti það svo sannalega skilið. Ef velja ætti barn ársins myndi ég hiklaust velja unga stúlku Þuriði að nafni sem hefur staðið sig sem hetja í sínum veikindum.

Trú

Ég hef lítið blandað mér í trúmál enda haft frekar litinn áhuga á slíku. En er samt sem áður kominn á þá skoðun að kristni er meir og minna stolið og breytt efni. Svokallaða syndaflóð sem færa átti allt þurrlendi jarðar i kaf var bara litið staðbundið flóð við svartahaf samkvæmt gömlum grískum heimildum. Auk þess held ég að jarðarkringlan væri enn öll í kafi í dag ef hún hefði öll farið í kaf þar sem það tæki örugglega meir en 40 daga að sjatna..Jólin eru annað dæmi, var heiðin hátið á sínum tíma en góð markaðsetning að breyta því yfir í Kristhátið með sömu dögum á sama tíma Fólk hefur bara getað svissað yfir en haldið sömu hátið samt sem áður Jólatréð er einnig komið úr heiðni. Svo vilja þeir meina að framhaldslíf hafi ekki byrjað fyrr en með upprisunni Egyptar til forna vissu þetta löngu áður Keltar og forfeður okkar víkingar voru með þetta á hreinu löngu fyrir krist. Jafnvel Neardalsmenn voru með það á hreinu.  Spilling hefur einnig verið ráðandi Spörkuðum við ekki Katþólsku kirkjunni út á sínum tíma og afhausuðum helsta stjórnanda hennar hér á landi vegna spillingar og rányrkju Umburðarlyndi hefur heldur aldrei verið hennar aðal heldur. Ég hef hitt margt fólk úr mismunandi trúarbrögðum og það sem maður tekur mest eftir hefur verið umburðarlyndið sem virðist ekki vera til i kristinni trú. Búddatrú og Ásatrú hafa best komið út í því sambandi En kristin trú á líka góðar hliðar þó þær hafa ekki verið taldar upp...meira að segja margar góðar hliðar.

 


Mættur

á svæðið á blístri eftir undanfarna átveisludaga og stefnir á áframhald..stefnir líka í það að þurfa að fara að hlaupa kringum einhvern ljósastaurinn til að ná af sér aftur aukatonnunum sem maður hefur bætt á sig. Vonandi hafa allir haft það gott um jólin. Allavega hafði ég það,fór meira að segja til messuhalds á aðfangadagskvöldi en í 99 % tilvika þarf yfirleitt að neyða mig til slíks. Og meira að segja þá var farið í katþólska messu sem ég fílaði bara nokkuð vel. Þannig að kraftaverk gerast enn hehehe.....

Ligg á

meltunni eftir gærkvöldið. Réðist samt í ískápinn um fjögurleytið i nótt glorhungraður Og í kvöld stefnir í aðra átveislu...allt bendir til þess að það þurfi að fara í heilsurækt eftir þessa vertíð

Allt klárt til

jólahalds hér á bæ.Stelpurnar þær tékknesku biða spenntar eftir að ráðast á pakka og mat. Svo það verður fjör þegar það byrjar. Enn að jafna mig á skötueitrinu síðan í gær en kemur i ljós á næsta ári hvort áframhald verði á skötu næsta ár. Enn og aftur ætla ég að óska öllum hér og sérstaklega öllum bloggvinum hér og erlendis bestu jólakveðjur og hafið þið öll allir og allar það sem best yfir hátíðirnar...

Fór austur

fyrir fjall eftir þjóðvegi dauðans,í matarboð.Ætlaði i sund i Nóatúni á Selfossi en þeir voru búnir að loka lauginni eða þurrka hana upp. Eitt af því sem á boðsólum var í boðinu var illþefjandi límkennd skata og viti menn studdur af tékkneskum klappsýrum álfum og tröllum lét ég tilleiðast og tók smábita. Og öll tilfinning í gómnum hvarf semsagt gott deyfilyf (vonandi fattar tannsi ekki þetta,gæti tekið þetta upp sem deyfingu) Sem sagt át skötu og lifði af....

Gleðileg jól til allra bloggvina og annarra.....


Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband