Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

En að gramsa

og enn að finna. Reyndar ekki bækur i þetta sinn Nú fundust bara gömul sendibréf frá 1937-1945.Lýsa vel tíðaranda þess tíma ástandinu á stríðsárunum og bæjarlífinu.Kannski þess vert að setja þau á netið....

Trú

Trúmenn og rök eru eins og hundur og köttur,eiga ekki vel skap saman.Ætli trúarofstækismenn séu ekki sterkasta sönnun þess að maðurinn og apinn eigi sameiginlegan forföður...

Kristindómurinn var skapaður fyrir manninn en maðurinn er ekki skapaður fyrir kristindóminn.... 


Ég er

farinn að halda að það sé falið fornbókasafn í geymslunni hjá mér Ekki það að í gær fannst 116 ára gömul þykk bók heldur líka í dag Tvær gefnar út 1900 bænakver Dr.Péturs Pétursonar ef einhver kannast við það kostaði 50aura á sínum tíma og svo íslensk söngbók sem dægurlögum þess tíma greinilega mikið notuð Nú er bara spurning hvað kemur uppúr geymslunni næst.....

árekstur....

Lenti í árekstri.Ekki á bilnum ónei heldur tókst mér það neðansjávar nánar tiltekið í Garðinum. Lenti í árekstri við Blettahýðing sem er smáhvalur á stærð við höfrung Misskildum eitthvað hvorn annann,báðir á einstefnu og hvorugur vék til hliðar.Og samstuðið var vont en engin slys á hvorki manni eða skepnu Engin tjónaskýsla gerð né lögregla kölluð til,báðir sáttir....

Saga

mannkyns er never ending story....nema...........

greinilegt að

í geymslum getur ýmislegt leyndst sem ekki kemur fram nema við allsherjar tiltekt.Var aðeins að sýna smálit í tiltekt og fann gamla bók greinilega frá tímum langafa ágætlega vel með farin samt en hefur verið prentuð 1890 svo 116 ára gömul í ár Ekki spennandi lesning enda guðspjallamál,predikanir eftir Jón Bjarnason Verður örugglega ekki mikið lesin en fer líklega á góðann stað uppá hillu með hinum bókunum

Ég er ekkert

á móti hinni kaþólsku kirkju né páfa en gegnum aldirnar þá hefur hún (kirkjan) ekki verið sú alsaklausasta í hinum ýmsu málum þar á meðal barnaníði..

mbl.is Saka BBC um „fordómafulla atlögu“ að Benedikt páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað

er orðið af hinum hjálpsama íslendingi? Þetta er farið að vera eins og í stórborgum eða hefur kvikmyndaiðnaðurinn haft svona sterk áhrif á fólk að það er hætt öllum heilbrigðum samskiptum 
mbl.is Slasaðist illa í myrkvuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er

kominn nýr dagur nýr mánuður og herlaust Ísland.Laust undan hinu hrokafulla heimsveldi úr vestri. Nú er bara að snúa sér í hina áttina Evrópu og efla tengslin. Losa okkur alfarið úr pilsfaldinum Bushstjórnarinnar og efla í staðin samskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Fyrir smáþjóð sem okkur kæmi það mun betur út að vera í samvinnu við Evrópu en láta hitt alveg vera að fylgja heimsveldi sem veður uppi með hroka og fyrirlitningu inn í önnur lönd í eiginhagsmunaskyni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólafur fannberg
Ólafur fannberg

lifrænt ræktuð geimvera með skoðanir á öllu sem engu skemmtilegu sem leiðilegu og á það til að láta allt vaða. Er bogamaður.

olafurfa@simnet.is +olafurfa@gmail.com

Nýjustu færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband