Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Fékk upphringingu

eftir að ég kom heim eftir vakt i morgun og eftir að billinn var aftur farinn að virka eins og átti að virka..Köfunarfélagi frá Jórdaníu var að hafa samband vildi láta mig vita að ég ætti von á öðru simtali frá Jórdaniu í dag en vildi ekki segja útaf hverju eða frá hverjum. Það gekk upp, þremur klukkustundum seinna var hringt í gemsann, og einhver hinum megin gerfihnattar talaði bara arabisku sem ég náttúrulega skildi ekkert en eftir smá kom enskumælandi. Kom þá í ljós að þetta var ekki Binni Lati,heldur einhver fulltrúi Abdúlla kóngsa yfir Jórdaníu. Sem var að fiska eftir því hvenær ég ætti afmæli var ekki klár á deginum einnig var hann að skila þeim skilaboðum að ég væri ætið velkominn til Jórdaniu í köfun. Var þar fyrir 2ur árum í mánuð mest neðansjávar og einn dag var ég að fara í köfun með einum innfæddum (þeim sem hringdi áður) þegar þriðji aðilinn birtist allt i einu og bættist i hópinn Sá innfæddi breyttist allur í hegðun en ég pældi ekkert i málunum fyrr en eftir köfun þegar mikið var um öryggislögreglu og hermönnum á bryggjunni er við komum til baka Kom þá í ljós að þriðji aðili var sjálfur kóngsi en hann er mikill áhugamaður um köfun og gert mikið i þeim málum fyrir kafara Þá vitið þið það  Búinn að flækja mig inn i innsta hring Jórdaniu Gleymdi að geta þess að eftir köfunina fékk ég að gjöf hring úr Saudi gulli með merki konungsfjölskyldunnar sem að mér skilst frá innfæddum að sé óvenjulegt , var bara túristi að kafa á réttum stað á réttum tíma......

meira þegar eitthvað kemur í ljós.........


Eftir næturvakt

lenti i því að bilgreyið neitaði með öllu að fara í gang núna eftir vakt Sýndi þó fullt rafmagn en aksturstölvan fór að telja upp hinar og þessar bilanir hverja eftir aðra og bíllinn nýbúinn að fara í gegnum söluskoðun með hæðstu einkunn Var farinn að hætta að litast á blikuna og farinn að hafa verulegar geðveikislegar áhyggjur Bilaskipti á næstu grösum og billinn í rúst. En svo fattaði ég dæmið. Lagði honum i gærkveldi upp við skafl sem molnaði úr sem fór i pústið og fraus þar Heitt vatn reddaði málunum.....

Svona í lok

næturvaktar....þá man ég eftir því þegar

ég átti ekki gsm og það skipti engu máli...hundrað kallinn var seðill...það kostaði aðeins 25 kall í strætó og fyrir heilar 10 krónur fékk maður fullann nammipoka....og það var ferðalag að skreppa á Kjalarnesið  Smile


þá er þessi

vinnuhelgi að lokum komin og vinnuvika að hefjast Búið að lengja helgarvaktir um klukkustund þar að segja næturvaktirnar og til stendur að stytta kvöldvaktir um eina,sem er bara ágætt þannig séð.Og miðvikudagurinn verður langur alla vega hjá mér vakt einn frá kl 9 um morguninn til 23 um kvöldið Ætla að vona að dagurinn verði fljótur að líða..Ein næturvakt eftir og dagsfrí áður en kemur að þessu..

Tvær góðar

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_steini_fraendi_2.jpg
af Steina frænda.....

Fleiri myndir

og svo er

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_mp3.jpg
hér mín útgáfa af apple mp3 tónlistaspilara,,,

Það má segja

c_documents_and_settings_smfr_borgarholtsbrau_my_documents_botninn_sleginn.gif
að botninn hafi verið sleginn í þetta sinn......Grin

Er að

sæljón í nærmynd
hugsa um að setja þessa sem ökuskirteinismynd Smile 

Þá kom að því

_silfru.jpg

Loks búinn að ganga frá bílakaupum Tók pásu frá því um tíma en svo í dag var bara gengið frá málunum Jeppi af Nissan gerð valin breyttur að sjálfsögðu Passar vel bæði fyrir ferðalögin næsta sumar sportið og vinnuna...fæ hann í lok næstu viku..

Svo fór ég með breta í köfun í dag á Þingvöll. Í Silfru. Sérsveitakafara sem ég hefði nú haldið að þyldu allt en hann fríkaði út Fór með hann í Silfru eins og áður var sagt og í stað þess að fara yfir grynningar sem eru þarna á stuttum kafla fór ég með hann undir en þá fer maður i gegnum göng sem eru þröng. Og sérsveitakafarinn fékk innilokunarkennd þannig ég fór með hann upp í gegnum næsta gat en hann róaðist fljótt og við köfuðum restina á opnu svæði. Þrátt fyrir þetta var hann ánægður með daginn og heillaðist að þingvöllum eins og allir gera.....


Lokkaði

normal_feb06033.jpg
einn í gær í djúpið bláa.Eða með öðrum orðum fór með einn í köfunarferð sem hefur lengið langað að kikja niður. Vorum heppnir hittum á sel sem var alveg óhræddur og til í að umgangast okkur gestina. Steinbítur lét einnig sjá sig og síðan uppúr þurru birtust 2 kafarar sem voru að kafa á sama stað. Gæjinn fílaði allt þetta alveg í botn náði sér i igulker til minja og vill nú fara út í sportið á fullu.Þá segir maður bara eins og sagt er á biðstofunum NÆSTI...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband