Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Kominn

nóvember og jólaskreytingar eru farnar að sjást allavega í Kringlunni...og jólalög eru að byrja að heyrast. Fer á aukavakt örstutta 09-13 en síðan á næturvakt seinna í kvöld og um helgina. Er að hugsa um að vera leiðilegur við fyrirtækið og taka rest af sumarfríinu í desember hehehe á inni 18 daga..verður ljúft yfir hátíðirnar...

Skrítin reynsla

normal_feb06033.jpg
Fór i næturköfun í gærkveldi á leið úr vinnu. Þá sér maður í raun ekkert nema það sem ljósgeisli á vasaljósinu sýnir. Sérð takmarkað en skynjar því meira umhverfið Skritið að sjá nánast ekkert en skynja samt botnin og allar hreyfingar í kringum þig. Dóluðum þetta 12-15metra. Skynjaði snögglega eitthvað stórt á ferð og einhvernvegin skynjaði ég hættu og ósjálfrátt slökkti ég ljósið Sama gerði félaginn.Fór þá tilfinningin en kom aftur þegar kveikt var aftur svo við ákváðum að fara upp á yfirborð.Ég var með neðansjávarblys sem ég ákvað að kveikja á og kastaði því frá mér þar sem greinilegt að fyrirbæri þetta laðaðist að ljósunum Á meðan það seig í djúpið fyrir neðan okkur komum við okkur upp með slökkt ljós og í land. Þannig fór sú sjóferð..

Horfi yfirleitt aldrei

á Ophruþátt,gæti talið á annarri þá þætti sem ég hef augum litið með henni. En festist við þátt hennar í kvöld á stöð 2. Er i vinnunni og er að horfa á imbann. En umfjöllun þáttarins var um hinar illræmdu búðir Auschwitz þar sem einum eftirlifandi var fylgt um svæðið þar sem hann hafði áður verið á unglingsárum og lifað af ásamt föður sínum Aðrir meðlimir fjölskyldunnar létu lifið. Mikið var talað um þögnina sem rikir þarna sem er rétt enda hef ég komið þangað og upplifað það sjálfur Fyrir utan er allt á iði dýralif ökutæki og fólk Innan búðanna er algjör þögn og ekkert líf nema það sem kemur frá gestkomandi Ekki einu sinni fugl sést á flugi innan svæðis þó mikið er um fugla þarna þeir virtust sveigja frá.

En þátturinn var aldrei þessu vant góður og greip mann algjörlega með sér. Eins og ég hef sagt í einhverri færslu hér áður um sama efni þá ætti að skylda hvern einasta að lita þar við og sjá hlutina með eigin augum það breytir fólki og öllum skoðunum á augabragði


Enn

er Extrabladet hið danska að tuða um umsvif okkar á danskri grund. Það er greinilegt að þetta er bara öfundsýki á háu stigi,þola greinilega ekki að við fyrrum kotbændur sem ekkert áttum og vorum undir hæl Danakonunga í aldir séum allt í einu farnir í víking og höfum gert strandhögg í bakgarðinum hjá þeim með góðum árangri Með öðrum orðum þá list mér bara vel á víkingaöld hina seinni hvað sem dönum líður...

Geimverur?

geimvera.jpg
Eru þær til ? Það held ég erum viðekki öll geimverur á geimskipinu Jörð á ferð um himingeiminn?

Ekki

held ég að ég verði eitthvað öruggari að fara yfir gangbraut þó grænleitur kvenmaður gefi mér leyfi til að fara yfir....Jafnrétti er gott en að fara rífast út af gangbrautarljósum er fáránlegt...
mbl.is Græn kona í stað karls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég

sá hana fyrst í verslun niðri bæ 2005. Var lengi búinn að fylgjast með henni áður en ég ákvað að taka af skarið og reyna á það. Það gekk upp og hún flutti inn fáeinum dögum síðar. Höfum verið síðan í skráðri sambúð og mjög nánu sambandi æ síðan,næstum daglega.

Þetta er náttúrulega tölvan mín sem ég á við........ 


Framliðnir...

MUNIÐ TAKMÖRKUN Á HANDFARANGRI VIÐ GULLNA HLIÐIÐ VEGNA HRYÐJUVERKAÓGNUNAR...

« Fyrri síða

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband